Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 34
Blómisi tsSa
Framh. at bls. 21.
Ungi maðurinn bauðst tiJ
þess að laga kaffisopa, og yfir
lögregiuþjónninn sagði já takk.
Heðan hann beið horfði hann
á íbúðina og bækurnar. ,
Þeir sötruðu kaffið eilitla
stund og horfðu hver á annan.
Svo sagði Martinson: — Hvað
get ég gert fyrir yður.
— Þér getið sagt mér hvers
vegna konan yðar fyrrverandi
framdi sjálfsmorð.
Hann sökk niður i stólnum,
en reisti sig síðan við aftur.
— Þér gangið hreint til
verks, sagði hann.
— Afsakið. En þetta dugar
venjulega betur til þess að fá
fólk til þess að segja satt, held-
ur en að lóta eins og kötturinn
í kring um grautinn sinn. Vitið
þér hvernig þetta átti sér stað?
Ég veit það ekki vel. Hún
skildi eftir bréf fyrir mig, en
það stóð ekkert í því.
— Hvað meinið þér?
— Ja, þáð stóð að hún væri
orðin leið á þessu öllu saman,
og að hún gæti ekki gert að því
að hún væri það sem hún væri,
og gerði það sem hún gerði.
Hún sagði, að ég væri eini heið-
arlegi maðurinn, sem hún hefði
kynnzt.
Hann brosti. — Hún var mjög
frjálsleg, vitið þér?
— Ég veit það.
— En ég held, að það hafi
eyðilagt mikið fyrir henni.
Menn tóku eftir henni fyrir
bragðið, og hún vissi ekki vel
hvernig hún átti að bregðast
við því.
Hann var rólegur. — Ég
meina, hún vissi jú vel, hvað
hún átti að gera við þá, en hún
vissi bara ekki hvað hún átti
ekki að gera.
— Hún reyndi eirjs og hún
gat. Hún reyndi að vera mér
trú, en það var henni ofaukið.
Ef ég gerði eitthvað, sem henni
var á móti skapi, þá gekk hún
út. Hún gat heldur ekki gert að
því.
Yfirlögregluþjónninn leit út
um gluggann. Það voru þrjú tré
rétt fyrir utan, og hann var að
hwgsa um hvers konar tré þetta
væru. — Elskuðuð þér hana?
spurði hann svo.
— Já. Jafnvel þótt skilnaður-
inn hafi verið mín sök, þá elsk-
aði ég hana. — Hvers vegna
vi7duð þér skilja við hana?
— Af því að ég gat ekki hald-
’ð betta út, — með hina menn-
i"-5. En ég hataði hana aldrei.
34 FÁLKINN
Ég gat bara hreinlega ekki þol-
að þetta. Þetta var að lokum
komið á það stig, að ég grét
ekki einu sinni.
Hann yppti öxlum. — F.g hat-
aði ekki heldur hina mennina
fyrir þeirra gerðir. Karlmenn
eru jú alltaf karlmenn. En ég,
— ég gat ekki þolað þetta.
Yfirlögregluþjónninn átti von
á því, að maðurinn brysti í grát.
Hann beið, en maðurinn horfði
bara á hann.
— Þér drápuð þau, ekki satt?
— Jú.
— Hvar er skammbyssan?
— í skrifborðsskúffunni.
Yfirlögregluþjónninn gekk
yfir gólfið og opnaði skrifborðs-
skúffuna. Skammbyssan lá þar
ofan á brúnni bók. Hann lagði
vasaklút utan um hana og
stakk henni í vasann.
— Brúna bókin var dagbókin
hennar, sagði Martinson. Þar
fékk ég að vita hverjir þeir
voru. Hún hélt nákvæma skrá
yfir þá alla saman.
Yfirlögregluþjónninn tók
bókina og fletti henni. — Mitt
nafn er hér, sagði hann. —
Hvers vegna drápuð þér mig
ekki, eða gerðuð að minnsta
kosti tilraun til þess?
— Ég gerði það sem ég hafði
ákveðið, svaraði Martinson ró-
íega. — Ég drap þá.
— Já, en hvers vegna ekki
mig. Ég var líka náinn vinur
hennar.
— Ég sagði áðan, að ég hefði
stæðu, og þér senduð henni
ekki hatað neinn af þeirri á-
blóm.
— Hvað?
— Þér voruð sá eini af þeim,
sem senduð henni blóm.
Og nú bar gráturinn hnnn of-
urliði. YfirlögregJubjónninn
stóð með dagbókina í hendinni
og horfði á hann. En hann lang-
aði til þess að vefja örmunum
utan um manninn.
Stundum er erfitt að vera
lögregluþjónn.
• 7 dagar í maí
Framh. af bJs. 29.
um. „Heyrðu nú, Jiggs, ef þú
ert að fara fram á að ég steli
fyx-ir þig ástarbréfum ...“
„Ég er ekki að biðja þig að
stela neinu,“ sagði hann. „Ég
á við, hvort til sé árituð mynd,
eða gjöf, sem hægt væri að rekja
til Scotts hershöfðingja með
hjálp reiknings eða eitthvað þess
háttar."
„Ja,“ Shoo hugsaði sig um.
Svo fór hún að flissa. „Ég ætti
víst ekki að segja þér frá þessu,“
sagði hún, „en það er svo fyndið.
Milly er alveg stórmerkileg. Hún
er svo kvenleg og smart, þú
veizt, en drottinn minn dýri, hvað
hún getur verið nízk! Samt græð-
ir hún alveg óskaplega, og í vet-
ur var hún hreinlega tryllt að
bæta við skattafrádráttinn, svo
hún dró frá þrjú þúsund dollara
fyrir að skemmta Scott hershöfð-
ingja í fyrra.“
„Gerði hún það?“ Casey var
hlessa. „Hvernig komst hún upp
með það?“
„Nú, hernaðartízkan, góði.“
Shoo reigði höfuðið og hrein af
hlátri. „Er það ekki óborgan-
legt? Hún ákvað að ef hún yrði
kölluð fyrir, skyldi hún segja að
hún yrði að bjóða Scott út til
að afla nýjustu frétta um klæða-
bui’ð herforingjakvenna og
stúlkna í herþjónustu. Hún er
þó tízkuritstjói’i. Huðsaðu þér, að
draga ástarævintýri frá skatti!
Mér finnst það met. Engum
nema Milly gæti komið það til
hugar."
Framh.
ENDURNYJUM
SÆNGUR OG KODDA
FLJOT afgreiðsla
HÖFUM EINNIG
EINKASÖLU
A REST-BEST
KODDUM
Póstsendum
um land allt.
DÚN-
OG FIÐUR-
HREINSUNiN
VATNSSTIG 3
(örfá skref
frá Laugavegi)
Sími 18740.
FÁLKINN
FLÝCiUR
LT
TRÚIOFUNAR
ULRICH FALKNER ouusm
LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