Fréttablaðið - 05.10.2009, Qupperneq 34
18 5. október 2009 MÁNUDAGUR
NOKKUR ORÐ
Þórunn
Elísabet
Bogadóttir
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Og til þess að komast á
leynda staðinn verðurðu
að drepa drekann sem
vaktar leiðina inn!
Svo verðurðu að finna
blinda munkinn til að
fá kóðann til að opna
kistuna, sem er vöktuð af
brjáluðum hundum. Ég
missti fjögur líf en náði
rétt svo
að
klára!
Heyrirðu
eitthvað sem
ég er að
segja?
Þú náðir rétt
svo að klára!
Haltu áfram!
Ég hlakka
svo til að
deila skáp
með þér,
Sara!
Ég er
pínu
stress-
uð yfir
þessu.
Ég meina, hvað
ef þetta gengur
ekki upp?
Hvað ef
þetta
reynist of
mikið?
Hvað ef
ávanar
okkar láta
hinn fá
nóg?
Gott, í
hvaða hillu á
ég að geyma
túrtappana
mína?
Ég get
næstum
því lofað
því að svo
verður
ekki.
Sara,
Sara,
Sara...
Lalli, þessir púðar
mættu alveg vera
mýkri.
Ertu ekki til í að hringja
niður í móttöku?
Hvað ertu að
horfa á Solla?
Atvinnumenn í
nautaati.
Vá! Þetta eru
ansi grimmileg-
ar skepnur!
Ég veit.
Ég
vorkenni
grey bol-
unum.
... eftir að hafa
unnið hundarækt-
arkeppnina fær
Fífi ekki frið fyrir
hundóðum ljós-
myndurunum...
Það er orðið ansi langt síðan ég fékk ógeð á Icesave. Ekki bara fyrirbær-inu, heldur orðinu. Undir lok sumars-
ins var þetta hreinlega orðið þannig að í
hvert skipti sem ég þurfti að skrifa orðið,
og það var mjög oft, fékk ég hroll. Ég er
alveg ábyggilega ekki ein um þetta. En
aldrei skulum við fá frí frá þessu. Ekki
einn einasti dagur virðist líða hjá án þess
að þetta beri á góma. Ef ekki í frétta-
tímum, þá bara einhvers staðar annars
staðar.
Ég ákvað að kanna málið
aðeins frekar. Getur það í
alvörunni staðist að í heilt
ár hafi ekki liðið dagur án
Icesave? Svarið er já. Á
vísir.is var í gær búið að
skrifa tæplega 1.800 frétt-
ir og greinar þar sem orðið
kom fyrir. Á mbl.is höfðu
verið skrifaðar rúmlega 1.000 fréttir. Ég
geri ráð fyrir því að frá því að fyrirbærið
varð til og fram í október í fyrra hafi lítið
verið skrifað um það bara stöku frétt um
tæra snilld. Þá stendur eftir að þessir tveir
fréttamiðlar hafa sagt okkur eitthvað um
Icesave að meðaltali átta sinnum á dag
síðustu 365 dagana. Ég lagði ekki í það að
reyna að setja fleiri miðla í reikninginn,
það væri enn meira niðurdrepandi.
Það virðist ekkert lát ætla að verða á
þessu.
Þá er bara tvennt í stöðunni. Ann-
ars vegar að láta þetta yfir sig ganga, og
fylgjast áfram með fréttum heimsins,
eða hætta að fylgjast með og vonast til
að sleppa þannig úr prísundinni. Bráð-
um ætla ég að komast burt úr bænum og
sleppa interneti, sjónvarpi, útvarpi og
blöðum. Og vonast til að upplifa nokkra
góða daga án Icesave.
Nokkrir góðir dagar án Icesave