Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 18
a Loren Hartley va'knaði. Henni var iilt í höíðinu. Hún fann til óþægilegs hita og opnaöi augun hægt. í nokkrar sekúndur skildi hún hreint ekki neitt. Hvað er að mér? hugsaði hún. Mig hlýtur enn að vera að dreyma... En hana var ekki að dreyma. Hún sat á bekk í Bryant Park. Síð- degissólin varpaði skáhöllum geislum yfir skrifstofubyggingar New York-borgar. Loren Hartley rétti úr sér. Hún kenndi til i bakinu, vinstri handleggurinn, sem hafði hvílt á járnarmi bekkj- arins, var hálfdofinn. Hvérnig er ég hingað komin? hugsaði hún með sér og leit á armbandsúrið sitt. Visarnir sýndu tuttugu mínút- ur yfir fimm. Það getur ekki verið! sagði Loren við sjálfa sig. Hvað kem- nr til, að ég vakna kl. 5.20 á bekk í Brytant Park — án þess að vita, hvernig í ósköpunum ég hef komizt hingað ...? Hún litaðist um. Á bekknum andspænis henni mókti feitur gamall maður. Svitadropar höfðu myndazt á skaila hans. Hann var í móleitri skyrtu opinni í hálsinn. AJlt í einu fannst Loren Hart- ley maðurinn depla augunum til hennar. En þegar hún skoðaði hann nánar, virtist hann vera sofnað- ur aftur. Hann byrjaði að hrjóta svolítið, hér um bil á fulláber- andi hátt. Hann kipraði augun meira að segja eilítið saman ... Loren dró vasaklút upp úr vasanum á gulu kápunni sinni og þerraði svitadropana af enn- inu. Hún opnaði veskið sitt og greip spegilinn, ennþá ringluð, og leit í hann. Dökkgrá augu hennar, nú ofurlítið bólgin, horfðu spyrj- andi á spegilmynd sína. Ég man bara alis ekki, hvern- ig ég komst hingað, hugsaði hún aftur. Hvað er eiginlega að mér...? Hún leit þvert yfir skemmtigarðinn í áttina að 40. stræti. 18 FÁLKINN Milli trjánna gat hún greint háu, mjóu skrifstofubygginguna, þar sem hún og Alex, frændi hennar — Og í þessu minnist hún skyndilega alls ... —v— „Ég fer í fyrra lagi heim í dag,“ sagði Alex Hartley. „Ég ætla að spila golf.“ „Góða skemmtun," svaraði Loren Hartley, sem stóð við hlið- ina á borðinu í skrifstofu frænda síns. Hún leit á klukkuna. „Hún er tíu mínútur yfir tólf.“ „Farðu þá að borða, Loren," sagði Alex Hartley og skellti aftur skrifborðsskúffunni sinni „Þú þarft heldur ekki að vinna lengur í dag. Það liggur ekkert fyrir, sem ekki má bíða til mánu- dags.“ Alex Hartley var kraftalegur maður, hátt á sjötugsaldri. Hann var sólbrenndur, hafði þykkt, grátt hár og skarpa andlits- drætti. Hann leit út eins og hann eyddi mestum tima sinum á golf- vellinum. Þrátt fyrir það átti hann sæti í fulltrúaráði all- margra fyrirtækja og var að auki happadrjúgur kaupsýslu- maður með eigin skrifstofu í 40. stræti milli 5. og 6. götu. „En ég á eftir að vélrita nokk- ur bréf í viðbót," sagði Loren. „Á ég nú samt ekki að Ijúka þeim af í snatri eftir matinn? Heldur vil ég vinna aðeins meira á föstudögum og því minna á mánudögum," bætti hún við brosandi. „Nú lítur þú út alveg eins og Doris Day,“ sagði Alex og brosti I kampinn. Nær allir bentu Loren Hartley á, hversu mjög henni svipaði til Doris Day, og henni gramdist það stundum svolítið. Alex Hartley hallaði sér aftur á bak í rauða leðurstólinn sinn. „Hvernig er það, Loren? Ætl- arðu að vera heima um helg- ina?" Heima... Alex frændi gat eða vildi alls ekki venjast þeirri tilhugsun, að Loren hafði leigt sér sina eigin íbúð í tíundu götu fyrir hálfu ári og bjó þar. Þegar Alex frændi talaði um „heima" átti hann ennþá við hús- ið sitt í Stamford, þar sem Loren hafði búið, frá þvi að foreldrar hennar dóu, er hún var ung að aldri. Og þegar frændi hennar sagði „Loren“, átti hann ennþá við litlu stúlkuna, sem hún hafði verið þá.... „Ég hringi," sagði hún. „Senni- lega kem ég út í Stamford, en ég hringi áður. Er annars nokk- uð fleira, sem ég á að gera?