Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1993, Side 78

Iðnneminn - 01.10.1993, Side 78
Stakkstœðin austan við Bjarnaborg í byrjun aldarinnar. Einnig sést vitinn sem Vitastígur er kenndur við, en hann stóð rétt austan við húsið. (Abs. Ljósm.: óþ. 11.403.) höfuðstaðnum. Næstu árin hægði á fjölguninni í Reykjavík en hún tók aftur kipp á árunum 1893-1914. Margt varð til þess að efla höfuðstaðinn og íbúafjöldi meira en tvöfaldaðist á þessum árum. Það var einmitt á þessu vaxtarskeiði Reykjavíkur að Bjami fór hamförum við húsbyggingar. Á meðan faðir Bjarna var handverksmaður sveitasamfélagsins, var Bjami snikkari þéttbýlisins. Grunninn að smíðaferli sínum lagði Bjarni á árunum 1882-86 er hann bjó hjá Jakobi Sveinssyni snikkara og lærði af honum húsa- og húsgagnasmíði. Jakob var sigldur smiður og hafði dvalið bæði í Danmörku og Frakklandi. Hann kenndi mörgum sem síðar urðu nafnkenndir smiðir. Iðnmenntunin á Islandi var eingöngu verkleg fram yfir miðja 19. öld og voru ekki sett lög um hana fyrr en árið 1893. Fyrir þá lagasetningu kenndu smiðirnir lærlingum í óákveðinn tíma og eftir það var viðkomandi heimilt að starfa við iðnina. Eftir 1850 var þó orðið algengt að menn smíðuðu „prófsmíð“ að loknum námstímanum. Var að einhverju leyti farið eftir danskri venju um þetta í kaupstöðunum. Bjarni taldist fullnuma eftir fjörgurra ára dvöl hjá Jakobi og smíðaði sína prófsmíð. Bæjarfógetinn, Eggert Theódór Jónassen, gaf þá út sveinsbréf handa honum hinn 21. apríl 1886. Með sveinsbréf sitt í trésmíði upp á vasann og áralanga reynslu í málmsmíðum með föður sínum, var Bjama ekkert að vanbúnaði að hella sér út í athafnalífið. HÚSBYGGINGAR Á MÖLINNI Starfsævi Bjama var stutt en miklu var afkastað. Hann var fyrst og fremst smiður, en í tengslum við smíðarnar fór hann að versla með timbur og fékk borgararéttindi. Borgarabréfinu fylgdu bæði réttindi og skyldur. Borgararnir greiddu meira til sameiginlegra þarfa bæjarins og höfðu einnig meiri áhrif. Þá tók Bjami þátt í mörgu öðru, bæði í stjómmála- og athafnalífi bæjarins. Eftir því sem líða tók að aldamótum, fjölgaði húsasmiðum mjög í Reykjavík en á þeim tíma voru iðngreinar sem tengdust húsbyggingum lítið aðgreindar. Fljótlega eftir að Bjami hóf smíðar, fór hann að taka til sín lærlinga. Virðist sem venja hafi verið að þeir byggju heima hjá læriföður sínum. Þeir voru tólf talsins sem lærðu hjá Bjarna, þeir Páll Markússon, Gísli Kaprasíusson, Jóakim Guðmundson, Kristján E. Hansson, Sveinn G. Gíslason, Halldór M. Olafsson, Lýður Bjarnason, Jón Ásmundsson, Bjarni Jónsson, Guðni Þorláksson, Gísli Guðnason og Sigurður Guðmundsson. En þar að auki vann Jón sonur hans mikið með honum. Bjami hefur því haft fjölda pilta búandi hjá sér, sérstaklega frá 1896 og til aldamóta, allt að fimm í einu. Misjafnt var hversu lengi þeir dvöldu hjá Bjarna, en það var frá einu og upp í fjögur ár. Tveir bjuggu hjá honum áfram í eitt til tvö ár eftir að þeir voru orðnir útlærðir smiðir. Þannig var til að mynda mannmargt á heimili Bjama árið 1899, þegar lærlingamir voru fjórir og smiðimir tveir, auk fjölskyldunnar. Ekki er eins auðvelt og ætla mætti að komast að því hvaða hús það voru sem Bjami byggði í Reykjavík. Aðeins er vitað um lítinn hluta þeirra, en mörg þeirra voru í gamla austurbænum, við Laugaveg, Hverfisgötu og Lindargötu, auk þess sem hann reisti þó nokkur hús í Grjótaþorpi. Bjami vann einnig að byggingu skálans við Geysi í Haukadal vegna konungskomunnar 1907, þegar Friðrik VIII kom til landsins, og einnig tók Bjarni þátt í byggingu á húsi 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.