Fálkinn - 17.05.1965, Page 14
PETER O’TOOLE
hlaut heimsfrægð fyrir hlutverk
sitt í Arabíu-Lawrence, í sam-
nefndri kvikmynd. Ekki er svo að
skilja að Peter hafi ekki sýnt góð-
an leik áður, þvert á móti er hann
einn af viðurkenndustu sviðsleik-
urum Englands. En hingað til
hefur hann ekki verið sérlega á-
fjáður í að yfirgefa sviðið, en þó
hefur hann gert nokkrar undan-
tekningar.
Með Peter á meðfylgjandi mynd
er eiginkona hans, Sian, og er
myndin tekin þegar þau komu
til Taorminu á Sikiley. en þar tók
Peter á móti virðingarmestu verð-
launum sem ítalir veita fyrir kvik-
myndaleik.
HELDUR VIIMSÆLDUIVI
Því var spáð að Elvis Presley mundi fljótlega gleymast — hann væri svo
svo sem ekkert annað en venjuleg dægurfluga, eins og lögin sem hann
varð vinsæll af að syngja. En raunin hefur orðið önnur, Presley er sífellt
á toppnum og leikur í hverri kvikmyndinni á fætur annarri. Stúlkan, sem
er til vinstri handar við Presley, heitir Ursula Andress (Dr. No), svissnesk
að ætt, en hin heitir Elsa Cardenas og er fædd í Mexíkó. En skiptir það
annars nokkru máli?
FRÚ RA DENNY á Nýja Sjálandi
á óstaðfest heimsmet í tvistdansi.
Það var í marz 1962 sem frúin
dansaði 100 klukkustundir sam-
fleytt. Geri aðrir betur.
HÖGGIVIVIMD AF KOIMU
Konan er engin önnur en
sænska leikkonan Ingrid Berg-
man. Sá sem gerði myndina er
einnig sænskur og heitir Gud-
mar Olovson. En Ingrid gerði
hinum unga myndhöggvara dá-
lítið erfitt fyrir því að hún sat
ekki fyrir hjá honum. Þegar
hún sá myndina svotil full-
gerða gerði hún sér lítið fyrir
og tók af hökunni, sem henni
fannst vera of stór. Að öðru
leyti virtist hún ánægð með
myndina. Gudmar er meðlim-
ur listamannagrúppu í París,
sem heitir „Groupe de Neufs“,
en félagar hennar ætla að halda
sj'ningu á næstunni. Á þeirri
sýningu verður myndin af Ing-
rid, og allar verða myndirnar
á sýningunni af þekktu fólki.
14
FALKINN