Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Qupperneq 28

Fálkinn - 24.05.1965, Qupperneq 28
 EFTIR FLETCHEi \ KNEBE L 00 CHARLES W. BAILEY Sagan byrjar í Pentagon, stærstu skrifstofu- byggingu í heimi, þar sem landvarnaráðuneyti Bandaríkjanna er til húsa. Casey ofursti, fram- kvæmdastjóri yfirherráðsins, verður þess áskynja að eitthvað er á seyði, eitthvað sem á ekki að geta gerzt og má ekki gerast. Hann ákveður að hefjast handa. Við það dregst hann inn í æðislega atburða- rás, verður þátttakandi í miskunnarlausum átök- um milli voldugra og viljasterkra manna, sem berjast um yfirráð og stjórnarstefnu í öflugasta ríki hins vestræna heims. Blaðamennirnir Fletcher og Charles W. Bailey eru þaulkunnugir í Washington, enda hefur saga þeirra „Sjö dagar í maí“ hlotið sérstakt lof fyrir hve trúverðuglega hún sé sett á svið. „Menn segja að það geti ekki gerzt hér, en ef það gerir það nú samt má mikið vera ef Knebel og Bailey fari ekki skramhi nærri lagi í áhrifamikilli frásögn sinni,“ sagði ritdómari ARMY TIMES, hlaðs Bandaríkja- hers. „Sjö dagar í maí“ hlaut feikna vinsældir í Banda- ríkjunum, hélzt á metsölulistanum á annað ár og var kvikmynduð með Burt Lancaster, Kirk Douglas, Fredric March og Ava Gardner í aðal- hlutverkum. Höfundarnir hafa valið sögu sinni einkunnar- orð úr kveðjuræðu Dwights D. Eisenhowers til bandarísku þjóðarinnar. Eisenhower sagði 17. jan. 1961, fáum dögum áður en hann lét af forseta- embætti: „í stjórnarstofnunum ríkisins verðum við að vera á varðbergi til að hindra að samsteypa hers og stóriðnaðar öðlist ótilhlýðileg áhrif, hvort sem eftir þeim er sótzt eða þau koma sjálfkrafa. Möguleik- arnir á geigvænlegum vexti heimildarlauss valds eru fyrir hendi og munu vera. Við megum aldrei láta bolmagn þessarar samsteypu stofna frelsi okk- ar og lýðræðislegum stjórnarháttum í voða.“ Sunnudagur. Casey ofursti lagði bilnum við þann inngang Pentagon sem veit út að ánni. Hann stóð stundar- korn við bil sinn, dinglaði lykl- inum kæruleysislega en virti beyglaðan, ellilegan Fordinn fyr- ir sér með fyrirlitningu. Lakkið á honum, dimmblátt í öndverðu, var orðið svo upplitað að það var engu likara en litlausu klessuverki. Um leið og Casey sneri sér frá bílnum renndi hann augum yfir stórhýsið, matt og óárenni- legt. Að jafnaði tók hann sunnu- dagavinnu á þessum stað með einhvers konar léttlyndu æðru- leysi. En þennan morgun hafði óljós kvíðavottur slegizt i för með honum, gerzt óboðinn far- þegi á akstrinum til vinnu. Hon- um tókst ekki að átta sig á af hverju þetta stafaði. Sannarlega var nóg af ástæðum sem komið gátu til greina. 1 landinu ríkti ónotakennd — efasemdir út af sáttmálanum, tortryggni i garð Moskvumanna, reiði yfir eld- flaugaverkfallinu langvinna, á- hyggjur af'atvinnuleysi og verð- bólgu, fólk bar ekki óskorað traust til mannsins í Hvita hús- inu. Martin J. Casey, ofursti í land- gönguliði Bandaríkjanna, var framkvæmdastjóri Sameiginlega herforingjaráðsins, valins hóps tvö hundruð liðsforingja sem önnuðust rannsóknir og áætl- anagerð fyrir Sameiginlega yfir- herráðið. Einn sunnudag í mán- uði kom það í hlut Casey að vera æðsti foringi á verði, gegna starfi sem gat verið jafn lífs- nauðsynlegur hlekkur i her- stjórnarkeðjunni og það var leiðigjarnt fyrir þann sem ann- aðist það hverju sinni. Um leið og hann kom inn á bannsvæðið þar sem Sameiginlega herfor- ingjaráðið var til húsa, hringdi geisli frá rafauga tveggja tóna bjöllu til að gera varðmanni viðvart. Sá var úr sjóhernum, undirforingi af æðstu gráðu, og sat með dagbók fyrir' framan sig. „Góðan daginn, foringi," sagði Casey. „Gengur ekki allt sinn vana gang?