Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 12
Skólavörðustíg 4 — Sími: 15717 Hinir sérstæðu Marimekko kjólar eru hvarvetna að ryðja sér til rúms, enda eru l>eir í flestu frábrugðn- ir öðrum tízkukjólum. í upphafi voru handþrykktu baðmullarkjólarnir ætlaðir sem heimakjólar og öðluð- ust þegar feikn vinsælda í tízkuheiminum. Síðan komu ullarefnin til og enn ein- faldari snið. Nú orðið er ekki lengur spurningin hvar og hvenær eigi að klæðast Marimekko kjól, það ákvarð- ast eingöngu af konu þeirri er ber kjólinn en ekki af tilefninu. — í London, New York, Stokkhólmi, Kaup- mannahöfn og víðar eru sérstakar Marimekko búð- ir, og nú geta einnig ís- lenzkar konur klæðzt þessum hentugu og fall- egu kjólum, þar sem verzlunin Dimmalimm hefur þá á boðstólum í miklu úrvali. Ég sá, að hann sneri höfðinu snögglega á vixl í áttina til Joe Thompson, síðan í átt til White. „Ef þú stígur fæti hingað aft- ur, drep ég þig,“ sagði ég. Hann lagði á flótta. „Ég skal drepa þig,“ hrópaði ég á eftir honum. ,Ég skal drepa þig. Ég skal ....“ Joe Thompson lagði höndina á öxl mér. „Þeir eru farnir núna. Er allt I lagi með þig? Vertu hér kyrr, þangað til ég hef geng- ið úr skugga um, að þeir séu farnir." Hann hljóp á eftir þeim, þó ekki eins og hann hefði neina sérstaka löngun til að ná þeim. Ég heyrði einhvern, líklega Chuck, brjótast gegnum limgerð- ið út að götunni. Stuttu seinna heyrði ég bíl ræstan, í hvarfi við homið, og aka burt á ofsahraða. Svo heyrði ég, að Joe Thomp- son var að tala við Andy White, og þeir komu báðir til mín. Ég hafði nú staðið á fætur. Ég sagði þeim, að ég væri ó- meiddur, eins og satt var. En mig logverkjaði í fótinn. Hann var enn of viðkvæmur til að verða fyrir svona hnjaski. Þeir hjálpuðu mér inn, og Andy blandaði fyrir mig sterkandrykk. Hann var lögfræðingur, en Joe Thompson var sölustjóri hjá stál- iðjuveri. Þeir voru báðir góð- kunningjar mínir. Þeir sýndust æstir og í uppnámi, og Joe spurði í sífellu, hvort hann ætti að hringja fyrst á lögregluna eða lækninn. „Lögregluna," sagði ég. Ég var enn að hugsa um, hve dásamlegt hafði verið að keyra stafinn í fætur þrekna piltinum. Ég von- aði, að ég hefði meitt hann svo um munaði, en ef dæma skyldi eftir, hvernig hann hljóp, voru ekki miklar likur til þess. „Gát- uð þið séð þá?“ Þeir hristu háðir höfuðið. Ekki nema rétt í svip, um leið og þeir hlupu,“ sagði Joe. Hann tók símaáhaldið. Ég sat þarna og reyndi að muna, hvað ég hefði sagt við Chuck. Mér var það ekki vel ljóst, nema hvað það mundi ekki hafa verið beint viturlegt af mér að ógna honum. En ég mundi greinilega, hvernig hann hafði horft á mig úr myrkrinu, hvern- ig mér hafði fundizt hann vera, eins og hungrað villidýr, sem ráfar um handan við ljósmörkin. „Rangsnúið," sagði ég. „Alger- lega rangsnúið." „Hvað þá?“ spurði Andy. „Þessi drengur, Chuck. Öfug- uggaháttur; vanta: eitthvað í hann." „Vitfirringur?" sagði Andy. „Nei, ekki þannig. Öðruvísi." Ég leitaði að viðeigandi orði, en fann það ekki. Ég horfði á Joe, sem var að tala i símann. „Sam- band. Ekkertt samband. Við gæt- um talað saman í hundrað ár, og hvorugur okkar fengið neina hugmynd um. hvað hinn væri að huesa. eða hvers vegna.“ „Það er honum engin afsök- un,“ sagði Andy. „Hvorki laga- léga né siðferðilega." „Ég veit ekki, hvort það skýr- ir, hvað ég á við,“ sagði ég. „Én þegar hann hafði handlegginn um háls mér; hafði líf mitt bók- staflega í hendi sér, þar sem hann gat fundið það, — bundið enda á það, ef hann lysti, þá var hann í jafnvægi. Eins og hann hefði að lokum náð sam- bandi. Ef til vill er þetta eina leið hans til að komast í andlega snertingu við annað fólk, með yfirdrottnun. Með ofbeldi." „Hlýtur að vera fjári erfitt fyrir vini hans,“ sagði Andy. Joe Thompson, lagði niður símann. „Þeir koma strax," sagði hann og gekk í áttina til dyra. „Kem eftir augnablik, Walt. Ég ætla að láta konuna mína vita." „Láttu mína líka vita,“ sagði Andy, Hann settist við hlið mér. „Hvað heldurðu um hina?“ „Ég ætla að koma með tilgátu. Einn er venjulegur pyndinga- losta-fáviti. Annar hefur verið alinn upp með ruddaskap, og miðlar nú öðrum af því, sem hann hefur alltaf orðið að þola. Sá þriðji — annaðhvort ótukt í eðli sínu eða reynir að bæta sér upp eitthvað, sem hann vantar. Og svo er sá fjórði, sem alls enga samleið virðist eiga með hinum. En Chuck bindur þá saman. Hann gefur þeim stefnu og tilgang.“ Andy leit hvasst á mig. „Eru þetta nú ekki hugarórar í þér, Walt? Mér virðast þetta venju- legir strákaþorparar, sem allt of mikið er af nú á dögum." „Já,“ sagði ég. „En hvað er venjulegt? Ég á við, það er eins vel hægt að segja, venju- legur Dillingar eða venjulegur . markgreifi de Sade. Þeir voru hvorugir einstæðir. Það vildi bara svo til, að þeir urðu frægir." Hann ákvað að deila ekki við mig. Joe kom aftur eftir stund- arkorn og síðan lögreglan; tveir lögregluforingjar, sem ég þekkti ekki, i eftirlitsbil. Þeir spurðu viðeigandi spurninga, leituðu um allt svæðið með vasaljósi, fundu blaðaúrklippuna, sem Chuck hafði fleygt, og létu hana var- lega i umslag. Síðan hélt annar þeirra upp eftir götunni til þess að spyrjast fyrir um, hvort nokkur nágrannanna hefði séð bílinn. Framh. •••5VO EtTTkVOtDU? blLAOI SJÖMVAKPl-Þ, 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.