Fálkinn - 17.05.1965, Qupperneq 10
SIENZKAR
HÚSMÆÐUR
OÐRUM
HEIMSALFUM
„En tíkin — urðuð þið aldrei
vinkonur?“
„Jú, jú, hræðslan fór alveg
af mér — við alla hunda.“
AðgerSaleysið
versti gallinn
„Hvað fannst þér ólíkast því
sem þú varst vön?“
„Ja, það var nú náttúrlega
margt, kannski mest sjálf til-
högun dagsins. Við fórum alltaf
á fætur klukkan hálfsex á
morgnana, því að þá var enn
sæmilega svalt, og aðalmáltíð
dagsins var morgunverðurinn
— á öðrum timum var of heitt
til að hafa mikla lyst. Við borð-
uðum venjulega papaya til að
byrja með — í garðinum val
papayatré, og 1 þeim ávextf
eru öll efni sem hægt er a§
hugsa sér, vítamín, sölt og nær-
ingarefni — drukkum ávaxta-
safa og fengum okkur síðan
egg og svínakjöt. Allt kjöt var
innflutt, því að nautgriparækt
er bönnuð í Kongó vegna hætt-
Framh. á bls. 24.
„Lausir léreftskjólar og opn-
ir sandalar voru þægilegasti
fatnaðurinn. Það er betra að
klæða af sér hitann en ganga
of ber.“
„Þoldirðu hitann vel?“
„Nei, ekki get ég sagt það,
við vorum alltaf blautar af
svita mæðgurnar, en Þorsteinn
er svo vel gerður, að honum
er sama hvort hann er uppi á
Grænlandsjöklum eða inni í
myrkviðum Afriku, honum er
aldrei of heitt og aldrei of kalt.
Við höfðum enga loftræstingu
i húsinu fyrstu tvö árin, en
eftir að við fengum hana, leið
mér miklu betur. Þá var hægt
að sofa í svölu lofti, og það
munaði mestu.“
Þorsteinn flaug með
Lumumba og Kasavubu
„Var Þorsteinn ekki mikið
að heiman í flugferðum?“
„Jú, hann vann hjá Afríku-
deild Sabena flugfélagsins og
var venjulega burtu 20 daga
af hverjum 30, mislengi í einu.
Hann flaug um landið þvert
og endilangt, stundum með
Lumumba, Kasavubu. og þessa
karla, og hafði oft margt spenn-
andi að segja þegar hann kom
heim.“
„Bjó þjónustufólkið í húsinu
hjá ykkur?“
„Nei, það var ekki til siðs.
Það kom snemma á morgnana
og fór aftur seinnipart dags-
ins.“
„Varstu ekkert hrædd að
búa ein í húsinu með litlu dæt-
urnar?“
„Nei, nei, við höfðum hund
eins og flestallir þarna, og það
var alveg nóg vörn. Það hlægi-
lega var, að ég var dauðhrædd
við hunda, jafnvel var mér
ekkert um þessa indælistik sem
við áttum, þó að hún væri
ósköp ljúf, en einn góðan veður
dag týndist hún og fannst
hvergi, og þá leitaði ég og leit-
aði að henni með öndina í háls-
inum og fann hana loksins
undir rúminu mínu — með
níu hvolpa!“
„Þú hefur ekki verið hrædd
við þá?“
„Nei, þessi litlu kríli voru
svo bjargarlaus og sæt.“
10
REYNIÐ ÞESSAR FRÁBÆRU JURTA- BOLLUR
175 gr Jurta-smjörlíkl
1/2 • mjólk
175 gr hveiti (sigtað)
1/4 tsk sait
2 tsk sykur
4-5 egg (eftir stærð)
Hitið mjólkina og Jurta-smjörlíkið að suðu-
marki, setjið hveitið, sykurinn og saltið í og
hrærið mjög vel. Deigið kæit, iátið í skál og
eggin látin f, eitt og eitt, hrært vel á milli.
Setjið deigið með skeið á Yei smurða plötuna.
Bakist í 45 mín. við góðan hita (375° F eða
190° C). Varizt að opna ofninn fýrstu 35 mín.
Sem fyllingu í bollurnar má nota t.d. rjóma og
sultu, rækju jafning eða. salat og ís.
jurfca
Allur bakstur
betri með
Jurta
## Þér Þufið að •
# reyna Jurta-smjörlíki •
• til að 5annfæra$c *
• um gæði þess.
í JURTA-smjörlíki eru nötuð þessi hráefni:
Fljótandi baðmullarfræsolía, hert jarðhnetuolía,
hert kökosfeiti, kókosfeiti, soyabauna-lecithin,
jurta-bindiefni, jurtalitur, undanrennuduft, salt,
vatn, kartöflumjöl, sítrónusýra, bragðefni og
A- og Dj-vítamín. í hverju grammi JURTA-
smjörlíkis eru 30 einingar af A- og 3 einingar
af Dj-vítamíni.
FALKINN