Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Síða 18

Fálkinn - 24.05.1965, Síða 18
w PEGGY BARN hraðaði sér eftir götunni, og mjúku rauðu varirnar hennar voru herptar af angist eins og á litlu barni sem á von á refsingu. William Kenny var áreiðanlega öskuvondur. Ja, kannski ekki beinlínis öskuvondur — hann hafði aðdáunarverða stjórn á skapi sínu, sá ungi maður. Við skulum heldur segja óþolinmóð- ur, töluvert óþolinmóður. Þau ætluðu að hittast kortér yfir fimm, en nú vantaði hana tiu mínútur í sex. Það þýddi, að hún var meira en hálftíma of sein, hvernig sem dæmið var reiknað. Og William hafði ör- ugglega mætt á mínútunni kortér yfir fimm. Þama stóð hann, hávaxinn og óaðfinnanlega klæddur með kúluhatt á höfðinu og skjala- tösku undir hendinni. Hann var ljóshærður og bláeygur. Hárið á honum var aldrei úfið, og augnaráð hans gaf aldrei til kynna, að innra með honum bærðist sterkari geðshræring en kuldaleg óþolinmæði. PSGGY hljóp til hans. Hún var smávaxin og Ijóshærð með indælan munn og stór blá augu sem blikuðu sakleysislega í fríðu andliti. Hún sagði: „William, fyrirgefðu, mér þyk- ir þetta afskaplega leiðinlegt.“ „Það gerir ekkert til,“ and- varpaði William. „Ég reikna með, að þú sért með pottþétta afsökun eins og venjulega." „Já, já. Anne Reese þurfti að fara til tannlæknis, og hún átti eftir að vélrita heilan hlaða af bréfum sem lá svo mikið á, og...“ „Og þess vegna komst þú of seint,“ greip William fram í. „Og síðast komstu líka of seint. Og þar áður.“ „Já, en það er alltaf eitthvað sem tefur mann. Seinast varð Tom Lindley að þjóta upp á spítala til konunnar sinnar sem var að eignast barn, og þar áður hafði Mary Jones svo slæman höfuðverk." „Og alltaf þarf Peggy Barn 18 FÁLKINN að hjálpa þeim út úr vandræð- unum,“ sagði William. ,,Af hverju heldurðu, að allir snúi sér til þín?“ ,,Ég veit það ekki, William,“ svaraði hún vesældarlega. HANN tók um handlegginn á henni og leit framan í hana án þess að brosa. „Það er vegna þess að þú ert alltaf að hugsa um að gera fólki til geðs, elskan. Þú hefur alltof mikla löngun til að vera vin- sæl.“ Peggy hnyklaði brýnnar, og William hristi höfuðið. „Það er alveg satt. Láttu mig vita það. Hlustaðu nú á mig, Peggy.“ Hann ræskti sig hátíð- lega eins og stjórnmálamaður sem býr sig undir að flytja þýðingarmikla ræðu. „Þú mátt ekki láta fólk níðast svona á þér. Þú verður að læra að segja nei.“ „Já, en fólk er ekki að níð- ast á mér, þó að það biðji mig að gera sér greiða." „En þú níðist ekki á mér þegar þú lætur mig bíða í tuttugu mínútur, hálftíma, einu sinni þrjú kortér?“ Peggy andvarpaði. Þetta hafði hún ekki hugsað út í fyrr. Hann sagði: „Ég veit, að þú getur tekið þig á, elskan. Ef ekki — ja, ég held, að ég gæti ekki hugsað til þess að eyða allri ævinni í sambúð við vilja- lausa gólftusku." PEGGY var gæflynd stúlka og reiddist sjaldan. En þetta var einum of langt geng- ið. „Nei, heyrðu nú bara, góði minn!“ sagði hún. „Ég skal taka aftur gólftusk- una. En viljalaus ertu, þó að þú sért góð í þér og hjálpsöm.