Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 37
I
stúlkuna látna í höndum mér, rann upp fyrir
mér, hversu tilgangslaust stríðið var. Ég grét.
Angelíta var dáin, en minningin um hana lifir.
Og hún lifði þótt stríðinu lyki. Hayes og Pettigrew
hershöfðingi hittust seinna á veitingahúsi í Man-
chester til þess að minnast hennar. Pettigrew sagði
honum þá, að hann vildi leggja allt í sölurnar til
þess að hægt væri að finna foreldra hennar og segja
þeim um afdrif hennar. Hann ferðaðist síðan til
Anzio, en þar var enginn, sem gat hjálpað honum.
Pettigrew andaðist svo árið 1947, og Hayes, sem
hafði lofað honum að ljúka við verkefnið, sneri sér
þá til Rauða Krossins til þess að fá hjálp.
Framh. á bls. 41.
Lítil sex ára stúlka með sítt skolleitt hár og svört augu
var meðal þeirra milljóna varnarlauss fólks sem lét lífið
eða týndist í hildarleik síðustu heimsstyrjaldar. Eftir að
haía verið í fremstu víglínu í margar vikur varð hún fyr-
ir sprengju aðeins nokkur skref frá bjöguninni.
í tuttugu ár hefur Kristófer Hayes leitað að einhverj-
um sem gœti sagt honum um afdrif litlu stúlknnar. En
nú veit hann að það er vonlaust. Samt mun hann aldrei
gleyma litlu skolhœrðu stúlkunni með dökku augun,
sem var rifin úr örmum hans í lokaþœtti stríðsins.
f'á’lkinn 37