Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 11
« M7B*UWllhtt ItlsStltfíE eitir LEIGII BRACKETT í fyrstu fylltist ég ofsabrœði, en síðan fannst mér ég láta eins og fífl. Að öllum líkindum mundi alls ekkert gerast. Mjög sennilega var þetta allt helber ímyndun, ályktanir dregnar af ótta, getgátum og óskhyggju... hinn hverfula Bill, sem þekkti mig, en ég gat ekki fundið, og svo drenginn, sem gat verið Everett Bush. En Chuck vantaði ekki. Hann tók utan um hálsinn á mér aftanfrá, og þegar ég reyndi að vinda mér til og berja hann gripu hinir um handleggi mína. Þeir byltu mér inn undir laufg- aðar greinar hlyns, þar sem þétt- ir, svartir skuggarnir leyndu þeim, og þar héldu þeir mér. Ég hafði heyrt til þeirra broti úr sekúndu áður en þeir gripu til min, en ekki nógu snemma til að geta gert neitt. Þeir hljóta að hafa skilið bílinn eftir úr aug- sýn neðar í götunni og læðzt upp að húsinu í skjóli runnanna, þeg- ar við George vorum inni; forð- azt ljósin og legið þolinmóðir í leyni, bíðandi þess, að gestur minn kveddi og gæfi þeim færi á mér. Chuck sagði: „Stattu kyrr.“ Hann hafði olnbogabótina und- ir hökunni á mér, þvingaði höfuð mitt upp að brjósti sér og þrengdi að barkanum. Stutti drengurinn með hláturinn hélt um hægri handlegginn á mér. Hann sneri meira uppá hann en þörf var á. Hinn drengurinn hélt þeim vinstri. Ég hafði misst stafinn. Ég stóð grafkyrr, grip- * inn ofboðslegri skelfingu. Ég var ekki byrjaður að reiðast. „Þetta er ágætt," sagði Chuck. Hann losaði ögn um takið, svo 1 ég náði andanum. Það var eitt- 1 hvað vingjarnlegt, nærri ástúð- legt í rödd hans, eins og við værum gamlir vinir og skildum hvor annan. „Linaðu takið, glóp- ur, þú ætlar þó ekki að hand- leggsbrjóta hann?“ Glópurinn hló, og Chuck hastaði á hann, „ekki núna, skilurðu það? Vjð komum einungis til að tala við ' Sherris." Ég fann andardrátt hans aftan á hálsinum. Ég hataði hann. Mig langaði að drepa hann. Mig lang- aði að draga hann niður á jörð- ina og traðka á honum, rífa hann I tætlur og fleygja tætlunum. Ég sagði: „Ætlið þið að tala við mig um Everett?" „Everett Bush,“ sagði ég. Drengurinn, sem er ekki með ykkur núna. Eða annar þeirra. Hann er hræddur við að koma, skiljanlega, en hvar er Bill? Hef- ur hann svikið ykkur?“ „Herra Sherris," sagði Chuek, þessum einkennilega ástúðar- rómi. „Ég kom hingað til að gera yður greiða. Gerið mér ekki erfitt fyrir." Hann herti skrúfutökin um hálsinn á mér. Ég sá eldglæring- ar, og blóðið dundi í eyrum mér. „Ég þekki engan Everett Bush,“ sagði Chuck. „Og Bill kemur þér ekki við. Ætlarðu nú ekki að hlusta á mig?“ Hann linaði tökin aftur, og ég sagðist hlusta. Með frjálsu hendinni náði hann blaðsnepli úr vasa sinum og hélt honum upp við andlit mér. Ég sá ekki hvað það var, en hann sagði mér það. Það var frásögn af eltingaleik minum við bílinn. „Þú varst heppinn," sagði Chuck, „að það skyldi ekki vera sá rétti. Og þú ættir ekki að reyna þetta aftur, herra Sherris. Veiztu, hvað myndi ske, ef þú næðir þeim rétta?“ Hann sleppti blaðsneplinum skyndilega og lamdi mig utan- undir rétt mátulega til að undir- strika orð sín. „Ég þekki þig, herra Sherris," sagði hann. „Ég ber þig mjög fyrir brjósti. Þú varst skyssa. Mig henda ekki oft skyssur, og mér fellur ekki að vera minntur á þær. Minntu mig ekki oftar.“ „Dásamlegt,” sagði ég, en svona auðvelt er það ekki. Þú gafst mér nokkuð, sem minnir mig á þig við hverja hreyfingu, og það sem meira er...