Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 40

Fálkinn - 24.05.1965, Blaðsíða 40
hægri fóturinn á benzíngjöfinni var næstum dofinn. Það er bezt að ég snúi við og fari aftur á benzínstöðina, hugs- aði hún. Kannski get ég snúið við eftir næstu beygju ... Hún tók eftir svolitlu útskoti, þar sem hægt var að snúa við, og bakkaði inn á það. En þegar hún ætlaði að fara að keyra áfram, sá hún í spegl- inum, að ljósgræni bíllinn var fyrir aftan hana ... Loren hemlaði. Hún sat eins og stirðnuð og gat hvorki hreyft legg né lið. Galopnum augum starði hún i spegilinn. Stúlka steig út úr bílnum. Hægt kom hún i áttina til Lorenar. Hún heyrði marra í mölinni undir fótum hennar. Og svo stóð stúlkan við hlið- ina á bílnum hennar, beygði sig fram og leit á Loren gegnum hálfopinn hliðargluggann, „Gaman að sjá þig aftur,“ sagði hún. „En hvað það var fallegt af þér að elta okkur alla leið hingað!“ Hún tók af sér bláu slæðuna og brosti til Lorenar. Þetta var -— Alice Jackson ... „Stigðu út úr bilnum," sagði Alice Jackson og opnaði hurð- ina á bifreið Lorenar. Og þá sá Loren, að hún miðaði skamm- byssuhlaupi á hana. „Flýttu þér svolítið,“ sagði Alice, „bróður minum er illa við að þurfa að bíða eftir öðrum!" Hún lét Loren ganga á undan og kom sjálf nokkrum skref- um á eftir. Þegar þær voru komnar alveg að ljósgræna bíln- um, var hurðin opnuð að innan. „Komdu inn, góða!“ heyrði Loren ökumanninn segja. Mjúk, vingjarnleg rödd. Og þá þekkti hún hann aftur: Það var Robert Campbell! Bob, frændi hennar. „Óvænt ánægja, finnst þér ekki?“ sagði Bob brosandi. Loren kom ekki upp orði. Hún fann skammbyssuhlaupið nema við mjöðmina á sér, riðaði svo- lítið og lét svo fallast í aftur- sætið. Alice kom inn á eftir henni. Bíllinn fór strax af stað. Enginn sagði orð. Robert Campbell ók bifreið- inni um það bil hálfa mílu í við- bót, svo nam hann staðar. „Þá erum við komin,“ sagði hann. „Þarna er húsið, sem þú ert búin að taka á leigu ... Alveg yndislegt hús! Þú ert nefnilega þar í felum, eftir að þú myrtir hann frænda þinn og svo bless- aðan karlinn hann Lathrop ...“ Öll þrjú gengu þau saman upp stíginn að húsinu. Alice alltaf nokkrum skrefum á eftir Loren. Það var sannarlega yndislegt hús, sem þau fóru inn í. „Það er timi til kominn, að ég kynni þig fyrir henni systur minni,“ sagði Bob og ýtti Loren niður i hægindastól. „Þú mátt ekki taka það illa upp fyrir • Stúlkan í gulu kápunni Framh. af bls. 35. með að ráða gátuna, að ég má bókstaflega ekki gefast upp núna! Vegurinn var mjór og brattur Hann lá í bugðum upp úr daln um í áttina að skógi vaxinni hæð. Við og við gat Loren eygt Hudson-fljótið milli trjánna. Svo varð gatan enn brattari. Hvergi gat að líta eitt einasta hús J’ólkið, sem átti póstkass- ann neðst í hæðardraginu, hlaut að búa efst uppi. Loren ók fyrir enn eina beygj- una. Hún sá í endann á Ijósgræna bilnum milli trjánna. Það glamp- aði á bremsuljósin — og svo var bíllinn horfinn inn á næstu bugðu. Loren hélt áfram. En henni varð æ betur ljóst, að þessi veg- ur hlaut að enda sem blindgata. Það þýddi, að ljósgræni bíllinn var búinn að leiða hana í gildru, sem enginn möguleiki var á að losna úr ... Taugar hennar voru yfir spenntar, og hún byrjaði að missa kjarkinn. Hún svitnaði í lófunum, og Braga kaffi er ætíð hressandi ferskt og ilmandi gott HUN henni, þótt hún kalli sig stund- um Alice Jackson ...“ Hann brosti til systur sinnar. „1 raun og veru heitir hún Dorothy, og þetta er indælis- stúlka. Hún hefur verið mér stoð og stytta upp á síðkastið!" Dorothy Campbell — sem kall- aði sig stundum Alice Jackson — hélt ennþá á skammbyssunni. „Ég held við ættum að fara að flýta okkur,“ sagði hún. Nú var röddin ekki lengur eins blíð- leg og áður. „Loren talaði í símann á leiðinni." Robert Campbell kinkaði kolli: „Rétt er það. En þá vissi hún ekki enn, í hvaða átt hún myndi fara — og hér verður ekki svo auðvelt að finna hana. Bíllinn hennar er meira en hálfa milu í burtu. Og þegar hann finnst, verðum við komin langt í burtu héðan...“ Loren Hartley hafði ekki sagt orð fram að þessu. Hún horfði enn á Robert Campbell og trúði ekki sínum eigin augum — Bob, frændi ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG EINKASÖLU A REST-BEST KODDUM Póstsendum um land allt. DÚN- OG FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.