Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 29
SÓLGLERAUGU TÍZKAN 1965 ECHTENIA sólgleraugu vöktu geysilega athygli á vörusýningum. ECHTENIA sólgleraugu eru komin. FALLEG VÖNDUÐ FARA VEL Þér getið valið þá gerð af ECHTENIA sólgleraugum sem yður klæðir. aðeins þekkt vörumerki og því ávallt beztu fáanlegu vörur hverju sinni. heildsölubirgðir H. A. TULINIUS — heildverzluit Hvernig haíði hún yfirleitt komizt á þennan bekk i Bryant Park? Ef til vill hef ég verið drukkin, hugsaði hún, kannski hef ég gleymt öllu þess vegna ... Nú var klukkan að verða hálf- sex. Um eittleytið hafði hún verið hjá Alice Jackson. Meira en fjórar klukkustundir voru þá liðnar, meira en fjórar klukku- stundir, sem hún hafði alveg misst úr! Feiti maðurinn sat ennþá á bekknum gegnt henni. Rautt kiumbunefið glansaði. Loren stóð á fætur. Það þýddi ekkert að sitja hérna lengur og hugsa um, hvað gerzt hafði. Það var aðeins um eina skýringu að ræða: sennilega hafði hún drukk- ið fulimikið, ekið síðan á skrif- stofu frænda sins, en skipt um skoðun, gengið yfir i skemmti- garðinn og setzt á bekkinn til að sofa úr sér vímuna. Óhugsandi, tautaði Loren, al- gerlega óhugsandi! Slíkt hefur aldrei nokkurn tíma komið fyrir mig... Þegar hún gekk framhjá manninum, gaf hún honum horn- auga. Aftur hafði hún á tiifinning- unni, að hann hefði rétt sem snöggvast litið til hennar hálf- luktum augum ... Loren hélt nú upp í 42. stræti og tók þar strætisvagn að Wash- ingtontorgi. Á leiðinni þangað fór hún enn einu sinni yfir þetta í huganum. Hafði Bertha Mason komið til Alice Jackson? Ef svo var, þá hlaut henni að hafa orðið meira en litið um að sjá Loren svona ... Hún fór út úr vagninum og gekk yfir 10. götu í áttina að húsasamstæðunni, þar sem hún leigði. Henni leið ennþá herfilega og þráði að komast í kalt bað. Þegar hún tók húslykilinn upp úr veskinu sínu, fann hún saman- brotinn miða. Loren mundi ekki eftir þess- um miða. Hún sléttaði úr hon- um. Á honum stóð skrifað símanúmer. Og undir því með stórum prentstöfum: A. J. —v— Iskalt steypibað og tveir kaffi- bollar gerðu Loren aftur kleift að hugsa skýrt. En eina endurminningin um síðdegisstundirnar var eitt alls- herjar tóm. Loren fór í ljósbláan slopp og hvíta ilskó, síðan lét hún fallast í stóra, rósótta hægindastólinn, greip simtólið og hringdi til frænda síns í Stamford. Hann hlýtur að vera heima, hugsaði hún. Ætti ég að segja honum, hvað kom fyrir mig? Því að það er ekki ómögulegt, að ég hafi komið við á skrifstof- unni hans og ... „Halló," sagði kunnugleg rödd kjaliarameistarans, Charlesar. „Góðan daginn, Charles, er Alex frændi kominn heim?" „Nei, því miður, ungfrú Loren, Hr. Hartiey er enn í klúbbnum sinum. Ég býst við, að hann komi seint heim." Að sumu leyti létti Loren, að öðru leyti þótti henni miður. Alex Hartley var henni nefni- lega meira en frændi: hann var bezti vinur hennar, a. m. k. sá bezti yfir sextugt. Ósjálfrátt varð Loren litið yfir á litlu hilluna, þar stóð ljós- mynd af ungum manni. Peter Sayers... 28 ára, kol- svart hár, brún augu, ótrúlega einbeitnislegur hökusvipur — og töfrandi drengjabros... „Viljið þér segja frsenda, að ég hafi hringt?" sagði Loren. „Já, ungfrú Loren. Ætlið þér að koma hingað um helgina?" Loren virti enn fyrir sér mynd- ina af Peter Sayes. Bros hans var blátt áfram smitandi! „Ég veit það ekki almenni- lega ennþá," sagði hún hikandi. Hún hafði veika von um, að Peter kæmi til New York um helgina. Og yrði kannski fram á mánudag... „Ég hringi aftur í fyrramálið, Charles," sagði hún og lagði á. • •«••• Framh. á bls. 48. FÁLKINN 2S

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.