Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 18
plasfpokaefni semnæglr adhnýfa fyrlr ill ad fá þéttan og gódan poka. plasl lil heimilisnola tll adpakka Inn mat- vörum svo ög öllu ödru sem pakkast þarf Inn. óteljandi notkunarmöguleikar | fæst I næsfu matvöruverzlun ^ vinnuheimilid ad Reykjalundi e | • Teherati Framhald af bls. 16. vaxandi mæli. Vafalaust verður ástandið þó áldrei eins slæmt hér og á Ind- landi, þar sem liggur við hungursneyð, ef hafnar- verkfall stendur tvær eða þrjár vikur í New York. Uppbygging er annars feykimikil í íran, hvers kon- ar starfsemi þenst út eins og hjá okkur, og hefur undan- farið aukizt ár frá ári, sér- staklega þó eftir að keisaar- inn tók stjórnina í eigin hendur. Eftir glundroða lýðræðistímabilsins, virðist flest ganga betur að sögn þeirra, sem hér búa, eftir að keisarinn tók að halda fast um taumana. Fyrst í stað hafði hann flesta á móti sér, stórjarðeigendur og stórkapítalista, sem og marga æðstu menn hersins sem voru úr þessum stéttum. Þá einnig „múllana“, presta- sléttina, vegna þess að hann barðist fyrir vestrænni sið- um, auk þess sem hann skipti niður milli bænda jarðeign- um bæði stórjarðeigenda og hinnar andlegu stéttar. Á- hrifalítill almenningur, ólæs og óskrifandi var fyrst í stað að mestu á bandi „múll- anna“, en nokkuð hefur þetta breytzt á síðustu árum, eftir því sem vald milli- stéttarinnar og mennta- manna hefur aukizt, en sú stétt var vart til áður í íran, en það er nú fyrst og fremst hún sem styður keisarann. Oft finnst manni þó keisar- inn sannarlega ekki öfunds- verður af starfi sínu, og banatilræði eru ekki ótíð við hann. Öfugt við það, sem víða er í Arabaríkj unum, hafa þegn- ar írans fullt réttaröryggi og dagblöðin segja mikið til það, sem þeim býr í brjósti. Öryggislögreglan fylgist auðvitað með starfsemi and- stöðuflokkanna, en er hóf- söm 1 aðgerðum sínum. Hér er fullt verzlunarfrelsi og dags daglega verður mað- ur ekki var við hið pólitíska aðhald. Fagrar konur og sól Ætíð hvílir reisn yfir Persíu, þjóð jafnt sem landi. Margt ber með sér að Pers- ar byggja á gamalli og traustri menningu. Manni finnst þeir ekki vera að byggja eitthvað upp nú, sem sé þeim nýtt og framandi, eins og manni finnst fljótt og óhjákvæmilega við kynn- ingu um ýmis vanþróuð lönd, heldur séu þeir að end- urreisa, komast á stig sem sé þeim eðlilegt og búi í anda þeirra. Ef til vill þess vegna unir gestur sér norð- an af íslandi vel í Teheran. Hér mynda fjöll líka hálf- an sjóndeildarhringinn og þótt komið sé fram undir maílok, má enn sjá töluverð- an snjó á háum tindum El- burzfjalla, sem ná nær sex þúsund metra hæð og eru rétt fyrir norðan Teheran. Og ekki verður skógurinn hér fremur en heima til að byrgja útsýni. Ekki væri fjarri sanni að segja að Teheran sem hefur um 2 milljónir íbúa, væri tvær borgir, efri og neðri Teheran. Sú efri er sem evrópsk borg, fjöldi stór- hýsa, breiðgötur með marg- földum akreinum, fólk klætt á vestrænan máta, slæðu- klætt kvenfólk heldur sjald- séð, heldur ganga hinar persnesku meyjar um í að- skornum kjólum og eru á- berandi oft svo fagurlimað- ar og gjörvulegar, að okkur kúrdíska stúdentinum kom saman um, að þær væru beinlínis óþægilega fagrar á að horfa fyrir unga menn á sólríkum sumardögum. f neðri Teheran er gamla borgin, þar er bazarinn, mergð þröngra gatna, fólk klætt hinum gamla druslu- lega fatnaði, götur rykugar og óhreinar, húsakynni léleg og þröng og eymd sú og vol- æði víða að sjá, sem gerir ferðalög um Vestur-Asíu oft allt annað en ánægjuleg. Þar lifir hin forna tíð, sem ég held að engan muni hryggja þótt hverfi. Þar eru mörg kaun og niðurlæging, sem ekkert fær grætt nema tíminn. En nú er kominn tími til að halda á fund ráðherrans og kveð ég því Fálkann að sinni. l8 FÁLK.1NN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.