Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 38

Fálkinn - 26.07.1965, Blaðsíða 38
RITSTJÓRI: KRISTJAM STEIMRÍMSDÓTTIR RÉTT AHÖLD LÉTTA STÖRFIM • • • • Rifjáíri ur ryðfrýju stáli. Til eru fjöldi tegunda af rifjárnum, en mörg þeirra eru úr lélegu efni og því oft endingarlítil. Bezt er að það sé úr ryðfríu stáli eða húðuðu járni. Það fyrr- nefnda er endingarbetra en það síðarnefnda bítur betur. Rifjárnið þarf að vera stöð- ugt, riffletirnir beittir og með mismunandi grófleika, svo að hægt sé að rífa bæði fínt og gróft. Riffletirnir þurfa að vera beittir og handfangið gripgott og þægilegt. Rifjárnið sem sýnt er hér með, uppfyllir flestar þær kröfur, sem gerðar eru. Er það með 4 grófleikum. Hlið- in með minnstu götunum er ágæt til þess að rífa sítrónu- og appelsínubörk, einnig rúgbrauð, grófasta hliðin er ágæt á epli, blómkál og ann- að kál, sem nota á í súpur eða hrá salöt. Á svona rifjárni er líka hefill til að sneiða niður agúrkur með, en ekki er hann sem beztur. Grænmetishefill er hins vegar mjög handhægur í notkun, og með honum er hægt að sneiða t. d. agúrk- ur, gulrætur, kartöflur, rauðrófur o. fl. Sneiðarn- ar verða jafnari en þegar hnífur er notaður. Hægt er að stilla hann á mís- munandi sneiðaþykkt. Sé notað mikið af hrákosti getur það orðið nokkuð seinlegt að rífa á rifjárni, er það nauðsynlegt að eiga rifkvörn. Hér er sýnd mynd af rifkvörn, sem fæst í verzl- unum. Hún er ekki mjög dýr, að vísu ekki úr stáli. Með henni fylgja 5 plötur af mismunandi grófleika, er auðvelt að skipta um þær, þegar handfanginu er lyft upp. Fæturna er hægt að leggja inn undir kvörnina, svo það fer líjið fyrir henni. Á fótunum eru gúmmítappar, svo að hún er líka stöðug. Auk grænmetis er ágætt að rífa brauð, ost eða möndl- ur í þessari rifkvörn. Mörgum finnst það bæði seinlegt og erfitt að útbúa hráa grænmetisrétti, sé hins vegar gott rifjárn eða græn- metiskvörn til á heimiiinu.er það mjög fljótlegt. 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.