Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Side 6

Fálkinn - 24.05.1965, Side 6
RÆTT VIÐ ESRA PÉTURSSON LÆKNI Esra Pétursson lœknir fluttist til Bandaríkj- anna fyrir nokkrum órum og starfar nú vi3 Manhattan State Hospital, þar sem hann fœst við að lœkna eiturlyfjaneYt- endur. Hann segir í þessu viðtali frá merkilegri reynslu sinni við störf með ógœfusömustu þegnum þjóðfélagsins, sem heyja vonlitla baráttu við sjálfa sig og umhverfi sitt. ESRA segir: Hér í Bandaríkjunum ríkir vaxandi ótti við útbreiðslu nautnalyfja. Foreldrar óttast mjög, að börn þeirra verði þessum lesti að bráð, og enginn vafi er á því, að útbreiðsla nautnalyfja fer vaxandi. Þjóðfélagsrannsóknir hafa nú leitt í ljós, að hægt sé að segja til um það með allt að 85% líkindum, hvort fimm ára barn verður vandræða- unglingur eða ekki. Prófessor að nafni Glueck hefur einkum beitt sér fyrir þessum rannsóknum, en hann er sérfræðingur í afbrotamálum. Hann telur sig hafa komizt að raun um, að það eru fimm atriði í fjölskyldulífi vandræðaunglinga, sem meginmáli skipta: agi föðurins, eftirlit móðurinnar, ástúð föð- urins, ástúð móðurinnar og samheldni fjölskyldunnar. Ekki er þó leggjandi upp úr röð þáttanna. Með orðinu vandræða- unglingur á ég við ungling, sem afvegaleiðist, leggur fyrir sig hnupl, flæking og oft fikt við nautnalyf. Einnig kemur til greina veðmálaástríða, spilafíkn og þess háttar. 6 FÁLKINN í NEW YORK UM EITURLYFJASJÚKLIMGA OG LÆKNINGU ÞEIRRA — Og hvenær byrjar þetta svo? Á hvaða aldri byrjar ungl- ingurinn að taka nautnalyf? — Það er mjög mismunandi. Oft er talað um aldurskeiðið frá 12—17 ára. Þó nokkuð margir af okkar sjúklingum segjast hafa byrjað að taka nautnalyf 14—16 ára. Við höf- um á sjúkrahúsinu tvær aðal- deildir, fyrir fullorðna og fyrir unglinga. Þessir unglingar koma mest frá fátækrahverf- um, en það er þó ekki einhlítt. Afbrot unglinga eru meiri hátt- ar vandamál hér í landi, ég get nefnt dæmi, að árið 1962 voru framin um hálf miljón afbrota af unglingum. 1964 höfðu afbrot unglinga aukizt um 8%. — Þegar unglingar fara að fikta við nautnalyf, hvað taka þeir þá? — Venjulega er það mari- huana, brúnar sígarettur, sem þeir reykja. Ávanahætta er ekki mjög mikil af þessum sígarettum, og þegar ungling- arnir hætta þessum reyking- um, þá hafa þeir engin sjúk- dómseinkenni eins og heroin- sjúklingar. Hitt er svo annað mál, að margir, sem nota marhiuana, leiðast síðan oft út í að taka heroin. Og þá er mál- ið fyrst farið að vandast. Þegar menn eru farnir að dæla hero- ini inn í æð, þá er orðið mjög erfitt fyrir menn að venja sig af því. — Verka þessi lyf fljótt? — Já, eiginlega samstundis, og áhrifin eru mjög mikil. Menn verða alteknir, segjast komast í eitthvert alsæluástand og losna algerlega við öil áhrif af kvíða eða sársauka. Þeir verða fram úr hófi glaðir og : ánægðir, þó hið raunverulega ástand líkama og sálar sé síð- ur en svo gott. — Fylgja þessu ekki einnig ofskynjanir? — Nei, það er ekki svo mik- ið. Það er miklu frekar hugar- órar, einhvers konar draum- kennt ástand, og þeim finnst þeir vera hátt hafnir yfir allan mannlegan veikleika. — Eru þeir örir til fram- kvæmda eða liggja þeir fyrir í þessum dvala? — Það er nú nokkuð mis-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.