Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 8
8 5. október 2009 MÁNUDAGUR Fyrsta lífvarðanámskeið á Íslandi Öryggisvarðaskólinn 14 til 28 Nóvember 2009 Terr security býður uppá starfsmöguleika á heimsvísu Sími: 698 1666 ovskoli.is EVRÓPUSAMBANDIÐ Það á að vera samningsmarkmið Íslendinga í við- ræðum við Evrópusambandið um landbúnaðarmál að sækjast eftir auknum stuðningi við hefðbundinn fjölskyldubúskap í sveitum, segir Eiríkur Bergmann, dósent og for- stöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Hann segir að stefna eigi að því að bændur sem búa á fjölskyldubúi og stunda sauðfjár- eða kúabúskap fái aukna styrki ef Ísland gengur í Evrópu- sambandið. Aðild að samband- inu bitni aðallega á kjúklinga- og svínabúum á landinu. Eiríkur segir að Evrópusam- bandið hafi verið að hverfa frá þeirri stefnu, sem sett var á fót þegar landbúnaður í álfunni annaði ekki eftirspurn eftir matvælum. Þá var hvatt til aukinnar framleiðslu. Nú er offramleiðsla orðin vandamál í álfunni. „Á síðustu tíu árum hefur landbúnaðarstefnan verið að breyt- ast og styrkjakerfi ESB fellur vel að hefðbundnum íslenskum land- búnaði sem er byggður upp á fjöl- skyldubýli,“ segir Eiríkur. Breytt stefna leggi áherslu á að vernda þá arfleifð og menningarlegu sérstöðu sem fólgin er í dreifðri búsetu og landbúnaði í hverju aðildarríki. „Samninganefnd Íslands mun fá góðar undirtektir ef hún leggur áherslu á þessa þætti.“ Eiríkur segir að stuðningur við iðnaðarframleiðslu á borð við kjúklinga- og svínakjötsfram- leiðslu sé almennt á undanhaldi í landbúnaðarstefnu ESB og hið sama muni eiga við um þá fram- leiðslu hér á landi. Óvíst sé hvaða stuðning verði hægt að finna fyrir grænmetisræktendur en slíkt sé alls ekki útilokað. Hins vegar eigi sauðfjárbúskapur og kúabúskapur ekki að þurfa að kvíða niðurstöðu aðildarviðræðna. Þvert á móti sé viðbúið að niðurstaðan geti falið í sér aukinn stuðning við slíkan land- búnað á Íslandi. Þótt horfið verði frá því íslenska kerfi, sem tengir stuðning við framleiðslu og verð á framleiðslunni, muni taka við bein- ir styrkir til bænda sem byggjast á stuðningi við landnýtingu, menn- ingararfleifð og sérstöðu að vega þá skerðingu upp og jafnvel meira til. Að auki geti Íslendingar áfram stutt landbúnað upp að ákveðnu marki innan ESB, í samræmi við reglu um stuðning við landbúnað á norðurslóðum. Finnar og Svíar geti stutt sinn landbúnað um 35% til viðbótar stuðningi ESB. Í næstu viku kemur á markað bók eftir Eirík Bergmann, sem heitir frá Evróvisjón til evru. Eiríkur segir að henni sé ætlað að vera aðgengilegt upplýsingarit fyrir almenning um Evrópusam- bandið. peturg@frettabladid.is Aukinn stuðningur raunhæft markmið Eiríkur Bergmann, dósent í Evrópufræðum, segir að sauðfjár- og kúabændur geti fengið aukna styrki verði Ísland aðili að ESB. Leggja eigi áherslu á sérstöð- una og þá arfleifð sem fólgin er í fjölskyldubýlum í aðildarviðræðum. EIRÍKUR BERGMANN Forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst segir raunhæft að stefna að því að opinber stuðningur við hefðbundinn íslenskan landbúnað aukist við aðild Íslands að ESB. 1 Hver slasaðist eftir að sýra, sem slett hafði verið á bíl henn- ar, barst í andlit hennar? 