Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 29
jkáetudyrnar opnast. Barnswell jog óbreytti borgarinn kvöddust ;án nokkurra gamanyrða og handaband þeirra var stutt og kæruleysislegt. Hvorugum stökk bros. Varðforinginn tók eftir hörkulegum svip á andliti ó- breytta borgarans, þegar hann sagði stuttaralega ,.Takk“ og tók að staulast niður stigann. Að- mírálssnekkjan lagði af stað í aðra ferð til lands. • Á bryggjunni afþakkaði Girard iakstur í jeppa til flugvallarins. ,Hann flýtti sér inn í þyrpingu búða og veitingahúsa undir klettaveggnum. Hann leit inn í nokkra bari áður en hann kom auga á almenningssimaklefa í ieinum þeirra. Hann pantaði ■sherry og tók glasið með sér inn í klefann. Góða stund tók að ná sam- bandi við Hvíta húsið. Girard taldist til að nú væri klukkan þar að verða sjö. Esther Townsend var hress í bragði og sambandið var gott. ,jÉg skal gefa samband við hann,“ sagði hún. „Hann er bú- inn að spyrja um þig tvisvar síðasta hálftímann." „Paul?“ Girard heyrði kviða- hreimminn í rödd Lymans. „Fréttirnar eru frábærar eða afleitar, húsbóndi," sagði Girard og talaði hægt og skýrt. „Það fer eftir því, hvernig á þær er litið." „Það þýðir?“ „Þýðir, að það sem okkur grunaði, er rétt. Út í æsar. Ná- unginn hérna er sleipur. Nei, höfum það háll. En ég fékk það skriflegt, undirskrifað af okkur báðum og tímasett með hans hönd." „Guð minn góður," sagði Ly- man. Girard beið, en heyrði ekk- ert nema þungan andardrátt for- setans. „Húsbóndi?" ; „Já?“ „Taktu þetta ekki nærri þér. Mér finnst þetta lika viðurstyggi- legt, en nú höfum við náð tök- um á því, föstum tökum. Ég er á heimleið. Leiguvélin mín fer með mig til Madrid, þar tek ég áætlunarvélina, beint á Dul- lesvöll. Ég ætti að ná í morgun- mat hjá þér.“ „Hafðu þetta í vasanum," sagði Lyman í aðvörunartón. „Treystu ekki skjalatöskunni." „Auðvitað, auðvitað. Manstu eftir sígarettuhylkinu sem þú gafst mér í afmælisgjöf? Nú geymi ég ekki tóbak í þvi. Papp- ir fer betur í því í kvöld." „Eru nokkrar líkur til þess að náunginn þarna snúi sér til — ja — náungans hérna?" „Ekki meiri en að finna kræki- ber i helvíti. Maður verður að hafa talað við þennan náunga til að fá rétta hugmynd um hann. Jiggs hefur á réttu að standa. Hann styður þann, sem veitir betur. Þetta er það djöful- legasta, sem bú hefur nokkru sinni lesið." „Jæja, en farðu nú varlega, Paul," sagði Lyman. „Við köll- um á hina, þegar við erum bún- ir að fara yfir það.“ „Rétt. Sé þig í fyrramálið. Góða nótt.“ „Góða nótt, Paul.“ Þegar tveggja hreyfla þotan tók sig upp af flugvellinum í Gíbraltar, hélftima síðar, leit Girard út um gluggann niður á Eisenhower, sem glóði nú eins og álfaborg á dimmu læginu. Svo hallaði hann sér aftur í sætinu með vinstri hendi kreppta utan um sigarettuhylki úr silfri í frakkavasanum. MIÐ VIKUD AGSK V ÖLD. Jiggs Casey vaknaði af blundi i herbergi sínu í Sherwoodhótel- inu í New York. Hann leit á klukkuna. Hún var hálfsjö, og hann átti að vera kominn heim til Shoo Holbrook klukkan sjö. Hann hafði hringt í hana um morguninn og fengið hana til að sleppa kvöldboði. Hann fékk sér leigubil að hús- inu, þar sem hún bjó, nærri Cent- ral Park. Shoo opnaði dyrnar, klædd í nautabanabrækur og gula blússu, og rétti honum hend- ina hann tók eftir því að brúnt hárið liðaðist eins fallega yfir enninu og áður og hún fitjaði viðkunnanlega upp á nefið af ánægju við að sjá hann. Að venju hafði hún aðeins málað varirnar. Hún gekk afturábak með hendur á mjöðmum og virti hann fyrir sér. „Ég hef aldrei séð þig fyrr í borgaralegum búningi. Mér lizt betur á þig í einkennisbúningi, Jiggs. En ég geri mig ánægða með þig eins og þú ert. Já, harð- ánægða." Hún kom tii hans snöggum skrefum og kyssti hann laust. Þessi íbúð, hugsað: hann, er ábyggilega versti staður sem hugsazt getur til að veita stjórn- arbyltingu viðnám. Shoo hafði smekk fyfir æpandi hibýlaskraut. Á