“ Þú ógnaðir fjölskyldu minni, ætlaði ég að segja. Þú skrifaðir konu minni bréf. Ég gat ekki sagt það. Ég gat ekki rengt Tracey með orðum þessa öfug- snúna vesalmennis. Ég gat ek'ki einu sinni nefnt hana við hann. Hún yrði sjálf að segja mér sannleikann eða engin. Þetta var mjög undarlegt. Ég hafði lifað þetta augnablik mörg þúsund sinnum í huganum, en þá jafnan séð sjálfan mig sem sigurvegarann og drengina í ör- uggri gæzlu. Nú, með smábreyt- ingu, var augnablikið komið og ég þurfti ekki annað að gera en spyrja Chuck: Skrifaðir þú konu minni ógnunarbréf. Og ég gat það ekki. „Það, sem meira er, hvað?“ spurði hann kurteislega. „Ég ætlaði að segja,“ sagði ég, „að ég reiddist.“ Þeir hlóu mikið að þessu. „Hæ, Chuck, heyrðirðu þetta?“ æpti glópurinn. „Hann reiddist.“ Hann barði mig i kviðarholið. „Ég skal veðja, að þetta gerir þig enn reiðari, góði.“ „Haltu kjafti," sagði Chuck. „Dreifðu ekki athygli hans. Ég vil, að hann fái þetta skýrt í kollinn herra Sherris." „Já.“ „Þú skilur það. Þetta er aðvör- un. Láttu okkur í friði.“ „Hvað þykizt þið ætla að gera? Drepa mig?“ Hægur bruni var að breiðast út frá staðnum, þar sem stutti drengurinn hafði sleg- ið mig. Hann barst út um mig allan, brenndi burt óttann. Mað- ur kemst á visst sig. Eftir það er maður ekki ábyrgur gerða sinna. „Það gæti hugsazt," sagði Chuck nærri blíðlega. „Við höf- um ekki reynt það enn. Okkur kynni að finnast það gaman." ,Hvaða rétt ættirðu svo sem að hafa til þess?“ spurði ég. „Mig langar til þess.“ „Þig langar til þess! Hver heldurðu, að þú sért?4 Guð al- máttugur?" „Hvað þér viðkemur, Sherris," sagði hann, ,þá er ég það.“ Og hann hnykkti höfðinu á mér aftur á bak, til að sanna mér það. Ég kippti að mér handleggjun- um af öllu afli, og sparkaði um leið, eins fast og ég gat, rneð veika fætinum, sem þunga stál- spöngin var á. Höggið hæfði Chuck rétt ofan við ökklann. Hann rak upp öskur við hinn óvænta sársauka, og tak hans um hálsinn á mér losnaði. Ég fleygði mér áfram og hrópaði um leið á hjálp, eins og lungun leyfðu. Þetta var íriðsælt íbúðar- hverfi, en ekki autt og mann- laust eins og Williamsgata. Ég sá stafinn minn í grasinu, rétt utan við skuggann af trénu, og henti mér á hann. Einhver þeirra, — ég veit ekki hver, — sló mig niður. Ég varð hálf-ruglaður, en heyrði þá einhvern kalla á mig með nafni og svaraði því. „Hérna,“ hrópaði ég. „Hingað, Joe, fljótur!" Ljós var kveikt í garði Joe Thompson, við hliðina. Ég náði tökum á stafnum, og velti mér um hrygg og fór að berja frá mér í átt til drengjanna, kyrr- stæðra skuggamynda í myrkrinu. Þeim var brugðið. Ég gat greint hvítleit andlit þeirra, eins og klessur, án neinna andlitsdrátta. Chuck hreytti úr sér fúkyrðum, aftur og aftur, lágri, blæbrigða- lausri grimmdarröddu. Ég náði ekki til hans, en ég kom þétt- ingshöggi á stutta drenginn. Hann æpti af sársauka og stökk til hliðar. Ég reyndi að koma höggi á þann þriðja, en han:i var þegar tekinn á rás. Joe Thompson var nú kominn fyrir endann á girðingunni og inn í garðinn til min; hann kall- aði og spurði, hvað um væri að vera. Stutti drengurinn muldraði eitthvað um að koma sér burt. Hann byrjaði einnig að hlaupa. Chuck var nú hættur formæling- um sínum, en ég heyrði hann mása í myrkrinu og fann augna- ráð hans á mér. „Komdu bara, raggeitin þín,“ sagði ég. „Komdu hingað, þar sem ég get náð tii þin.“ Ég gat ekki hugsað alveg skýrt. Mig langaði bara að drepa hann. Hann svaraði ekki. Hann más- aði eins og dýr. Ljós voru að kvikna i garði Whites, sem býr hinumegin við mig. Ég var að reyna að komast á fætur. „Ég skal ná þér,“ sagði ég. „Þó að það verði mitt síðasta verk.“ 11 ÉALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.