Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Qupperneq 33

Fálkinn - 24.05.1965, Qupperneq 33
irmælum Sameiginlega yfirher- ráðsins frá síðasta ári i leit að einhverju sem gefið gæti bend- ingu. Hann rakst ekki á neitt. Nú, jæja, hugsaði hann, Scott lætur mig vita þegar honum finnst tími til kominn. Síminn hringdi og mild rödd Murdock ofursta kom úr tólinu. Aðstoðarforingi herráðsforset- ans hringdi alltaf eftir hádegi á sunnudögum til að vita hvort nokkuð væri um að vera. „Ekki hræring, ofursti," svar- aði Casey honum. „Það eina sem komið hefur mönnum úr jafnvægi í dag er yðar verk. Þér eruð búinn að gera strákinn hann Hough trítilóðan út af veð- hlaupahestum." Eins og Casey hafði búizt við var Murdoek allt annað en skemmt. „Einhver þyrfti að kefla strák- inn þann,“ hreytti hann út úr sér. „Gerið okkur öllum greiða og fáið Scott til að senda hann • Öruggur staður Framh. af bls. 10. hvað fleira, sem þeir gætu farið með, en hann var með vörubílstjóra með sér. Þá datt mér í hug, að þarna væri kom- ið gullið tækifæri til að losna við skápinn á ódýran hátt, svo að ég bað þá að taka hann líka, og það gerðu þeir.“ Hilda var augsýnilega ánægð yfir þessari framtakssemi sinni. En það var ekki hægt að segja það sama um Agnar. Hann hafði frekar hnigið niður en setzt á eldhúskollinn, og tók nú á öllu viljaþreki sínu til að hefta formælingarnar, sem komnar voru fram á varir hans, og kreppti þvalar hendurnar í niðurbældri reiði og sjálfsásök- un, þar til neglurnar námu við holdið. Hilda tók ekki hið minnsta eftir þeim áhrifum, sem frásögn hennar hafði á Agnar, enda var hún með allan hugann við uppvaskið. „En þegar þeir voru farnir, rifjaðist það upp fyrir mér,“ hélt hún áfram, „að ég hafði gleymt gamla frakkanum þín- um í skápnum. Þú manst, þennan, sem við ætluðum að gefa vetrarhjálpinni, svo að það hefur kannski fundizt sviðalykt, þegar þeir kveiktu í skápnum,“ sagði hún hugs- andi. „Heldurðu það ekki?“ Það fóru krampakenndar viprur um andlit Agnars. Loks svaraði hann hásri röddu: „Jú, það hefur örugglega fundizt sviðalykt." til Pearl Harbor," lagði Casey til kæruleysislega. „Þarna datt yður nokkuð í hug,“ svaraði Murdock allt ann- að en kæruleysislega. „Fari það bölvað, þetta er einkamál hers- höfðingjans." „Það er einmitt það sem ég sagði honum, ofursti. En eins góður aðstoðarforingi og þér eruð ætti að athuga lánstraust Branswell aðmíráls. Það er að heyra á honum að hann sé uppi- skroppa með tiu dollara seðla.“ Þögn var í símanum drykk- langa stund. Þegar Murdock tók aftur til máls, var komið frost í rödd hans í stað venjulegrar blíðu. „Ég verð heima það sem eftir er dagsins, ef eitthvað gerist sem máli skiptir." Áherzlan á síð- ustu orðunum var mátuleg til að gefa til kynna álit Murdocks á tilraunum Casey til gaman- semi. Casey lagði frá sér simann. George Murdock hafði tekizt að gera honum gramt í geði eins og venjulega. Casey hafði aldrei átt auðvelt með að láta sér geðj- ast að mönnum sem öfluðu sér frama með því að opna dyr og bera skjalatöskur fyrir þá gull- bryddu, og kaldur dugnaður Murdocks gerði það tvöfalt erfið- ara. Casey sneri skífunni á skjala- skáp sínum, setti rauða spjald- ið sem þýddi „opinn“ á handfang- ið og náði í áætlanamöppuna. Á spjaldinu, milli tveggja HERN- AÐARLEYNDARMÁL- stimpla. stóð „Alrauð 74-2“. Eins og nú lá á Scott var ólíklegt að hann leiddi hugann að öðru vikuna út, svo Casey fannst ekki van- þörf á að fara enn einu sinni yfir áætlunina. Hann las hægt og reyndi að leggja allt á minn- ið. Forsetinn færi til Camp David, sumarbústaðar síns á Maryland- hálsunum, klukkan tíu á laugar- dagsmorgun. Svo kæmi hann til baka í þyrilvængju sinni og flygi suður í neðanjarðarbyrgið í Mont Thunder í Bláíjöllum Virginíu. Yfirherráðsmennirnir fimm ækju hver í bil til stjórn- arstöðvanna í Mont Thunder og kæmu þangað ekki seinna en klukkan 11.15, skömmu áður en Lyman forseti lenti. Murdock átti að fara með Scott. Casey átti að aka þangað einn. Framh. í næsta blaði. fAlkinn FLÝGUR UT FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.