Fálkinn - 17.05.1965, Qupperneq 7
SAMTAL VIÐ FRÚ MARGRÉTI THORS
UM LÍFIÐ Í KONGÓ
TEXTI: STEINUNN S. BRIEM
MYNDIR: SIGURJÓN JÖHANNSSON
OG ÞORSTEINN JÓNSSON
Þýðir ekki að geía litlum
börnum lausan tauminn
„Hvar í landinu vóruð þið?“
„Mestallan tímann í Leopoldville, en
einn mánuð í Kivu héraði, í bæ sem
hét Bukavu. Þetta er hátt uppi í fjöll-
um og loftslagið hreinn unaður. Það
er óskadraumur allra flugmannanna að
komast þangað, og við skiptumst á að
búa þar. íbúarnir eru af tveim ætt-
flokkum, yfirstéttin er Hamítar, há-
vaxnir stórglæsilegir menn, 7—8 fet
á hæð, þeldökkir en ekki með andlits-
fall svertingjanna, skrautlegt fólk, og
svo dvergár, 4—5 fet á hæð, sem not-
aðir eru-í skítverkin, bardaga, akur-
yrkju og erfiðisvinnu af öllu tagi. Það
var í Bukavu sem tuttugu ítalskir flug-
menn voru síðar myrtir.“
„Ætli glansinn hafi þá ekki eitthvað
farið að minnka?“
„Ja, sjáðu til, mikið af svertingjun-
um er eins og smábörn að þroska, og
það þýðir ekki að gefa litlum börnum
lausan tauminn og búast við, að allt
fari vel.“
^ Ólafur litli er ekkert
hræddur við afrísku
galdralæknana, enda veit
hann, að á bak við
grímurnar eru bara syst-
ur hans, Anna og
Margrét. Elzta systirin,
Ingibjörg, var I skóla-
ferðalagi, svo að hún gat
ekki verið með á mynd-
unum.
Frú Margrét Thors á
heimili sínu í Reykjavík.
Á veggjunum hanga af-
rísk spjót, bogi og örv-
ar, trumba, litskrúðugar
myndir og aðrar minjar
frá dvölinni í Kongó.
Stelpurnar döfnuðu prýðilega
í Kongó
„Á hvaða aldri voru börnin ykkar?“
„Þegar við fórum fyrst til Kongó,
var Margrét eins og hálfs árs, Anna
þriggja og hálfs og Ingibjörg fjögurra
og hálfs.“
„Varstu ekkert kvíðin að fara með
svo lítil börn suður til Afríku?“
„Nei, ég hlakkaði svo til að fara, að
enginn ótti komst að. Og stelpurnar
döfnuðu prýðilega í Kongó.“
„Þurftuð þið ekki að fá kynstrin öll
af sprautum áður en þið lögðuð af
stað?“
„Jú, jú, við vorum áreiðanlega tvo
mánuði í sífelldum sprautum við alls
►