Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Page 13

Iðnneminn - 01.10.1993, Page 13
I HITA KREPPUNNAR Nemendur mega ekki hafa nokkur afskipti af stjómmálum út á við, hvorki í ræðu né riti, né taka þátt í deilum um hagsmunabaráttu félaga eða stétta í landinu, meðan þeir em nemendur í skólanum. Nemendur mega aldrei ölvaðir vera og eigi má á þeim sjást að þeir hafi áfengis neytt. Brot gegn þessu fyrirmæli varðar missi allra hlunninda, endurtekið brot burtvísun úr skóla, annað hvort um skeið eða að fullu og öllu. Og þannig getur fyrsta brot gegn þessu fyrirmæli verið háttað, t.d. að það skerði virðingu skólans, að vísa beri nemanda úr skóla þegar í stað.“ Hér fer ekkert á milli mála. Fyllirí og afskipti af pólitfk era lögð að jöfnu og ráðherrann segist láta „fyrirmæli" þetta ganga út „að gefnu tilefni“. Einhverjir skólanemar hafa sýnilega verið að skipta sér af pólitík, aðrir hafa líklega fengið sér í staupinu, jafnvel hefur hugsanlega mátt merkja á einstaka manni snert af timburmönnum! Enda þótt fyrirmæli ráðherrans um „stjórn og aga í skólum landsins" leiddu ekki til stórfenglegra hreinsana í skólunum, þá vitna þau um spennuna í andrúmsloftinu. Vissulega vom nokkrir nemendur úr liði kommúnista reknir úr skólum fyrir afskipti af pólitík, en fáum sögum fer af öðmm brottrekstrum. Þjóðlífið allt er í mikilli deiglu þessi árin. Boðaföllin frá Evrópu berast hingað. Svokallaðir þjóðemissinnar gera vart við sig. Greinilegt er að skoðanir þeirra eiga rót að rekja og hugmyndafræðilegan skyldleika til nasista í Þýskalandi. Ungir menn og ákafir klæðast brúnum skyrtum og fylkja liði, mestan part til að berja á kommúnistum og fylgjendum þeirra. „Þjóðemishreyf- ingin“ nær þó lítilli útbreiðslu hér en eins og gefur að skilja verður hennar ekki síst vart í skólum. Fáir ganga henni á hönd en orðfærið sem fylgir þessum hræringum, og birtist í blöðunum, er til marks um undirölduna. „Einn úr 4. bekk" Vinnudagur iðnnema í Reykjavík er langur árið 1932 og lengist enn árið eftir. Menn byrja að vinna kl. átta á morgnana og eiga að vera mættir í skólann klukkan sex síðdegis, að lokinni vinnu. Kennt er til hálf tíu. Unnið er á laugardögum. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir að kennslumálaráðherrann sé ekki hrifinn af því að nemendur séu að skipta sér af þjóðfélagsmálum þá taka nokknr nemendur í Iðnskólanum í Reykjavík sig saman haustið 1932 og hefja útgáfu á litlu blaði sem fær nafnið IÐNNEMINN. Fyrsta tölublaðið er ekki dagsett, ekki heldur annað, en ljóst er að þau koma bæði út fyrir áramót, hið fyrra að líkindum í nóvember. Blaðið er fjórar síður í litlu broti. Hvergi kemur fram hver er ritstjóri eða ábyrgðarmaður. Allar greinar em nafnlausar, en merktar: „Einn úr 4. bekk“, „Nokkrir iðnnemar" eða þ.u.l. í þriðja tölublaðinu sem kemur út, snemma árs 1933 er svo frá því Jónas Jónsson dóms- og kennslumálaráðherra. Hann lagði fyllirí og afskipti afpólitík aðjöfnu. skýrt að ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins sé Guðjón Guðmundsson. Síðan koma út tvö blöð í viðbót á vegum þessa sama hóps en haustið 1933 tekur Skólafélag Iðnskólans við blaðinu og gefur það út næstu árin. Á 15 ára afmæli blaðsins ritar Guðjón Guðmundsson grein í Iðnnemann og segir meðal annars: „í raun og vem er þó Iðnneminn 16 ára á þessu hausti, því undanfari hins núverandi Iðnnema var blað með sama nafni, gefið út einn vetur sem prentað handrit - að mig minnir til að fara eitthvað í kringum lagabókstafi - af okkur nokkmm nemendum í Iðnskólanum. Er þetta fyrirmálsblað tvímælalaust afdrifarrkasti þátturinn í sögu Iðnnemans, því að með því var sannað að möguleiki fyrir útgáfu blaðs var fyrir hendi, en þeir vom ekki margir sem trúðu því þá. Það hefði sjálfsagt mátt telja þá nemendur á fingmm annarrar handar, sem hefðu trúað því þá, að Iðnneminn myndi lifa sæmilegu lífi í 15 ár, því sannast að segja áttum við ekkert annað að leggja af mörkum til blaðaútgáfu, en áhuga fárra iðnnema í skólanum, en áttum hins vegar við að etja allmikið skilningsleysi og jafnvel andúð margra iðnnema, iðnaðarmanna og annarra manna er að þeim málum unnu... Félagsfundir vom oft haldnir í Málfundafélaginu, sem stofnað var um þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.