Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Qupperneq 8

Fálkinn - 17.05.1965, Qupperneq 8
konar sjúkdómum, m. a. berklum sem eru landlægir í Afríku." „Fenguð þið enga hitabeltissjúk- dóma?“ „Við Margrét litla fengum báðar malaríu. Þó tókum við öll inn lyf móti henni fimm daga í viku — meira mátti ekki — en Leopoldville stendur á mýri og loftslagið er mjög heitt og rakt, svo að það er erfitt að útrýma malaríunni.“ Leopoldville íögur og nýtízkuleg borg „Hvernig kunnirðu við borgina?" „Hún er dásamlega fögur, hrein, ný- tízkuleg og þægileg. Við bjuggum í indælu einbýlishúsi í einu úthverfinu og höfðum stóran garð þar sem allt óx hér um bil óviðráðanlega — meira að segja ég sem hafði orð á mér hér heima fyrir að drepa jafnvel lífseigustu plönt- ur, réð ekkert við þennan ofsalega gróður. Blómstrandi runnar og tré, stór og litskrúðug blóm, mímósur, kaktusar, ávaxtatré, allt óx og dafnaði ævintýra- lega.“ „Voru ekki slöngur í görðunum?“ „Nei, það var lögboðið að hafa gras- ið alltaf snöggt og flatirnar voru slegn- ar annan hvern dag. Það kom aðeins einu sinni fyrir, að ég sæi slöngu, meðan við vorum í Afríku, og það vár á veg- inum frá flugvellinum, en hann lá gegnum skóginn. Slangan sú var engin smásmíði, minnst fjórir metrar á lengd og tveir hnefar á þykkt, sennilega kyrkislanga. Ég var ein í bílnum með Ingibjörgu, og einhver kona þarna rétt hjá æpti til mín, að ég skyldi keyra yfir kvikindið og drepa það, en ég þorði það ekki fyrir mítt líf, enda hafði ég heyrt, að slöngur sem ekki tækist að drepa, eltu mann uppi og dræpu í hefndarskyni, og auk þess ejr sagt, að makinn hætti ekki fyrr eþ hann sé búinn að drepa þá sem hanti á sökótt við. Jæja, ég snarhemlaði bara og glápti á slönguna stjörf af hræðslu, og hún skreið sína leið út í skóg, eflaust ekki síður hrædd við mig en ég við hana.“ „Hvaða mál eru töluð í Kongó?“ „Þau eru nú um fimmtíu talsins, en mest er töluð franska. Við töluðum oftast frönsku, svo ensku við þá sepl hana skildu, og lingala við svertingjaná. Það er mjög fallegt tungumál.“ Engin aðskilnaðarsteína „Umgenguzt þið svertingjana mikjð eða aðallega hvíta fólkið?“ „Hvort tveggja. Þarna var fólk af ótal þjóðernum og svertingjarnir af fjöl- mörgum og ólíkum ættflokkum. Það var engin aðskilnaðarstefna, þótt hvítu mennirnir byggju í sínum hverfum og svertingjarnir í sínum, því að hverfin lágu saman og það var frjálslega farið á milli. Ég skal játa, að við Norðurlanda- búarnir vorum öðruvísi sinnaðir gagn- vart svertingjunum en t. d. Ástralíu- menn og Suður-Afríkanar, og sumir kunningjar okkar voru stórhneykslað- ir, að við skyldum umgangast svertingj- ana eins og jafningja okkár, en mér fannst nú lágmarkskurteisi að reyna að koma vel fram við þá þegar við vorum gestir í landi þeirra, enda er ekki gott að búa í landi og setja sig upp á háan hest og þykjast vera eitthvað fínni og merkilegri en íbúar þess. Þegar við komum fyrst til Kongó, voru hvít börn höfð í sérskólum, en meðan við vorum þar, voru gerðar breytingar á löggjöf- inni og hvít og svört börn höfð samah í skólum — það líkaði mér ólíkt betur.“ A Afrísk fegurðardís með sígilda greiðslu, hárið allt i smáum fléttum. Ljóst hörund og slétt hár þyk- ír mjög fallegt í Afríku, en þunnar varir og mjó nef teljast mikil óprýði á hvftum konum. Svarta barnfóstran Umar- ina með telpurnar þrjár, Ingibjörgu, Önnu og Mar- gréti. Umarina vissi ekki hvað hún var gömul að árum; hún reiknaði ald- ur sinn f regntímabilum, og það gat orðið dálítið ruglingslegt stundum. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.