Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 5
REMUR mánuðum áður hafði frú Dixon — sem hún þekkti aðeins lauslega — komið og hringt dyrabjöll- unni hjá henni í mikilli geðshræringu. „Ég bið yður afsök- unar, að ég skuli ryðjast inn til yðar á þennan hátt,“ hafði hún sagt, „en ég veit, að þér þekkið forsetann vel, og ég á ekki aðgang að mörgum vinum hans. Hann var rétt í þessu að taka ákvörðun um að fara í einhverja ferð til Suðurríkj- anna, en sú ferð verður hans bani. Þér verðið að fá hann til að hætta við hana. Ég hef lengi séð svart ský yfir Hvíta húsinu. Það er stöðugt að stækka, og nú er það byrjað að hreyfast niður til Suðurríkjanna. Forsetinn verður myrtur ef hann fer í þessa ferð.“ Kay reyndi að vera kurteis. En hún hafði ekki mikla trú á þessum spádómi. „Ef svona nokkuð er ákveðið fyrirfram,“ sagði hún efins, „er víst ekki mikið við því að gera.“ „Jú, stundum er hægt að afstýra ógæfunni ef maður fær vitneskju um hana nógu snemma,“ sagði Jeane áköf. „Þér v e r ð i ð að vara hann við.“ Ungfrú Halle horfði vandræðalega á gest sinn. Hún hafði heyrt, að Jeane væri gædd dulargáfum, en þóttist vita, að hún væri ekki óskeikul. „Hvernig ætti ég að geta fært for- setanum slík skilaboð?“ sagði hún. „Hvað myndi fólkið í Hvita húsinu halda, ef ég kæmi með svona dularfulla spá- sögn upp úr þurru?“ Jeane skildi tregðu hennar, en hélt áfram að sárbæna hana. Loks lofaði Kay að gera allt sem í hennar valdi stæði. Jeane létti við það, og hún hélt heim til sín heldur ánægðari en hún hafði komið. „Ég braut heilann um þetta vikum saman,“ sagði Kay Halle síðar með djúpri eftirsjá, „en ég vissi, að það myndi ekkert þýða að færa jafnhugrökkum manni og Kennedy forseta skilaboð af þessari tegund. Hann hefði bara hlegið og látið viðvörunina eins og vind um eyrun þjóta.“ Spddómurinn birtist í PARADE 1956. Jeane Dixon hafði fyrst séð hið dökka ský dauðans yfir Hvíta húsinu ellefu árum áður eða 1952. Þá hafði hún séð í sýn ungan hávaxinn mann með blá augu og þykkt og óstýrilátt brúnt hár. Hún heyrði innri rödd segja, að hann væri demókrati og yrði kjörinn forseti árið 1960 og myndi farast vofeiflega meðan hann væri við völd. Fjórum árum síðar, sagði hún á fundi með fréttamönnum tímaritsins Parade, að „bláeygur demókrati yrði kjörinn forseti árið 1960 og myrtur meðan hann væri við völd.“ Fréttamönnum brá í brún að heyra þessa afdráttarlausu yfirlýsingu og spurðu hvort ekki væri betra að skrifa, að hann „myndi deyja áður en embættistímabil hans væri út- runnið.“ „Þið getið orðað það eins og ykkur sýnist,“ svaraði Jeane, „en hann verður myrtur.“ Jeane á tali við frú Marguerite Oswald. móður Lee Oswald, sem ákcerður var fyrir morðið á Kenn- edy forseta. Jeane reyndi árang- urslaust að vara forsetann við ó- gœfunni sem steðjaði að honum, og nokkrum vikum áður en morðið var framið sá hún bregða fyrir nafni — tveggja atkvœða nafni með fimm eða sex stöfum. „Annar stafurinn var áreiðanlega S og sá fyrsti annað hvort O eða Q. en ég sá það ekki nógu greinilega." FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.