“ Peggy rann reiðin, og hún leit áhyggjufull á William. Hún hafði aldrei getað skilið hvers vegna þessi fyrirmannlegi ungi maður lét svo lítið að sækjast eftir kunningsskap hennar, eins HEI er máttugt orð... sé það notað á réttum stað og stundu. Pegsy liafði aldrei 6rað fyrir áhrifavaldi hess, en henni var að fara fram................... lítilsigld og hún nú var í saman- burði við allar hans dygðir. Það fór hrollur um hana við tilhugsunina um að missa hann. Hún elskaði hann af öllu hjarta. „Þú hefur sennilega rétt fyr- ir þér,“ sagði hún mæðulega. „En hvað á ég að gera í mál- inu?“ „Það sem ég var að ráðleggja þér. Lærðu að segja nei.“ „Nei?“ NEI. Ákveðið nei með ein- beittri rödd þegar ein- hver reynir að fá þig til að gera eitthvað sem þú hefur hvorki tíma né löngun til að gera.“ „Það virðist vera einföld lausn,“ sagði hún. „Já, það er einföld lausn.“ William klappaði henni á hand- arbakið. „Þú ætlar að reyna hana, er það ekki?“ Peggy hugsaði sig ekki um tvisvar. Viljalaus gólftuska! Framtíð hennar sem eiginkonu Williams Kenny valt á þessari ákvörðun. „Ég lofa því.“ „Nú líkar mér við stúlkuna mína,“ sagði William. „Við skulum fara í klúbbinn og fá okkur eitthvað að borða. Og ég náði í miða á ballettinn." Peggy trítlaði þegjandi við hliðina á honum dálitla stund. Svo sagði hún: „Nei.“ „Nei?“ endurtók William. „Nei,“ sagði Peggy. „Viltu ekki fara í klúbbinn?" „Nei,“ svaraði Peggy. „Og ekki heldur á ballettinn." „Jæja ... hvað langar þig þá að gera?“ „Mig langar að borða í nýja gríska veitingahúsinu og fara svo í bíó.“ William hló ánægjulega og kreisti á henni handlegginn. „Nu, þú ert búin að læra list- ina! Dásamlegt, elskan mín. Var það nokkuð erfitt?" Peggy horfði íhugul á gang- stéttina fyrir fótum sér. „Nei, það var ekkert erfitt.“ TESS MOORE sem bjó með Peggy, var háttuð þegar Peggy kom heím. „Skemmtirðu þér vel með monthananum?“ spurði hún. „Ágætlega,“ svaraði Peggy. „Er gamla menningaruglan loksins búin að taka af skarið?“ „Ja, hann bíður bara eftir að ég kynnist móður hans bet- ur.“ Tess hló og hagræddi sér í rúminu við gluggann. „Heyrðu, elskan, er þér sama þó að ég sofi aftur í þessu rúmi í nótt? Ég er svo slæm í...“ ^ Peggy hrökk upp úr hugleið- ingum sínum og leit á Tess, Rúmið við gluggann var mýkra, breiðara og á allan hátt þægir legra en hitt. Auk þess var það rúm Peggyar. ý „Nei,“ sagði hún. Tess deplaði augunum. „Nei?“ „Nei,“ sagði Peggy. „Hamingjan góða, hvað geng- ur að þér?“ Tess horfði undr- andi á hana, yppti síðan öxl- um. „Jæja, það skaðaði þó ekkfi þó ekki að spyrja.“ Hún flutti sig yfir í hitt rúmið. „Góða nótt.“ „Góða nótt,“ sagði Peggy. Því meira sem hún hugsaði um undramátt þessa stutta orðs, nei, því betur leizt henní á það. Bara af því að hún hafði sagt nei nokkrum sinnum um kvöldið, gat hún farið í bíó og skemmt sér prýðilega og sofið síðan aftur í góða rúminu sínu. Hún komst að þeirri niður- stöðu, að William hefði haft al- gerlega á réttu að standa.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.