“ „Dauður sjór, herra minn." Sjóliðinn brosti breitt. „Nú er veður til að þurfa ekki að vinna, finnst yður ekki?" Casey deplaði augunum til sjó- liðans. „Mikið rétt.“ Hann skrif- aði nafnið sitt í dagbókina, gekk eftir gangi gegnum völundarhús klefa og skrifstofa á umráða- svæði Sameiginlega herforingja- ráðsins og opnaði stóru skrif- stofuna sem tilheyrði starfi hans sem framkvæmdastjóra herforingjaráðsins. Ósjálfrátt andvarpaði hann um leið og hann hengdi upp jakkann sinn, síðan settist hann niður og tók að fletta sunnudagsblöðunum sem hann hafði meðferðis. Fyrst leit hann lauslega yfir The Washington Post, las pistla tveggja fréttaskýrenda, renndi augum yfir stöðu liðanna í slag- boltakeppninni, en tók svo til við The New York Times og byrj- aði að lesa fréttayfirlit vikunn- ar orði til orðs. Alls staðar, frá Malakkaskaga til Milwaukee, voru einhver vandræði á ferðinni. Kínversk- ir kommúnistar sökuðu Vestur- veldin um að hlúa að „njósnur- um og skemmdarverkamönnum" í Singapore. Ráðstefna iðnrek- enda frá Miðvesturfylkjunum fordæmdi sáttmála um kjarn- orkuafvopnun sem nýbúið var að staðfesta. Borgarnefnd krafð- ist þess að verkfallsmenn í eld- flaugaverksmiðjunum yrðu kall- aðir til herþjónustu. En þó illa lægi á veröldinni, varð Jiggs Casey að játa að sjálfum hefði honum átt að vera létt í skapi í dag. Þó ekki væri nú annað en að hann var hress og hvíldur. En við líkamlega vel- líðan bættist að á fjörutíu og fjögurra ára ævi hafði Casey áunnið sér heilsusamlega efa- girni gagnvart hrellingunum sem yfir heiminn gengu. Land hans, sem hann bar til önuglynda ást- úð, hafði einhvernveginn slamp- azt af í næstum tvær aldir, og hefði það heppnina með sér ætti því að takast að komast hjá óbætanlegum skaða þá þrjá ára- tugi í viðbót sem honum taldist til að hann myndi þurfa að láta sig varða. En þennan morgun var venjulegt umburðarlyndi hans gagnvart ágöllum þjóðar sinnar einhverra hluta vegna á þrotum, ef þvi var þá ekki hrein- lega ofboðið. Casey var órótt, og hann kunni þvi illa. Sjálfur virtist Jaggs Casey byggður með tilliti til endingar- hæfni, eins og það hefði verið orðað á tæknimáli Pentagon. Hann var ekki fríður, en sú var tíðin að konum fannst hann ómótstæðilegur, og enn játuðu þær í sinn hóp að hann hefði aðdráttarafl. Karlmönnum hafði alltaf fallið hann vel. Hann los- aði sex fet og vóg hundrað og áttatíu pund eftir næstum árs skrifborðssetu. Burstaklipping duldi að hárið á hvirflinum var. byrjað að þynnast. Róleg, græn- leit augu og stuttur háls settu á hann traustan svip sem svo speglaðist á myndinni á skrif- borðinu af sonum hans tveimur. Casey var enginn ákafamað- ur né gáfnaljós. Löngu áður en nýnemaár hans i foringjaskólan- um Annapolis var á enda, hafði honum lærzt að hvorugur eigin- leiki er hermanni nauðsynlegur til að standa sig. En hann var góður landgönguliði og hafði aldrei látið fát ná tökum á sér. Hann 'vonaðist til að ná hers- höfð’ngjatign af lægstu gráðu áður en hann færi á eftirlaun. Væri hann krafinn um meira

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.