Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Síða 24

Fálkinn - 24.05.1965, Síða 24
þar gnauða vindar... Á Stórhöfða gnauða vind- ar hvað tíðast á íslandi, og eru stormadagar þar taldir 100 ár hvért, að meðaltali síðan 1949, er vindhraðamæl- ir var settur á höfðann. Stormdagur telst vera, ef vindhraðinn nær 9 stigum eða meira, og mun vafalaust mörgum finnast þessi daga- fjöldi óálitlegur, ef tekið er tillit til þess, að víðast hvar hérlendis mælast stormdag- ar vart fleiri en 30 að meðal- tali. Og víst er um það, að margir líta á Stórhöfða sem tákn óveðra og lítt fýsilegan stað til langdvalar. En allt um það hefur byggð verið lengi á höfðan- um, sem er syðsti byggði hluti landsins. Auk þess sem veðurathuganir eru gerðar á Stórhöfða, er þar ljósviti, einn þeirra sem hvað oftast kemur sæfarendum að gagni við íslandsstrendur. Núverandi vitavörður á Stórhöfða heitir Sigurður Jónatansson, en sonur hans Óskar er honum til aðstoðar, þó ekki sé hann formlega tekinn við vitavarðarstarf- inu. Jónatan, faðir Sigurðar, var bróðir Hjalta Jónssonar, sem frægur varð, er hann kleif Eldey, og við hana kenndur. Fyrir nokkru gerðum við ferð á höfðann, og sótturn þá feðga heim og fengum Sigurður: — Þetta er bindandi starf. hjá þeim nokkrar upplýsing- ar um störf þeirra í vitan- um og við veðurathuganirn- ar. Þegar okkur bar að garði, hittum við fyrst fyrir tvo menn, sem unnu við stækk- un á íbúðarhúsinu, en þoð er áfast við vitann. Annar mannanna náði í Óskar, og bauð hann okkur til stofu, þar sem faðir hans Sigurð- ur var fyrir. Sigurður sagði okkur, að vitinn hefði verið byggður árið 1906, en faðir sinn hefði tekið við vörzlu hans árið 1910. Síðan hefði hann sjálf- ur tekið við af honum, og nú væri sonur sinn að taka við af sér, svo að starfið virt- ist ætla að ganga í erfðir. Sigurður kvaðst ekki vera Vestmannaevingur; faðir sinn hefði verið úr Mýrdaln. um. Ennfremur sagði Sigurður okkur, að vitinn væri svo til óbreyttur frá því hann var fyrst byggður, en nú væri hann knúinn rafmótor í stað olíumótors áður. Lítill raf- mótor snéri kúfflinum í stað lóða áður, en þau þurfti að draga upp tvisvar á sólar- hring. Sigurður sagði, að þetta starf væri mjög bindandi, en þeir þyrftu einnig að sjá um veðurtækin og senda upplýsingar um veðrið, þriðju hverja klukkustund, Óskar: — Líst allvel á starfið. 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.