Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 19
JÁKVÆTT
KVIKMYNDAEFTIRLIT
Ekkert ykkar hefur víst
drepið mann? Nei, auSvitað
ekki. En flest ykkar hafa séð
mann drepinn ... á hvíta
tjaldinu.
Urðuð þið eins miður ykk-
ar við það, eins og við það
að lesa fyrstu orðin í þessari
grein?
Ég efa það. Morð eða
mannsdauði á tjaldinu er
daglegt brauð þeirra, sem
kvikmyndahúsin sækja að
jafnaði — og þykir fæstum
mikið.
Langt er þó frá því að
2. GREIIM
Hefur nokkurt
ykkar drepið
mann?
þarna séu allir undir sama
hatti — og það er líka langt
frá því, að öll drápin geti
átt sæti undir sama hatti.
Haldið nú ekki, að ég ætli
að fara að ræða um það, hví
í skollanum þessar myndir
séu ekki bannaðar. í þessari
grein látum við hið neikvæða
kvikmyndaeftirlit lönd og
leið en ræðum lítið eitt hið
jákvæða eftirlit, eins og ég
minntist á í síðustu viku.
Við skulum semja um það
hér 1 upphafi máls, að kvik-
myndalist sé til. Eða finnið
þið nokkuð, sem kemur illa
við ykkur í þessari setningu:
„ ... og að beztu kvikmynd-
irnar sé hægt að gaumgæfa
með þeirri nákvæmni og at-
hygli sem við veitum bók-
menntum og öðrum listum“.
Ef ekki — þá erum við sam-
mála og getum snúið okkur
aftur að manndrápunum á
hvíta tjaldinu.
í Tónabíói var á síðasta
vetri sýnd mynd, sem nefnd
var Johnny Cool. Mynd sú
fjallaði um algjörlega sam-
vizkulausan glæpamann, sem
drap fólk og drap fólk — og
væri enn að, ef hann hefði
ekki sjálfur verið drepinn.
Gagnrýnandi „Films and
filming“ talar um „the rather
extravagant deliveries of
death and destruction“, eða
hina full vel útilátnu af-
greiðslu dauða og tortíming-
ar, svo flatt sé þýtt, eins og
við á.
Laugarásbíó sýndi aðra
mynd, þar sem dauðinn var
einnig ómælt látinn í té,
Harakiri. Bláfátækur Sam-
arai framdi þar meðal ann-
ars kviðristu, svo að seint
mun gleymast þeim er á
horfðu — og spyrja menn
enn, hvernig var slíkt fram-
kvæmt?
Þessar tvær myndir þjóna
vel hlutverki sínu, sem dæmi
um listaverk í kvikmynda-
gerð (Harakiri) og sem
dæmi um ógeðslega sýningu
á manndrápum (Johnny
Cool).
Og nú ætla ég að taka mik-
ið upp í mig. Manndrápin í
Johnny Cool og kviðristurn-
ar í Harakiri eru svo gjör-
ólík fyrirbæri, að vart verð-
ur við annað líkt en Ijós og
myrkur.
Neikvætt kvikmyndaeftir-
lit hlaut að standa algjörlega
ráðþrota frammi fyrir þess-
um mismun. Það gat ekkert
annað framkvæmt en strangt
bann við sýningu myndanna
innan 16 ára.
Þarna hefði jákvætt kvik-
myndaeftirlit verið óendan-
lega mikils virði.
En hvenær kemur þá eig-
inlega skýringin á því hvað
kvikmyndaeftirlit er?
Ég er að vona að þið haf-
ið biðlund, og að þið finnið
skýringuna, án þess að ég
þurfi að grípa fram í fyrir
sjálfum mér í miðjum klíð-
um.
Ég spurði kankvísan ungl-
ing að því um daginn, hvern-
ig hann tæki því, sem hann
sæi á bíó. Hvernig ég tek
þvi? sagði hann. Nú, eins og
maður auðvitað. Ég glotti,
þegar gæinn kreistir skvís-
una, fæ mér pop, þegar hann
plommar á bandittinn, og
legg mig, þegar hann fer að
rausa.
Ég spurði einskis framar.
En ég hefði getað spurt hann
En hefðirðu nokkurn áhuga á
því að fræðast um, hvernig
myndin er búin til?
Og hann hefði sjálfsagt
svarað: Nú maður stillir
gæjanum og skvísunni upp
og lætur þau kyssast, mað-
ur.
Ég hefði getað spurt hann:
Þú hefur þá víst ekki athug-
að, hvort persónurnar voru
sennilegar, hvort þær voru
þarna bara eins og af tilvilj-
un eða sem dæmigerðar
manntegundir, hvert var að-
alefni myndarinnar og hvort
fylgt var föstum dramatísk-
um þræði, hvort ...?
Og hann hefði gripið fram
í fyrir mér og sagt: Hvað
heldurðu að ég hafi verið að
hafa áhyggjur af því, maður.
Ég var á bíó.
Og enn hefði ég getað
spurt: Tókstu eftir hvernig
tónlistin var notuð, hvers
vegna klippingin var eins og
raun bar vitni, hvers vegna
kvikmyndavélin var staðsett
á þeim stöðum, sem mynd-
irnar sýndu, hvernig þagn-
irnar voru notaðar í mynd-
inni.
Og svarið hefði verið: Ha,
ertu alveg ga ga, maður.
Og ef ég hefði verið þrjózk-
ur, hefði ég haldið áfram að
spyrja: en þú hefur þó að
minnsta kosti áhuga á að
vita eitthvað um panning
shot, tracking shot, fades og
sound track?
Og hann hefði gengið í
burtu.
En það var líka vandamál
þeirra, sem fyrstir hófu til-
raunir með hið jákvæða
kvikmyndaeftirlit eða kvik-
myndakennslu — að fá fólk
til að hlusta.
Lengi vel fékkst varla
nokkur maður með almenn-
an áhuga á „bíói“ til að taka
kvikmyndirnar alvarlega.
En nú er þetta breytt og
það svo um munar.
Eigum við ekki að ræða
það ofurlítið í næstu grein,
hvers vegna og hvernig
þetta hefur gerzt?
Og gleymum þá ekki garm-
inum honum Katli — íslandi.
H. E.
FÁLKINN 19