Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 13

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 13
Skömmu síðar sat Sigfús Jensson aftur andspænis saka- dómaranum. „Vitið þér hvers vegna þér eruð hingað kominn?“ spurði sakadómari. Sigfús hrökk við. Maðurinn var farinn að þéra hann aftur. Það hlaut að vera annað og meira að en einfaldar spurningar. „Nei, ég veit ekki annað en ég var sóttur í skólann af lög- regluþjónum.“ „Vitið þér, hvers vegna ég vil tala við yður?“ „Nei,“ sagði Sigfús hinn rólegasti. „Ég talaði við Sigurð Róbertsson vin yðar rétt áðan.“ „Og hvað um það?“ „Hann her það, að þér hafið farið út um nóttina sem Gréta var myrt.“ „Gerir hann það?“ „Já.“ „Ég fór að kaupa flösku." „Það hefur annað vitni gefið sig fram og svarið þess eið að hafa séð ykkur Grétu ganga saman götuna, þar sem hún fannst myrt, um tvöleytið aðfaranótt síðastliðins sunnudags.“ „Það er lygi.“ „Ég held ekki.“ Sigfús vætti varirnar og sakadómarinn sá að svitinn perl- aði á efri vör hans, eins og fyrsta daginn sem hann yfirheyrði hann. Samt virtist hann vera rólegur. „Drápuð þér hana?“ Sigfús hristi höfuðið ákveðinn. „Nei, helvítið hann Gunnar Hansson gerði það.“ Sakadómarinn starði á Sigfús. Hvernig gat drengurinn verið svona eftir það, sem á undan var gengið. „Af hverju segið þér, að Gunnar hafi myrt hana?“ spurði hann. „Hann fór með hana út og reyndi að kyssa hana. Hann káfaði á henni með skítugum höndunum og —“ „Og hvað?“ „Ekkert.“ „Og hvað?“ spurði sakadómari óþolinmóður. „Og hvað ætl- arðu þér að segja?“ „Það var honum að kenna, að hún dó.“ Það varð smáþögn og svo sagði sakadómari snöggt: „En það varst samt þú Sigfús, sem kyrktir hana.“ Hryllingsglampi kom í augun á Sigfúsi og varir hans titruðu. „Ég gerði það óvart,“ sagði hann hásum rómi. „Hún vissi ekki hvað hún sagði. Ég hitti hana á horninu og.. Hann þagnaði og greip fyrir munn sér með skelfingarsvip. „Hvað var ég að segja?“ veinaði hann. „Heldurðu að það sé ekki kominn tími til að þú segir mér allt af létta?“ spurði sakadómarinn. Sigfús strauk hendinni þreytulega um enni sér. „Ég vissi, að hún var að fara á bak við mig, þegar ég sá, að hún fór ekki á ballið. Ég fór heim til Sigurðar og við — við drukkum dálítið mikið. Svo var vínið að verða búið og ég bauðst til þess að fara út og kaupa flösku. Ég tók bíl og svo fór ég úr við Stakkaveg og ég ætlaði að ganga til Sigga. Ég — ég ætlaði bara að vita, hvort það væri ljós í glugganum hennar Grétu. Nú og svo — svo hitti ég hana. Ég bað hana að koma með mér en hún vildi það ekki. Hún var eitthvað svo undarleg og æst. Ég ætlaði að kyssa hana, en hún ýtti mér frá sér og svo sagði hún dálítið, sem hún meinti ekki. * Ég veit að hún meinti ekkert með því.“ Hann þagnaði. „Hvað sagði hún?“ „Hún sagði, að ég væri smábarn og asni og Gunnar, kvænti maðurinn sem hún hefði verið úti með, kynni sitt af hverju fyrir sér. Hún gaf hitt og þetta í skyn. Andstyggilegt. Hún vissi að það var ekki satt, en ég varð reiður við hana.“ „Hvernig stóð á því að þú kyrktir hana?“ „Það var kalt og ég hafði látið trefilinn minn um hálsinn á henni, því kápan hennar var flegin í hálsinn og hún var eitthvað svo ber. Ég var hræddur um að henni yrði kalt. Ég tók um trefilinn og ætlaði bara að hrista hana til. Ég man ekki meira fyrr en hún féll til jarðar þegar ég sleppti. Ég varð svo hræddur, ég trúði því ekki, að hún væri dáin. Svo lyfti ég henni upp og bar hana undir tröppurnar. Ég gat ekki látið hana liggja svona eina úti á götu. Þér hljótið að skilja það?“ Hann leit biðjandi á sakadómarann. „En það var ekki ég, sem drapa hana. Það var ekld ég. Ég vildi ekki meiða hana. Það var þessi Gunnar, sem gerði það. Ef hann hefði ekki fengið hana til að segja þetta, þá hefði ég aldrei gert þetta.“ Sakadómarinn hallaði sér aftur á bak í stólnum. Hann fann aðeins til mikillar þreytu og meðaumkunar með þessum vesa- lings unga pilti, sem skildi ekki einu sinni glæpinn, sem hann hafði framið. „Voruð þér virkilega fús til að láta saklausan mann og fjögurra barna föður fara í fangelsi fyrir glæp, sem þér höfð- uð drýgt?“ „Já, því það var hann, sem drap hana í alvörunni, það voru bara hendurnar mínar sem frömdu glæpinn.” Sakadómarinn hristi höfuðið og leit á lögregluþjónana. „Færið hinn ákærða á brott,“ sagði hann. ENDÍR. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.