Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Qupperneq 26

Fálkinn - 24.05.1965, Qupperneq 26
• Peggy Framh aí bls. 21. í húsinu yðar. Og þér fáið líka að hafa hann hjá yður, því að ég ætla ekki að giftast honum. Ég býst við, að ég hafi alltaf vitað innra með mér, að það gæti ekki blessazt, og af því að ég var svo hrædd við að missa hann, var ég alltof fljót að láta undan honum. Ég samþykkti allt sem hann sagði, og ég sam- þykkti allt sem þér vilduð. En nú ætla ég ekki að gera það framar. Viljið þér skila kveðju minni til hans og segja, að ég vilji ekki hitta hann oftar, og... og hérna er hringur- inn. . .“ Hún dró hann af fingri sér og lagði hann í lófa frú Kenny um leið og hún beygði sig nið- ur og kyssti móður Williams laust á ennið ... EGAR Peggy kom heim og sagði Tess alla söguna, gekk fyrst upp fyrir henni hvað hún hafði gert. „Ó!“ kjökraði hún og huldí andlitið í höndum sér. Tess lagði handlegginn um skjálfandi axlir hennar og reyndi að hugga hana. „Svona, elskan, þetta er ekki eins slæmt og það lítur út fyrir að vera. Þú ert alltof góð handa þessum mömmudreng.“ „Hann er enginn mömmu- drengur — hann sýnist bara vera það, af því að hann hef- ur aldrei lært að segja nei.“ Peggy hætti að gráta, henni brá svo mikið við sín eigin orð. Þetta var dagsatt! William hafði verið að kenna henni lexíu sem hann hafði aldrei getað lært sjálfur. Og nú vissi hún meira. Aðal- atriðið var að vita hvenær maður átti að segja nei. En það var of seint að hugsa um það, og þar að auki hefði engin stúlka með snefil af sjálfsvirðingu . .. Isömu svifum kom William Kenny æðandi inn í her- bergið. En hann leit alls ekki út eins og William Kenny á þessari stundu. Hárið á honum var úfið, flibbinn laus, háls- bindið skakkt og jakkinn ó- hnepptur. „Peggy!“ æpti hann. „Ástin mín!“ „Farðu burt,“ sagði Peggy. „Mamma sagði. . . að þú hefð- ir... í dag ... En þú mátt ekki... Ég get ekki lifað án þín!“ „Ég hata þig,“ sagði Peggy og snökti. „Það er ekki nema von,“ sagði William auðmjúklega. „En mamma er stórhrifin af þér. Hún segir, að þú sért bæði góð og gáfuð stúlka, og að ég láti þig sleppa úr greipum mér.“ „Nei,“ sagði Peggy. „Nei hvað?“ „Nei allt, Nei við öllu. Nei, nei, nei.“ „Þú meinar, að þú elskir mig ekki?“ „NeL“ „Þú neitar að giftast mér?“ „Ég... nei.“ „Þú átt við, að þú viljir ekki að við stofnum okkar eigið heimili?“ „Æ, hættu þessu!“ emjaði Peggy. Tee Moore hóstaði. „Ég þarf að skreppa út,“ sagði hún. „Ég man allt í einu, að ég á eftir að kaupa svolítið.11 ÞAU virtust ekki hafa neitt á móti því. Hún læddist út, en í þetta sinn lokaði hún hurðinni vandlega í staðinn fyrir að skilja hana eftir hálf- opna eins og áðan... ef ske kynni, að einhver hálfvitlaus maður með hárið í óreiðu, aug- un villt, bindið rammskakkt og jakkann óhnepptan þyrfti að æða inn og æpa: „Peggy! Ástin mín.“ ★ ★ -Geymiriim virBist vera í lagi...... ■ i 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.