Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 46

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 46
HEILDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SIMI 2 4120 PIERPONT-ÚR Módel 1965 Þetta er vinsælasta fermingarúrið í ár. — Mikið úrval fyrir dömur og herra. Sendum gegn póstkröfu. GARÐAR ÓLAFSSON úrsm. Lækjartorgi — Sími 10081. • Jón Gíslason Framh. af bls. 39. ólík frá kynslóð til kynslóðar, þó undirrótin sé alltaf sú sama, ein og hin sama, jafnt í ham- ingju, afbrýði, hatri og leynd- ustu ráðum. 6. Níels Fuhrmann komst í kynni við unga stúlku af norsk- um uppruna, sennilega frá Björgvin, því að það kemur fram í heimildum, að hún var kunnug öllum hnútum þar í borg, en Fuhrmann var einmitt líka upprunninn þaðan. Hann hafði snemma verið slyngur við kvennaveiðar, og vitnar hún til þess síðar, þegar þau voru orð- in ósátt. Stúlka þessi hét Apollonía Schwartzkopf. Er nafnið þýzkt og bendir til, að hún hafi i ættir fram verið sunnan úr Þjóðverjalandi, en þýzkir höfðu löngum mikil skipti í Björgvin. Ekki er vitað með vissu, hvenær eða hvernig fundum þeirra Fuhrmanns og Schwartz- kopf bar saman, né hvenær kynni þeirra hófust. En líklegt er, að það hafi orðið í Kaup- mannahöfn. En hitt er víst, að Fuhrmann hreifst af fegurð hennar og naut fylgilags henn- ar um skeið og hét henni eigin- orði löglega. En hann rauf heit sitt síðar, svo sem bert er. Schawartzkopf er svo lýst, að hún var óvenjulega fögur og hrífandi, dökkhærð, en björt og fínleg yfirlitum. Hún var kven- leg og heillandi í framkomu, óvenjuleg í fegurð sinni og kvenlegri hrifni og hafði seið- andi mátt í framkomu allri og látbragði. Var því ekki óeðli- legt, að hinn ungi heimsmaður, Níels Fuhrmann hrifist af henni. En ást hans varð furðu skammvinn. Apolloníu Schwartzkopf virð- ist hafa fallið það mjög þungt, þegar Fuhrmann rauf heit sitt við hana, enda eðlilegt frá sjónarmiði aldarandans og hags hennar. Hún virðist hafa haft skýrar sannanir fyrir giftingar- heiti hans og notfærði sér það að lögum aldarinnar. Hún hóf mál á hendur Fuhrmanni fyrir heitrofið og sótti það af hörku og dugnaði. Bróðir hennar, Franz Schwartzkopf, var hár- kollumeistari í Kaupmanna- höfn, og veitti hann systur sinni lið við málareksturinn. Fyrst fór málið fyrir sérstaka tilkveðna nefnd, og vann Schwartzkopf málið þar. Síðan var því vísað til hæstaréttar, og vann hún það einnig þar. Var Fuhrmann dæmdur til að giftast henni og greiða henni tvo þriðju embættislauna sinna, þar til gifting hefði farið fram. Dómur þessi er allþungur, og hlýtur eitthvað að liggja að baki hans meira en einfalt heit- rof. Sennilegt er, að Schwartz- kopf hafi getað sannað, að Fuhrmann hafi tælt sig til fylgilags með hjúskaparloforði eða þá, að hún hafi alið hon- um barn eða hvortveggja hafi verið. En heimildir um þetta eru ekki lengur fyrir hendi, því að málskjöl brunnu árið 1794 ásamt öðrum gögnum hæstaréttar. En það sætir furðu, að hin- ir íslenzku sagnamenn skuli ekki greina frá þessu máli meira en þeir gera, því að þeir hafa hlotið að vita um það. Heimildir um þetta mál eru því furðu ófullkomnar, og er það einkennilegt, að ekki skyldi vera minnst á það meira en gert er í málarekstrinum, er síðar varð hér á landi, og brátt verður vikið að. Fuhrmanni amtmanni hefur sjálfsagt þótt bitur hæstarétt- ardómurinn í máli þessu, en hann félll 24. febrúar 1721. Jafnframt er hægt að sjá af heimildum, að heimafólk á Bessastöðum var vitandi vænt- anlegrar komu Schwartzkopf til Bessastaða sumarið 1722, eins og eftirfarandi saga sýnir. Fuhrmann amtmaður hafði matráðskonu, er virðist hafa komið með honum til landsins sumarið 1718. Hún hét Katrín Hólm. Virðist hún hafa verið ekkja. Jafnframt var vinnu- kona í þjónustu hans, er hét Maren Jespersdóttir. Sennilegt er, að hún hafi verið dönsk. Mjög var dátt með þeim Kat- rínu og Marenu, og höfðu þær komizt í nokkur kynni við fyr- irfólk í grennd Bessastaða, meðal annars varalögmanns- frúna í Nesi við Seltjörn, Þór- dísi Jónsdóttur. Greinilegt er, að Katrín Hólm var ekki geð- felld væntanleg koma tilvon- andi brúðar amtmannsins, enda var það eðlilegt, eins og síðar kemur í Ijós. Svo bar við vorið 1722, að Katrín Hólm sendi Marenu Jaspersdóttur til Ness við Sel- tjörn til fundar við Þórdísi Jónsdóttur, konu Níelsar Kærs, enda var mikil vinátta milli Ness og Bessastaða, sem Framh. á næstu síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.