stóru, hálffígúratifu málverki á veggnum virtust tvö naut, svört með græn horn, i þann veginn að stangast á grunni úr dreyrrauðum og gulum skellum. Fílabeinslitur standlampi bar fjóra, rauðgula skerma sem sneru hver í sína átt. Meira að segja sófaborðið, rekaviðar- drumbur, sem glerplata hvildi á, líktist mest abstraktskúlptúr. Er í rauninni ætlazt til að fólk búi hér, hugsaði Casey, eða komi bara við öðru hvoru til að syndga? Shoo bar fram martini, og þau sátu sitt í hvorum enda sófans við gluggann og spurðu hvort annað frétta. Shoo hafði frá mörgu að segja úr því, sem hún kallaði „fávitaatvinnu" sina. Áð- ur en varði voru þau farin að spjalla saman af sömu ertni og hláturmildi og fyrir tveim árum. Shoo var nú orðin tuttugu og átta ára, há og stolt stúlka með allan hugann við að bragða lysti- semdir lifsins. Þessa stuttu helgi sem Casey kynntist henni, hafði ónæmi hennar fyrir því einfalda og óbrotna ergt hann og loksins (til allrar hamingju) fjarlægt hann henni, en honum hlýnaði enn innanbrjósts við hvikleika hennar og fjör. En það var frek- ar endurminning en löngun, í þetta skipti. Loks þagnaði Shoo og horfði á hann drykklanga stund. „Þetta er hryllilegt kunnings- skaparandrúmsloft, ofursti. Eðl- isávísun litlu telpunnar i mér segir mér að þú sért alls ekki kominn þeirra erinda að biðla til mín. Ég sé það á þessu heið- arlega andliti þínu. En þú átt eitthvert annað erindi. Hvað er það?" Casey hló. „Ég vissi, að þú myndir koma upp um mig fyrr eða seinna, Shoo. Ég er kominn til New York til að grennslast eftir vissum hlutum. Ég bjóst við að þú gætir orðið mér að liði — í trúnaði." Nú varð hann að fara varlega, en þetta hafði hann æft. „Þetta er pólitik, Shoo. Washington er flókin borg, og stundum getur hermaöur orðið að vinna störf, sem koma sér- grein hans ekki við.“ „En hvað ég veit það vel, elskan." „Hvað sem því líður; nú er ég að snuðra fyrir menn í ríkis- stjórninni, sem halda að Scott hershöfðingi, húsbóndi minn, kunni að bjóða sig fram á móti Lyman forseta eftir tvö ár." „Nei, en hrífandi." Shoo hnipr- aði undir sig fæturna í sætinu. „Legðu fyrir mig spurningar, fljótur." „Viltu lofa að halda öllu leyndu, sem ég segi þér?“ „Auðvitað. Ég vildi allt gera til að fá að taka þátt í einhverju leynibralli, dularfullu og póli- tísku." Casey sneri glasinu milli fingr- anna. „Jæja, við fréttum að Scott hershöfðingi héldi við góða vinkonu þína, Millicent Segnier. Ég hitti hana einu sinni, þú rnanst?" „Æ, Milly." Shoo setti upp stút af vonbrigðum. „ÞaÖ er ekk- ert leyndarmál. Þau eru búin að vera saman síðan sögur hófust. Það mætti auglýsa það með tíu feta ljósstöfum á Times Square án þess nokkur tæki eftir." ,Má vera," sagði Casey, „en við þurfum að fá meira að vita um þetta — hjá þér, ef hægt er.“ „Hvaða við?“ „Við skulum segja nokkrir vinir Lymans forseta." „Ég dýrka Lyman forseta," sagði Shoo, „og mér finnst fólk vera reglulega andstyggilegt og ósanngjarnt við hann, núna, þeg- ar hann er að reyna að losa okk- ur við þessa hryllilegu sprengju. Ég meina þettta, Jiggs.“ Casey saup á glasinu, en svar- aði engu. „Nú, Milly og Jim Scott eru búin að þekkjast vel og lengi. Fyrst var það alveg brennandi, Jiggs. Ég veit ekkert um frú Scott, en hershöfðinginn varð al- veg bálskotinn í Milly Og hún elskaði hann næstum þvi. Ég er ekki viss um að hún hafi nokkru sinni getað elskað nokkra mann- eskju í raun og veru, en hún komst næst þvi með hann. Hún var alltaf að hringja i mig, taka af mér þagnarheit og masa um hann.“ „Er enn svona kært með Scott og Milly?" „Nei, hvergi nærri. Hann var hér reyndar fyrir hálfum mán- uði til að heimsækja hana. En það er að kólna. Milly segir, að hann virðist annars hugar." „Eru nokkrar sannanir fyrir þessu öllu saman?" spurði hann. „Sannanir?" Shoo yppti öxlum með uppgerðar viðbjóð í svipn- Framh. á bls, 34. 29 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.