Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Page 37

Fálkinn - 24.05.1965, Page 37
Þannig hefur jörðin litið út fyrir 3.000 milljón árum, þegar hún var helmingi minni en í dag, og þá verið nær alveg þakin þurrlendi. Til þess að auðveldara sé að átta sig á myndinni, eru meginlöndin sýnd á henni eins og við könnumst bezt við þau. En séu landgrunn þeirra tekin með í reikninginn myndu þau falla miklu betur hvert að öðru (dökku svæðin á myndinni svo til hverfa). ÝMSAR sannanir hafa nú fengizt fyrir því, að jörðin hafi eitt sinn verið helmingi minni en hún er núna, en hafi belgzt út, líkt og blaðra sem blásið er í. Dr. K. M Creer, eðlisfræði- prófessor við háskólann í Newcastle upon Tyne, segir í grein í brezka náttúru- fræðiritinu „Nature“, að menn verði nú að gefa kenn- ingunni um útvíkkun jarð- arinnar „alvarlegan gaum,“ — enda þótt enginn geti enn sagt, hvað þeirri útvíkkun hafi valdið. Það sem fyrst og fre.mst bendir til þessa er sú ein- falda en einkennilega stað- reynd, að ef maður klippir út úr hnattlíkani þá hluta þess sem sýna þurrlendi jarðarinnar, þá er hægt að setja þá svo að þeir falli nær alveg saman utan um líkan, sem er um það bil helmingi minna um sig. Fyrir hálfu þriðja ári gerði brezkur leikmaður í þessum fræðum, dr. C. H. Barnett, tilraun sem sannaði þetta, og hann hefur nýlega endurtekið þessa tilraun og þá notað plastþynnur, sem hann lagaði til, svo að þær féllu að minna hnattlíkan- inu. Þynnurnar falla ákaflega vel saman (sjá skýringar- mynd), nema hvað Pata- gónía (syðsti hluti Suður- Ameríku) leggst yfir Suður- skautslandið. En dr Creer bendir á að Patagónía samanstandi úr tiltölulega nýlegum bergmyndunum. Dr. Creer hefur einnig safnað saman öðrum sönn- unargögnum sem benda til þess að meginlöndin eins og við þekkjum þau í dag hafi gliðnað hvert frá öðru. Rann- sóknir á „steingerðu segul- magni“ í fornbergi sýna, að afstaða meginlandanna til segulskautanna var áður fyrr allt önnur en nú. Jarð- fræðiathuganir benda einnig til þess að meginlöndin hafi gliðnað hvort frá öðru. EGAR allar þessar niður- stöður eru bornar saman, virðast sterk rök vera fyrir því að meginlöndin hafi áður öll verið samtengd og þá myndað samfellt meginland, sem kallað hefur verið „Pangea“. En þetta megin- land þakti, að áliti dr. Creers, jörð sem var mikfu minni um sig en hún er núna. Er jörðin víkkaði út, hlaut jarðskorpan að springa. Dr. Creer telur, að fyrsta sprung- an hafi verið svipuð U-i í laginu, legið meðfram mörk- um Norður- og Suður-Ame- ríku annars vegar, og hafi smám saman breikkað og myndað Kyrrahafshvilftina. Dr. Creer álítur að þes*i útvíkkun jarðarinnar hafi staðið yfir a. m. k. í 3.000 milljón ár og numið um 5 sentimetrum á öld. En allan þennan tíma virðist „Pan- gea“ hafi verið samfellt meginland. En fyrir um 500 milljón árum, þegar jörðin hafði nærri því náð þeirri stærð sem hún hefur nú, tók „Pangea“ að sundrast í ein- staka hluta sína og megin- löndin að gliðna hvert frá öðru. Fyrst klofnaði Asía frá Afríku og Suður-Ameríku og þá mynduðust tvö mikil meginlönd sem nefnd hafa verið Laurasia og Gond- wanaland. Síðar, fyrir um það bil 250 milljón árum, tóku önnur þau meginlönd að myndast sem við þekkj- um í dag (Suður-Ameríka klofnaði þannig frá Afríku), og meginlöndin fjarlægðust smám saman hvert ann~ð og mynduðu þannig m. a. Atlantshafið. vaijörðin einu sinni helmingi minni en hun ei i dog ? FALKINN 37

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.