Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 34

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 34
VIÐ lítinn poll á Álftanesi liggur dauður æðarbliki. Hann er greinilega nýdauður, og því líkara, sem hann hafi fengið sér hænublund, en geng- ið í vit feðra sinna. Og tveir strákar, sem æfa bogfimi sína skammt frá, segja okkur að blikinn hafi drepizt í gær. Hann hafi haldið sig á pollinum um tíma og greinilega verið eitthvað lasinn; énda hafi þeir getað gengið að honum. Svo komu þeir að honum í gær og þá var hann dauður greyið. Við lítinn poll á Álftanesi ligg- ur dauður æðarbliki. Þegar við spyrjum þá hvort þeir ætli ekki að grafa blikann, svara þeir með þvx að yppta öxlum. ENGAR álftir eru sjáanlegar á nesinu, en nokkrar gæsir synda á pollinum í þeirra stað. Þær bera sig tígulega og er engu líkara en þær álíti sig verðuga fulltrúa „vors tíguleg- asta fugls.“ Þær þégja meira að segja, enda gætu þær komið upp um sig, ef þær segðu bra, bra. Ljósrhyndarinn kemst í gott færi við gæsirnar og Hæf- ir þær allar í einu „skoti“. En vafalaust gera þær sér ekki grein fyrir hve mikilvægar þær eru orðr.ar og hafa ekki hug- mynd um að búið er að festa þær á filmu, þeim að kostnað- arlausu. Og meðan tvífætling- ar gráta yfir þeim grimmu ör- lögum að komast ekki á blað, fá þær birtar af sér myndir í elzta vikublaði landsins. Já, svona geta forlögin verið snúin. FRAMAN við pollinn, sem gæsirnar synda á, er fjöru- kambur og skilur hann frá opnu úthafinu, sem þarna heit- ir Faxaflói. Fjaran er þakin rusli, eins og flestar fjörur í nágrenni menningarinnar. Hér má sjá skófatnað af öllu tagi, vettlinga, ryðgaðar niðursuðu- dósir, flöskur af ýmsum gerð- um og ber mest á hvítum plast- flöskum undan þvottalegi, af mismunandi styrkleika. Það er mikið „upplifelsi“ að hnýsast í svona fjörur, þar er margt að sjá og skoða og heyra. Auðvelt er að finna hluti sem setja má í samband við „trag- ískar“ frásagnir í stíl við „Legg og skel“, en þar sem Jónasi tókst svo bærilega upp, látum við slíka iðju lönd og leið, og nægja ljósmyndir af „tragísk- um“, gúmmívettling sem ein- hver hefur tyllt á uppreista fjöl, og hauskúpu af stórgrip og tyllum fjöður hjá til upp- lífgunar. Og þá höfum við tvær kyrralífsmyndir. og yfirgefum þessa fjöru. En vel á minnst, þetta er sama fjaran og fjaran á Snæ- fellsnesi og fjaran á Raufar- höfn, allt er þetta sama fjaran. OG samt sem áður, leggjum við leið okkar í aðra fjöru og sú fjara er þó nokkuð frá- brugðin þeirri sem við vorum að skoða. Hér húka kumbaldar grásleppuveiðara á kambinum og láta lítið yfir sér. Þeir standa á mörkum fjöru og túns og eru eins og flestir kofar af þessari gerð, settir saman úr sundurleitu spýtnarusli, klæddu bárujárni og tjöru- pappa. Skammt frá kumböld- unum kúrir trilla á hleinum og nýtur stuðnings búkka, sem standa við sinn hvern byrðing- inn. Trillan er með rúff og stýrishús, sem á er málað hið veglega nafn „Álfaborg“, á að gizka tveggja tonna far, hvít- málað ofan sjólínu, en botninn er grænn. ÞEIR sem umgangast þennan stað, eru greinilega reglu- samir með sína hluti, það sann- ar dótið umhverfis kumbald- ana, en því er öllu raðað saman á snyrtilegan hátt. Vör er engin í nánd, aðeins slétt fjaran framundan, og op- inn flóinn. Þegar báti er brýnt, er hann settur á fjórhjóla vagn og dreginn upp á kambinn með bíl. Innar sér til Hafnarfjarðar og ströndin til vesturs leiðir sjónir til Keflavíkur, sem enda- punkts Reykjaness héðan séð. UTARLEGA á Alftanesi, hafa nokkrir arkitektar komið sér upp íbúðarhúsum, sem við mundum kalla villur, með dýru útsýni til allra átta. Óneitan- lega er útsýni fagurt af Álfta- nesi, enda fýsir marga að eiga þar heima, þó tækifæri sé ekki öllum gefið til þess arna, sem vonlegt er. Ekki er hægt að segja að ? ) 1 34 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.