Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 24

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 24
Framh. af bls. 23. Hvar kaupið þér fallegri sófasett? Etna, Mílan og Cairo eru nöfn á vönduðum, stílhreinum og þægilegum sófasettum. Fást aðeins í SKEIFLNNI Kjörgarði Kæri Astró, Mig langar mikið til að vita um framtíð mína. Ég er fædd kl. 4.15 að nóttu til. Ég hef mestan áhuga á skemmtunum og ferðalögum. Ég hef hugsað mér að fara á skóla órið 1965—’66. Getur það orðið? Einnig langar mig til að vita um ástamálin, hvort ég muni giftast seint eða snemma. Og í hvaða merki mundi maðurinn minn verða fæddur? Hvaða starf hentar mér bezt! Á ég eftir að fara til útlanda? Hvernig manni giftist ég? Með fyrirfram þökk, Lára. Svar til Láru: Það er mjög vel til fundið fyrir þig að læra eitthvað, því þér mun ganga vel í námi, og það mun verða lykill að vel- gengni þinni í lífinu. Þú hefur ágæta námshæfileika og nógu mikinn metnað til að vilja kom- ast áfram við nám, en leyfðu ekki fljótfærnislegum ákvörð- 24 FÁLKINN unum að trufla námið, því þú mundir sjá eftir því alla æfi. Þig mun langa til að komast í nokkuð góða þjóðfélagsað- stöðu, þegar fram líða stundir. Þú ættir einnig að leggja stund á einhverjar listgreinar, ekki endilega til að vinna afrek á þeim sviðum, heldur þér til ánægju og það gæti komið sér vel síðar, einnig skaltu kynna þér sem bezt góðar bókmenntir og verða sem bezt að þér í sem flestu sem að gagni má koma fyrir metnað þinn. Með nægilegri og réttri þjálf- un gætu ýmis ritstörf fært þér góðan skilding og ég held að þú þurfir ekki að kvíða því að fjárhagurinn verði erfiður hjá þér persónulega, þó ættir þú sem minnst að hafa með fjármál annarra að gera. Merkúr í öðru húsi bendir til að vissar hliðar fjármálanna verði tengdar störfum hugræns eðlis. Þú munt að öllum líkindum ferðast nokkuð mikið um æv- ina og mun frekar verða um styttri ferðalög að ræða, og þau munu einnig verða þér til meiri ánægju. Þú hefur einnig löng- un til utanlandsferða en varla muntu ílendast ytra. Sumarið 1966 og einnig 1967 og ’68 munu verða hagstæð til utan- landsferða. Það væri að öðru jöfnu einna bezt fyrir þig að giftast manni sem fæddur er í Nautsmerkinu. Ekki reiknað með bömum á hótelum „Þú sagðir áðan, að maður- inn þinn þyrfti svo oft að fara til Þýzkalands vinnu sinnar vegna. Hefurðu þá farið með honum í þessar ferðir?“ „Ég hef mjög oft farið með honum og þá auðvitað tekið þann litla með — nema smá- tíma þegar hann var í fóstri hjá afa og ömmu í London. Enda er hann aldeilis búinn að ferðast. Ég fór með hann mán- aðargamlan frá íslandi til Eng- lands og þaðan til Frakklands og síðan er hann búinn að fara þrisvar milli Frakklands og Englands og 6 sinnum yfir landamæri Þýzkalands og Frakklands auk alls þess sem hann er búinn að ferðast innan Frakklands. Og svo verður Rómarferðin næst.“ „Eru ekki miklir erfiðleikar á að ferðast svona mikið með lítið barn?“ „Jú, auðvitað. Það þarf að hafa svo mikinn farangur með, rúm, föt, og heil ósköp af bleyj- um, því að maður veit ekki, Framh. á næstu síðu. Þú hefur það merki á geisla sjöunda húss. Það er þó nokkuð algengt, að Sólmerki makans sé hið sama og er á geisla sjö-, unda húss hjá manni sjálfum. Þetta er þó ekki einhlítt, og er margt sem til greina kemur í sambandi milli korta með tilliti til hjónabands, én ég held að maður sem fæddur er í Nautsmerkinu eða Meyjarmerk- inu og jafnvel Bogmannsmerk- inu ætti vel við þig. Þú hefur Venus í Steingeitarmerkinu, og það bendir nú til heldur kaldra og meira praktískra ástartil- finninga. En þú hefur aftur á móti Sporðdrekamerkið rís- andi, og það er mikið tilfinn- ingamerki„ og gerir það að verkum að þú ert ekki eins kaldlynd og Venusinn segir til um. Þú skalt athuga vel þinn gang, þegar þú velur þér starf. Ýmis skrifstofustörf mundu henta þér vel svona til að byrja með og á meðan þú ert að átta þig á því hvað þú raun- verulega vilt. Það er mikið undir því komið hvernig þér sækist námið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.