Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Page 12

Fálkinn - 24.05.1965, Page 12
rj jz7 FRAMHALDSSAGAN 6. HLUTI EFTIR FRANCES OG RICHARD LOCKRIDGE SAGAIM FRAIVI AÐ ÞESSIJ: Peter Sayers fær boð um að koma á skrifstofu eina í verzlunarhverfi New York-borgar. Yfirmaður hans og viðskiptavinur einn þurfa nauðsynlega að hitta hann þar. — Á sama tíma hringir hin dularfulla Alice Jackson til Lorenar. Þær ákveða að hittast heima hjá Loren. — Peter Sayers sér, að enginn bíður eftir honum á skrif- stofunni, þar sem hann hafði verið beðinn að mæta. Skilaboðin voru aðcins gabb! Grunur Peters um, að verið sé að leiða þau Loren í gildru, verður æ sterkari. — Hann fer heim til Lorenar til að gá að henni þar. Dyrn- ar eru opnar í hálfa gátt. Peter gengur inn í dagstofuna. Á gólfábreiðunni liggur maður. Það stendur hnífur í bakinu á honum. Maðurinn er steindauður. Peter hafði aldrei séð þennan mann áður. En þegar hann virti hann betur fyrir sér, minntist hann lýsingar Lorenar: feitur maður í móleitri skyrtu, sköll- óttur með klumbrunef . . . Fyrst hafði þessi maður setið andspænis henni í Bryant Park, og svo hafði hún séð hann sem húsvörð i 30. stræti — og nú lá hann í íbúð Lorenar og hafði verið rekinn i gegn . . . Guði sé lof, að hún kom ekki heim á undan mér, hugsaði Pet- er, því að annars . . . En þá stirðnaði hann upp: Á hægindastólnum lá slæða af Lor- en . . . Ef til vill, hugsaði Peter skefldur, ef til vill var þetta önn- ur siæða? Þegar þau höfðu eikið til Ridgefield, hafði Loren bundið hvítan klút um hárið. Á eftir hafði hún fengið sér sígarettu, og þá hafði smáneisti hrokkið niður á klútinn. Loren hafði dust- að öskuna burt í flýti, en samt hafði glóðin brennt ofuriítið gat á slæðuna. Peter skoðaði hana vandlega. Það var litið brunagat á henni. Hann ætlaði að fara að stinga henni í vasann, þegar hann heyrði ailt i einu rödd fyrir aftan sig: „Þetta skuluð þér ekki gera, hr. Sayers." Peter sneri sér við. í opnum dyrunum stóðu Stein, lögreglumaður, og Simmons. „Látið þér mig fá slæðuna," sagði Stein og kom nær. Peter dró hana þegjandi upp úr vasanum og rétti honum. Simmons gekk varlega fram hjá ltkinu að símanum. „Hér hefur annar maður ver- ið rekinn í gegn,“ sagði hann og gaf upp heimilisfangið. „Já, það er í íbúð ungfrú Hartley." Svo hlustaði hann ofurlitla stund, sagði siðan: „Já, maðurinn er látinn." „Maður gæti haldið, að þau hefðu fyrst fengið sér drykk saman," sagði Stein, sem hafði notað tímann til að litast um. Á lágu borði fyrir framan sóf- ann stóðu tvö glös. Stein beygði sig niður og þef- aði af þeim báðum án þess að snerta þau. „Ef ég ætti að geta, myndi ég segja, að þetta væri Skoti með klóralhydrati," bætti hann við. Peter stóð grafkyrr við glugg- ann. Það voru svitaperlur á enni hans. „Þekkið þér þennan mann, hr. Sayers?" spurði Stein. „Nei. Ég hef hann aldrei aug- um litið fyrr en i dag.“ „Hann heitir Lathrop", sagði Stein. „Oscar Lathrop. Þetta er maðurinn, sem sagðist hafa séð ungfrú Hartley i Bryant Park.“ Nú heyrðist ýlfur i sirenum og síðan fótatak á ganginum. „Ef þér viljið, hr. Sayers, get- um við talað saman annars stað- ar,“ sagði Stein, eftir að lög- reglumennirnir voru komnir inn og höfðu byrjað á athugunum sínum. Peter fór með Stein og Simm- ons niður að svarta bílnum, sem bar engin merki þess, að hann væri frá lögreglunni. Þeir stigu inn og óku af stað. 1 lögreglustöðinni í 20. stræti opnaði Stein dyr, sem merktar voru „Morðrannsóknadeildin í Vestur-Manhattan". Þeir gengu inn. Simmons settist út við glugga, Stein við skrifborðið sitt. Hann gaf Peter bendingu um að fá sér sæti. „Getið þér sagt okkur, hvar skjólstæðing yðar er að finna núna?