Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Side 13

Fálkinn - 24.05.1965, Side 13
Hartley sjálf hringt til Stamford til þess að losna við yður og geta svo farið ein til fundar við Lathrop." „Og til hvers hefði ég þá átt að koma heim til hennar?" „Kannski til að taka til,“ sagði Stein. „Á ég að taka þetta sem kæru á hendur mér?“ Peter ýtti stólnum, sem hann hafði setið á, aftur á bak. Þá datt honum dálítið í hug. „Segið mér, hr. Stein . . . Klór- alhydrat — það verkar mjög fljótt, er það ekki?“ „Jú. Sérstaklega með áfengi.“ „Og réttur skammtur af þvi framkallar djúpan svefn?“ „Já. Það gerir mann á stærð við Lathrop hjálparlausan á fá- einum sekúndum." „Og klóralhydrat í blöndu af tómatsafa og vodka? Það hefur sömu áhrif, er það ekki?" „Að sjálfsögðu." Peter studdi báðum höndum á skrifborðið. Það var enginn deyfðarsvipur á honum núna. Brennandi aug- um horfði hann á Stein, lögreglu- mann. „Þá gæti ungfrú Hartley ná- kvæmlega eins hafa verið svæfð á þennan hátt,“ sagði hann. „Hún var svæfð — og síðan flutt í Bryant Park. Þar svaf hún svo frá kl. 2 til tæplega 5. Og á þess- um tíma var hr. Hartley myrtur. En ungfrú Hartley hafði enga fjarvistarsönnun . . . Um það sá þessi Lathrop. Það er að segja hann var í vitorði með hinum raunverulega morðingja." Stein var aftur farinn að hand- fjatla pappírsskærin, svo lagði hann þau aftur á borðið. „Það gæti hafa verið svona," sagði hann. „En ..." „En hvað?“ „Það getur líka hafa verið allt öðru visi: ungfrú Hartley hefði getað komið þessu öllu í kring — til þess að komast yfir eignir frænda síns tafarlaust ..." Áður en Peter gat svarað þessu, hringdi síminn á skrif- borði Steins. Stein anzaði. Hann hlustaði nokkra stund, svo lagði hann tólið hægt á sinn stað. „Og takið þér nú eftir, hr. Sayers,*1 sagði hann án þess að sleppa hendinni af símanum. „Það hefur sézt til bils ungfrú Hartley . . . Hann var á leið frá New York í áttina til Hawthorne Rondeel. Hún ók mjög hratt. En númerið þekktist og sömuleiðis ungfrú Hartley." „Var hún ein?“ spurði Peter og hélt niðri i sér andanum. Stein lögreglumaður stóð á fæt- ur. ,,Já,“ sagði hann, „hún var ein. En það er hægt að orða þetta öðruvísi: Hún er á flótta... Hún hleypur hreinlega frá öllu saman ..." Loren gerði sér ljóst, að hún hefði sennilega gert skyssu. En allt, sem komið hafði fyrir, varð henni ofraun. Hún hafði opnað hurðina á í- búðinni sinni og fundið líkið af Lathrop á stofugólfinu. Þetta var maðurinn, sem hún hafði fyrst séð í skemmtigarð- inum og sem hafði seinna þótzt vera húsvörður í byggingunni, þar sem Alice Jackson bjó — nú var hún ekki í nokkrum vafa lengur! Loren þorði ekki að hreyfa sig. Hún starði á líkið Þetta var hryllilegt... Hann hafði verið rekinn í gegn með eldhúshnífn- um hennar ... Hugsanir Lorenar voru á ring- ulreið. Hvernig hafði hann kom- izt inn? Það var aðeins ein skýring á því: Einhver hafði lokkað hann hingað til þess að myrða hann hér, í íbúð Lorenar ... Og hún hafði sjálf verið göbb- uð hingað með símtali, til þess að hún fyndi líkið ... Alice... Alice Jackson hafði hringt til hennar — og allt hafði þetta byrjað, þegar Alice Jack- son kom til sögunnar! Fyrst var Alex Hartley myrt- ur, nú þessi maður. Og alltaf hafði Alioe Jackson átt sinn þátt... Allt í einu tók Loren eftir þruski. Það var einhver I ibúðinni hennar... Þruskið kom úr eldhúsinu, en þangað gat hún ekki séð úr stofunni. Hún heyrði fótatak. Hún heyrði, að útidyrnar voru opn- aðar og lokaðar — og svo heyrði hún að fótatakið fjarlægðist óð- um ... Hún sneri sér við og hljóp yfir ganginn inn í svefnherberg- ið. Þaðan sá hún niður á götuna. Stúlka kom út úr húsinu. Hún var með bláa slæðu. Loren sá bara aftan á hana. Stúlkan hraðaði sér til hægri í áttina að 5. götu. Loren flýtti sér að fataheng- inu, greip veskið sitt og hljóp út úr ibúðinni. Hún skyldi dyrnar eftir opn- ar og æddi niður stigann. Hvíti sportbíllinn hennar stóð við gangstéttina. Loren litaðist um eftir stúlk- unni með bláu slæðuna. 1 sömu andrá ók ljósgrænn bíll út úr bílastæði rétt hjá. Hann var ekki meira en 30 metra frá Loren. Hún sá, að það voru tvær manneskjur í honum: karl- maður og stúlka. Var þetta stúlkan, sem hún hafði séð áður? Hún vissi það ekki. Loren reif upp hurðina á bíln- um sínum og settist við stýrið, Hún setti vélina í gang og ók síðan á eftir hinni bifreiðinni. Ljósgræni bíllinn nam staðar SÍMAR: 22206 22207 Zlltima FJÖLBREYTT ÚRVAL AF KARLMANNAFÖTUM Saumum eftir málL Veljið sjálfír snið og efni. ~ 22208 --------- KJÖRGARÐI . LAUGAVEGI 59 Framh. á bls. 16. FÁLKINN 13 L

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.