2 Hvað heitir nýútkomin bók Ármanns Þorvaldssonar um efnahagshrunið? 3 Hvar verða Ólympíuleikarnir haldnir árið 2016? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 HEILBRIGÐISMÁL Dregið hefur úr daglegum reykingum Íslendinga milli áranna 2008 og 2009. Í ár reykja 15,4 prósent Íslendinga dag- lega en í fyrra reyktu 17,6 prósent. Mestu munar um að karlar reykja nú mun minna en þeir gerðu á síð- asta ári. Munur á reykingum milli kynja er ekki marktækur; 15,2 prósent kvenna reykja en 15,7 prósent karla. Hitt er eftirtektarvert að dregið hefur verulega úr reyking- um karla á árinu meðan reykingar kvenna hafa staðið í stað. Um 20 prósent karla reykti fyrir ári en 15 prósent kvenna. Þetta eru niðurstöður rannsókna sem Capacent Gallup gerði fyrir Lýðheilsustöð en þar eru reyk- ingavenjur landsmanna kannaðar þrisvar á ári. Mjög hefur dregið úr dagleg- um reykingum Íslendinga á aldr- inum 15 til 89 ára undanfarna tvo áratugi. Fyrir átján árum, eða árið 1991, var hlutfall þeirra sem reyktu daglega tvöfalt miðað við það sem það er nú. Fjölmörg úrræði eru fyrir hendi fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Þar má nefna vefsíðuna reyklaus. is og Reyksímann þar sem þeim sem vilja hætta að reykja stendur til boða aðstoð sér að kostnaðar- lausu. - ss Rúm fimmtán prósent Íslendinga á aldrinum 15 til 89 ára reykja daglega: Karlar draga verulega úr reykingum Auglýsingasími – Mest lesið 1991 1994 1997 2000 2003 2006 2009 30 25 20 15 10 5 0 ÍSLENDINGAR 15-89 ÁRA SEM REYKJA DAGLEGA FRÁ 1991 TIL 2009 29,6% 15,4% 22,4% AFGANISTAN Átta bandarískir og tveir afganskir hermenn féllu í árás í Nuristan-hér- aði í Afganistan um helgina. Árásin var sú mannskæðasta á herlið bandamanna á svæð- inu í meira en ár. Talibanar hafa lýst verkn- aðinum á hendur sér sem stóð yfir í nokkrar klukkustundir. Þrjúhundruð skæruliðar réð- ust úr tveimur áttum á her- stöð Bandaríkjahers. Talsmaður Nato segir að árásin hafi verið flókin og farið fram á afar erfiðu svæði. Bandaríski flugherinn svaraði að bragði með árás. - afb Mannskæðasta árás á herlið bandamanna í Afganistan í meira en ár: Talibanar drápu tíu hermenn MANNSKÆÐUSTU ÁRÁSIR Á ERLEND HERLIÐ: ■ September 2009: Sex ítalskir hermenn láta lífið í sjálfsmorðsárás í Kabúl. ■ Ágúst 2008: Tíu franskir hermenn eru myrtir í árás í Sarobí. ■ Júlí 2008: Níu bandarískir hermenn láta lífið í árás skæruliða á landamærum Nuristan og Wanar. ■ Nóvember 2007: Sex bandarískir og þrír afganskir hermenn eru myrtir. ■ Júlí 2007: Sex kanadískir og afganskur túlkur láta lífið í sprengingu í Kandahar-héraði. ■ Maí 2007: Fimm bandarískir, einn breskur og einn kanadískur hermaður láta lífið í árás á þyrlu í Helmann-héraði. ■ Júní 2005: 16 bandarískir hermenn láta lífið í árás á þyrlu í Konar-héraði. NURISTAN-HÉRAÐ Árásin um helgina var sú mannskæðasta á svæðinu í meira en ár. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.