“ spurði hann. „Ég veit það ekki.“ „Gott og vel. Hvað getið þér annars sagt okkur?" „Að ég hef verið gabbaður. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé verið að leika á okkur öll.“ „Látið okkur um allar slíkar hugieiðingar," svaraði Stein. Skarpleitt andlit hans sýndi enga miskunn. „Ég vildi gjarna segja yður, hvað kom fyrir mig í dag,“ sagði Peter hásri röddu. Stein haliaði sér aftur á bak. „Byrjið þér þá.“ Þeir leyfðu Peter að ljúka frá- sögninni án truflana. Peter skýrði frá upphringingu einkaritara Perkins. Hann sagð- ist svo hafa farið beint á skrif- stofu Intercontinental Lead, en eklki hafa hitt neinn þar. Hvorki Perkins né Snyder. „Síðan hringdi ég aftur í sama númerið — en þá anzaði einhver í Barnettsapóteki. Og þegar ég reyndi að ná í ungfrú Hartley, var hún farin út. Kjaliarameist- arinn sagði mér, að hún hefði farið heim til sin.“ „Maðurinn, sem þér töluðuð 12 við, þegar þér hringduð I lyfja- j búðina, sagði, að þetta væri í Barnettsapóteki, var það ekki?“ spurði Stein. Peter kinkaði kolli. „Við munum athuga hann nánar. En segið þér okkur nú eitthvað um þessa slæðu, hr. Sayers." „Ungfrú Hartley á hana“, ját- aði Peter. „Hún var með hana, þegar við fórum til Ridgefield." „Og svo funduð þér hana í í- búð ungfrú Hartley?" Stein lyfti brúnum. „Samkvæmt því hefur ungfrú Hartley þrátt fyrir allt komið heim til sin á undan yð- ur?“ „En það sannar ekkert. Mað- urinn gæti hafa verið myrtur, . áður en hún kom. Hún hefur orðið hrædd — og hlaupið í burtu." „Fyrst hr. Lathrop kom í þessa íbúð, þá hefur það trúlega verið í þeim tilgangi að hitta ungfrú Hartley," sagði Stein hörkulega. „Hvað eigið þér við með því?“ spurði Peter. , Allar þær grunsemdir, sem hann hafði bælt niður vegna Lor- enar, sóttu á hann aftur miklu sterkari en áður. „Hvað ég á við með því?“ Stein handlék pappírsskæri, sem höfðu legið á borðinu. „Nú . . . Hver annar en ungfrú Hartley gæti haft áhuga á að þagga nið- ur í Lathrop fyrir fullt og allt „Aha.“ Peter beygði sig fram. „Þér haldið þá, að ungfrú Hart- ley hefði farið að velja sína eigin ibúð til þess að losa sig við þetta vitni? Það væri fáránlegt." „Hr. Sayers," sagði Stein, er yður kunnugt um, að það var, fylgzt með yður og ungfrú Hart- ley í dag?“ Peter hristi höfuðið. „Ef við hefðum ekki látið veita ungfrú Hartley eftirför í bæinn," hélt Stein áfram, „myndi hún sennilega fullyrða, að hún hefði alls ekki yfirgefið húsið í Stam- ford. Það væri þá mjög erfitt fyrir okkur að sanna hið gagn- stæða ..." „En ..." _ (- „Svo gæti hún sömuleiðis hald- ið því fram, að morðið á Lath- rop væri einnig þáttur í samsær- inu, sem ætti að varpa öllum grun á hana . . . Eitthvað á þá leið verður sennilega það, sem hún ætlar sér að telja okkur trú um næst. Hún ætlast til, að við höldum, að þetta séu þrauthugs- aðar árásir á hendur henni." „En það voru líka brögð í tafli, þegar ég var lokkaður til að fara til New York," svaraði Peter. Rödd hans var daufleg, eins og hann gerði sér ljóst, að hann væri að verja tapað mál. „Kjallarameistari Hartleys tók við skilaboðunum," hélt Stein áfram. „Á matstaðnum, þar sem þér borðuðuð er vafalaust al- menningssími. Og ekkert er auð- veldara en að breyta röddinni svolitið! Ef til vill hefur ungfrú FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.