Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Qupperneq 32

Fálkinn - 24.05.1965, Qupperneq 32
kemur hreinsari* er á HEILDSÖLUBIRGÐIR- KRISTJÁN Ó. SKAGFJORÐ H.F. SÍMI 2 4120 tómur. Foringi úr landhernum, sem sat einn við borð aftarlega í salnum, stóð á fætur og veif- aði til Casey. „Hæ, Jiggs!“ Casey gekk þangað, feginn að rekast á kunningja. Mutt Hender- son var undirofursti í merkja- deildinni þegar þeir hittust í striðinu í íran fyrir þrem árum. Nú mátti sjá á tignarmerkjunum að hann var orðinn William Henderson ofursti. „Hæ, Mutt, hvenær fékkstu kjúklingana?" Casey spretti fingri að erninum á öxl Hendersons, klappaði hon- um svo hressilega á bakið. „Gaman að hitta þig. Hvað ert þú að erinda hér?“ „Það veitir ekki af að einhver segi ykkur skrifborðshermönn- unum til öðru hvoru," svaraði Henderson. Hann horfði á vin sinn stórum, svörtum augum og kunnuglegt stríðnisbros lagði rjótt, kringluleitt andlitið í fell- ingar. Casey bað um samloku og is- kælt te og sessunautarnir virtu hvorn annan fyrir sér. Þetta er kosturinn við að vera í hernum, hugsaði Casey. Óbreyttur borg- ari á í hæsta lagi þrjá eða fjóra nána vini. Hermaður getur talið þá í tylftum. Næstum í hverri einustu herstöð var hægt að rek- ast á einhvern sem maður hafði deilt með nokkrum háskasekúnd- um, nokkrum leiðindamánuðum, flösku eða kannski kvenmanni. „Hæja, Mutt,“ sagði hann, „láttu mig heyra hvernig málin standa. Hvar ertu staðsettur?" Henderson lækkaði raustina. „Ég hef ekki svarað þeirri spurn- ingu sannleikanum samkvæmt í fjóra mánuði. En maður með annan eins aðgang að hernaðar- leyndarmálum og þú veit allt um það hvort sem er. Ég er næstæðstur hjá ECOMCON." Casey tókst að brosa drýginda- lega. Hann hafði aldrei heyrt minnzt á ECOMCON, en hefði hann lært nokkuð frá þvi hann útskrifaðist frá foringjaskólan- um Annapolis var það að láta þess aldrei verða vart þó mað- ur fylgdist ekki lengur með. Slíkt kom sjaldan fyrir núorðið eftir að hann varð framkvæmda- stjóri Sameiginlega herforingja- ráðsins, með hausinn úttroðinn af alls konar ógeðfelldri vitn- eskju eins og geymslustað hvers einasta kjarnorkusprengiodds i landinu. Casey ímyndaði sér að Henderson notaði sér upp- nefni mannanna á staðnum um hersveit sem hann kannaðist við undir öðru nafni. Hann þreif- aði varlega fyrir sér. „Svo þér er ekkert um verk- efnið gefið. Jæja, en kenndu mér ekki um skipanirnar sem þú færð, vinur. Áttu heima í stöð- inni?“ Henderson fussaði. „Enginn gæti búið í þvi vítisgati. Nógu slæmt er nú þegar sá gamli lieldur mér þar fjóra eða fimm daga samfleytt. Nei, við Mabel fengum okkur húskofa í El Paso.“ Hann dró minnisbók upp úr vasa sínum og hripaði á autt blað. „Þetta er heimasíminn minn, ef þig skyldi bera suðureftir. Sjáðu til, það er ekkert síma- samband við umheiminn frá Stöð Y nema einkasími yfirfor- ingjans." Casey fiskaði eftir frekari vitneskju. „Ég heyri að þú stendur þig vel af sveitadréng að vera. Hvað hafið þið mikinn mannskap núna? Ef ég man rétt eruð þið ekki enn komnir upp í fulla tölu.“ „Víst erum við það," svaraði Henderson. „Allt fuliskipað — hundrað foringjar og þrjátíu og fimm hundruð óbreyttir. Þeir siðustu komú fyrir hálfum* mán- uði. En veiztu hvað, JiggS. Við verjum meiri tima til að æfa okkur i töku en að afstýra henni. Ef ég vissi ekki betur, myndi ég halda að einhver af nánustu mönnum Scott væri með undan- haldssýki, gerði ráð fyrir að kommarnir væru búnir að ná öllu draslinu og við yrðum að taka það af þeim." Hveriu er Scott að leyna mig? hugsaði Casey. Það getur svo 32 r ALKINN sem verið að hann hafi fyrir- mæli frá forsetanum um að láta ekkert uppskátt. En hvað er verið að gera? Hann svaraði í kæruleysistón, sem hann vonaði að dyldi for- vitnina: „Forsjálni, Mutt, for- sjálni. Segðu þeim að við í Wash- ington séum framsýnir — þó við horfum kannski í ranga átt. En hvað verðurðu annars lengi í borginni?" Mutt gretti sig. „Bara til morguns, meðan Sá gamli gef- ur Scott skýrslu og ég minni hann á. Við höfum klefa og síma uppi á fimmtu hæð." Hann leit á pappirsmiða. „Lína 72291 ef þú skyldir vilja ná í mig. En við fljúgum til baka á morgun." Casey spurði ekki hver væri yfirforingi Mutts, það myndi Henderson telja að hann ætti að vita. 1 staðinn sneri hann við- ræðunum að öðrum efnum, fyrst fjölskyldum þeirra, síðan stríði og stjórnmálum. Þeir voru jafn sammála um það nú eins og daginn í Iran þegar siminn flutti þeim fréttina, að skipting þess lands væri svartasti bletturinn í sögu bandarískra utanríkis- mála. Kommúnistar höfðu gert innrás með miklu liði og náð hálfu landinu. Casey og Hender- son töldust báðir til þess yfir- gnæfandi meirihluta bandarískra kjósenda sem felldi Edgar Frazi- er forseta frá endurkjöri í kosn- ingunum 1972 þegar skipting Irans var næstum eina hitamál- ið. „Jordan Lyman fékk mig á sitt band með kosningaræðunum'" sagði Henderson. „Ég gleymi aldrei þegar hann sagði: „Við erum reiðubúnir til að halda áfram viðræðum til eilífðar, en við látum aldrei af hendi einn ferþumlung frjáls lands í viðbót, nokkurs staðar, nokkru sinni." “ „Mig lika,“ sagði Casey. „Samt er ég orðinn dálítið kvíðafullur," hélt Henderson áfram. „Ætlar hann að standa við þetta? Mér er ekkert um nýja sáttmálann gefið, og eftir því að dæma sem ég heyri og les er almenningi það ekki held- ur.“ „Afvopnunarsáttmálinn er und- irritaður, innsiglaður og stað- festur," svaraði Casey, „svo þú átt ekki að berjast gegn honum. En langi þig til að vita hvernig sumum mönnum finnst forset- inn standa sig, skaltu spyrja Scott á morgun. Þá færðu að heyra þrumuræðu." Henderson stóð hlæjandi upp frá borðinu. „Ég yrði ekki á fjögurra stjörnu hershöfðingja — ennþá," sagði hann. „Ég hlusta." Casey vann þegar þeir köst- uðu um reikninginn og þeir skildu, Henderson fór upp en Casey aftur sömu leið til skrif- stofu sinnar. Aftur tók Casey að brjóta heil- ann um þetta ECOMCON hjá Mutt. Hann eyddi klukkutíma í að blaða í fyrirskipunum og fyr-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.