Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1965, Page 36

Fálkinn - 17.05.1965, Page 36
FÍLAG SPRENTSMIÐJA 1. maí sl. var merkisdagur í sögu Félags- prentsmiðjunnar, því að þá voru liðin 75 ár frá stofnun hennar. Lengst af var prentsmiðjan til húsa að Ingólfsstræti 1 A (fyrsta setningarvélin sem var flutt til landsins var sett upp þar), 1961 flutti prent- smiðjan að Spitalastíg 10 við Óðinstorg. Milli 30—40 manns vinna að staðaldri hjá prentsmiðjunni, sem frá upphafi hefur annast bók- og blaðaprentun. Nefna má blöð eins og Fjallkonuna, Þjóðólf, Vísi, Fálkann, Læknablaðið, Tímarit lögfræð- inga og Samtíðina. — f tilefni afmælisins höfðu eigendur prentsmiðjunnar boð inni fyrir starfsfólk og aðra gesti og eru mynd- irnar teknar við það tækifæri. Hér ræðast við þrír menn, sem eru engir viðvaningar í prentbrans- anum. Frá vinstri: Stefán Jónsson, prentsmiðjustióri í Eddu; Magn- ús Ástmarsson, prentsmiðjust.ióri í Gutenberg og Baldur Eyþórsson, prentsmiðjustjóri í Odda. ► Gestur Árnason (t. v.) og Jón Thorlacíus eru hér að kankast á. Gest- ur hefur unnið hjá Félagsprentsmiðjunni í 7 ár, en hefur unnið í prentsmiðjum undanfarin 63 ár, þar af lengi í Gutenberg. Jón hefur unnið ein 35 ár í Félagsprentsmiðjunni — byrjaði sem sendill, nam síðan prentiðn og er nú verkstjóri. Og hér eru mennirnir, sem hafa stjórnsýslu með höndum: Talið frá vinstri: Erlingur Brynjúlfsson, fulltrúi hjá Eimskip (stjórnarmeð- limur), Kristján Guðlaugsson, lögfræðingur (stjórnarformaður), Bjarni Konráðsson, læknir (stjórnarmeðlimur), Konráð Bjarnason, aðstoðarframkvæmdastjóri, Þorsteinn Ásbjörnsson, verkstjórí (á 23 ára starf að baki), Sigurður Guðmundsson, verkstjóri (27 ára starfs- ferill), Jón Thorlacíus, verkstjóri og Hafliði Helgason, prentsmiðju- stjóri.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.