Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 27
 HOLAR AUGIVATÓFTIR Þetta er ekki atriði úr hryllings- mynd, eins og sumir kynnu að halda. Stúlkan heitir Dusty Springfield og er vel þekkt sem dægurlagasöng- kona. Af einhverjum ástæðum, þá hefur myndin ekki prentast nógu vel í hinu erlenda blaði, svo að útkoman verður dálítið hrollvekjandi. ; Þetta er japanski pilturinn, sem ^öng hið víðfræga lag „Sukuyaki“, én það var vinsælt hér heima fyrir u. þ. b. ári. Þið munið auðvitað öll, hvað hann heitir. Það er voða auð- velt að bera nafnið fram: Kuy Saka- moto. TIL MIKILS SKAL . .. Fyrir nokkru síðan lenti einn Bítlanna í bifreiðaárekstri, en verið alveg róleg, hann sakaði ekki, en hins vegar skemmdist bifreiðin dálítið, m. a. brotnaði framrúðan. Þeg- ar búið var að fjarlægja bifreiðarnar og átti að fara að sópa upp glerbrotunum, var þar ekkert fyrir, því aðdáendur Bítlanna, sem höfðu safnast þarna saman, höfðu bókstaflega tínt upp hvert einasta glerbrot til að eiga til minningar um eftirlætisgoðin sín. LÍFVÖRDLR Það gekk ekki svo lítið á, þegar syni Frank Sinatra var rænt á dögunum. Þá fékk lífvörður unga mannsins ákúru fyrir að gæta ekki piltsins betur. En eftir myndinni að dæma, þá hefur Frank Sinatra jr. valið lífvörð sinn sjálfur í þetta sinn og hann ekki af lak- ara taginu, því stúlkan er dóttir hinnar frægu Judy Garland. NÓTUNUM og HVAÐ ER SVO GLATT?, þátturinn hans Tagi Ammendrups. Allur matur, sem borðaður er í skólanum er búinn til af nemendunum, þannig að þær hafa ráð sitt í hendi sér, ef þeim þykir einhver kennarinn óþarflega heilsuhraust- ur. Smávegis laxerolía í grautinn og hann fellir niður kennsluna þann daginn. ERFIÐLEIKAR „Kæri Fálki! Þú hlýtur að vera orðinn leiður á þessum sífelldu bréf- um, sem dynja á þér frá fólki, sem á í vandræðum, og þess vegna hefði ég helzt kosið að leysa mín vandamál sjálf. En eins og nú er komið er ég alls ekki fær um það, svo ég skrifa þér bréf, sem ég vona að Þú svarir fljótt og vel. Svo er mál með vexti, að ég opinberaði með strák fyrir hálfu ári síðan, og nú fyrir mánuði eignuðumst við fyrsta barnið. Ég er ógurlega hrifin af honum og allt það, svo það er ekkert vandamál. En vandamál- ið er, að við erum bæði ljós- hærð, en stelpan okkar er dökk- hærð. Tæpum 10 mánuðum áð- ur en við kynntumst var ég með ljóshærðum strák, og nú er kærastann farið að gruna, að ekki sé allt með felldu. En hins vegar hef ég ríka ástæðu til að fullyrða, að þetta sé eins og það á að vera. Ég vona nú, Fálki minn, að þú svarir þessu án þess að vera með útúrsnúninga, og reynir að hjálpa mér úr þessum vand- ræðum. Sigga. Svar: Sé þetta eins og það á að vera, eins og þú orðar það, þá getur læknir sannað að svo sé. En það er vissulega ó- skemmtileg lausn, betra væri ef kærastinn vildi trúa Þér án þess. En sé þetta ekki eins og það á að vera, þá segjum við ekki orð. LR BRÉFI: „Ég vil endilega gripa tæki- færið og kvarta yfir teikning- unutn, sem oft fylgja skrítlum þínum og sögum, og einnig myndunum af pabbastrák og mömmustedpu, þær eru bæði ljótar og leiðinlegar. Fyrir alla muni, láttu teiknarann vanda sig. H. Þ. S. Svar: Já, misjafn er smekk- urinn mannanna. En eins og bréfritari hlýtur að vita, Þá er ógerningur að gera öllum til hæfis, og í þessu tilfelli er hann einn hinna óánægðu. En Þar sem bréfritari teiknar sjálfur, þá ætti hann kannski að senda okkur tillögur. En hvað um það, teiknarinn hefur fengið skilaboðin. MÁ ÞAÐ? „Kæri Fálki! Við erum tveir ungir deilu- gjarnir menn, og i þetta skipti deilum við um alvarleg mál- efni. Við deiium sem sé um það, hvort kynvilla muni vera bönn- um með lögum hér á landi, eins og hún er sums staðar i heiminum. Við erum búnir að veðja 2000 kr„ svo mikið er í veði, og við vonum að fá svar sem fyrst.'1 Svar: Nei, kynviila er ekki bönnuð með lögum hér á landi, en hins vegar ... REYIXIDL „Fálki minn! Ég er rétt innan við tvitugt, ungur maður með skáldagrillu. Ég yrki kvæði, sem sögur o. s. frv., en er feiminn við að koma þessu á framfæri. Mig langaði til þess að spyrja ykkur, hvort þið keyptuð slíkt, og ef ekki, hvert á ég þá að snúa mér. B. S. Svar: Jú, við kaupum efni, eí okkur lízt á það, annars ekki. Hins vegar getur þú snúið þér til ýmissa blaða og tíma- rita, ef það gengur ekki, þá ertu líklega misskilinn .. T HIWN þriðja þessa mánaðar, e'ða ó mánudaginn kemur, fyllir vin- ur minn og velgerðarmaður, Sig- urður ÓUtfsson, áttugasta aldurs- tnpinqr Áttatiíu ar er raun?,r all- Send.: Jóhann. T Ánamaðkur til sölu. Goðheimum 23. Slmi 32425. f Send.: N N. HAPPDRÆTTI Nýlega opinberuðu trúlofun slna Send.: B. L. PEIMMAVINIR Þessar Þrjár stúlkur óska eft- ir bréfaviðskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—17 ára: Ragnheiður Einarsdóttir og Soffía Jörgensdóttir, báðar til heimilis að Hörgsey, Hraun- hreppi, Mýrasýslu, og Margrét Einarsdóttir, sama stað, vill skrifast á við pilt eða stúlku á aldrinum 14—16 ára. — Áhuga- mál þeirra allra eru hestar, hljómlist og hlátur. Stúlkurnar sendu fjárupp- hæð með bréfinu, sem vissulega er óþarft og mun hún endur- send innan skamms. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.