“ Hann þurrkaði sér um háls- inn með vasaklút. „Þetta er nú meiri hitinn," sagði hann, „viltu kannski vera svo góð að skrúfa frá loftræst- ingunni?" Loren gerði það. Risavaxið kælitæki, sem hékk niður úr loftinu byrjaði að suða og snú- ast. Loren opnaði hurðina, brosti enn einu sinni til frænda síns, síðan gekk hún út. Loren yfirgaf skrifstofuhúsið og hélt í áttina að fimmtu götu. Hún bar sumarkápuna á öxl- unum. Það var áberandi kápa, sem glampaði á í síðdegissólinni eins og brennisóley. Loren Hartley beygði í norður- átt. Hún var einmitt mitt á milli steinljónanna fyrir framan bóka- safnið, þegar hún heyrði allt I einu kvenrödd fyrir aftan sig. „Loren! — Haíló, Loren Hart- ley!" Hún nam staðar og sneri sér við. Stúlka á hennar aldri, aðeins lítið eitt lægri og feitlagnari, kom í áttina til hennar brosandi út undir eyru. Á Ijósu hárinu var blóm- skreyttur hattur. Hún staðnæmd- ist fyrir framan Loren með út- breiddan faðminn. „Nei, hvílík tilviljun! Loksins hittumst við þá aftur, Loren!" Ég hef aldrei nokkurn tíma séð þessa manneskju, hugsaði Loren. Eða getur annars ver- ið...? Meðan hin faðmaði hana að sér I gleði endurfundanna, hugs- aði Loren döpur. Þetta eru hrein- ustu vandræði með mig... ég hef alveg ömurlega lélegt minni! „Hva, þt-kkirðu mig ekki?" spurði unga stúlkan. Nærri þvi ásakandi leit hún á Loren. „Manstu þá virkilega ekki leng- úr eftir mér?“ »Ég...“ „Alice Jackson! Ég er hún Alice Jackson!" Og svo stóð bun- an út úr henni: „Við vorum saman í menntaskóla! Ja, það voru nú meiri tímarnir — sér- staklega í enskunni hjá Miss Dresser! Ég sat við hliðina á honum Kenny, sem alltaf átti svo erfitt með að læra tíðirnar. Jæja? Manstu nú eftir mér?“ Ég hef enga hugmynd, hugs- aði Loren, ekki þá allra minnstu. En hún vildi ekki láta á því bera, hún vildi ekki eyðileggja ánægjuna fyrir hinni. „Jú, auðvitað... að sjálf- sögðu ...“ sagði hún og reyndi að brosa. „Þú ert hún Alice Jack- son!“ Hún vonaði, að þetta hefði hljómað nógu sannfærandi. Til frekara öryggis bætti hún við: „En hvað það var gaman að hitta þig loksins aftur.“ „Ég vissi, að þú myndir þekkja mig!“ hrópaði Alice Jackson fegin. „Auðvitað, Alice." En það var alls ekkert auð- vitað. Hvernig sem hún reyndi, gat Loren ómögulega munað eftir neinni Alice Jackson — og held- ur ekki einhverjum Kenny, sem hafði átt erfitt með að læra tíð- irnar... Miss Dresser? Jú, Loren mundi greinilega eftir Miss Dresser, enskukennaranum. Miss Dresser hafði verið digur, subbulega klædd kona, sem var hrifin af kvæðum Byrons lávarð- ar og hafði kvalið bekkinn með fyrirlestrum um hann. „Reyndu að ímynda þér, hvern ég hitti í morgun!" hélt Aiice áfram. „Þér tekst aldrei að geta upp á, hver ætlar að borða há- degisverð með mér í dag!" Nei, hugsaði Loren, því myndi ég áreiðanlega aldrei geta upp á ... Þrátt fyrir það gerði hún sér far um að spyrja eins eftir- væntingarfull og henni var unnt: „Nú, hver þá?“ „Bertha Mason!" hrópaði Alice Jackson sigri hrósandi. „Henni geturðu ekki hafa gleymt, eða hvað?" Samstundis minntist Loren Berthu Mason: hárrar og grann- vaxinnar stúlku, sem var illa við Framh. á bls. 26.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.