Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR 30. október 2009 — 257. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Systurnar Melkorka, Halla og Védís Ólafsdætur fyllast alltaf til-hlökkun um þetta leyti árs en þá standa foreldrar þeirra fyrir stórri hrekkjavöku- og þakkargjörðar-veislu. Fjölskyldan bjó í Bandaríkj-unum um miðjan níunda áratug-inn og kynntist þá báðum þessum hefðum. Við höf Halda í gamlar hefðirHrekkjavakan er á morgun og eru systurnar Melkorka, Halla og Védís Ólafsdætur búnar að skera út grasker og baka brauð. Þær eru á leið í árlega hrekkjavöku- og þakkargjörðarveislu til foreldra sinna. Luktirnar eiga að vera ógnvekjandi til að fæla burt óvættir sem sveima um á hrekkjavökunni. Halla er til vinstri, Védís í miðjunni og Melkorka til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1½ bolli heilhveiti5 tsk. lyftiduft¾ tsk. kanill ¼ tsk. allrahanda½ og þeytt þar til létt. Síðan er eggjum, sítrónusafa og graskersmauki bætt GRASKERS-MAÍSBRAUÐFyrir 8 BARNALEIÐSÖGN verður um Þjóðminjasafn Íslands sunnudaginn 1. nóvember klukkan 14. Leið-sögnin er ætluð börnum frá níu til tólf ára. Ferðalag-ið hefst á slóðum landnámsmanna á níundu öld og síðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1.200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Verð 8.290 kr. Villibráðar-hlaðborð k b b 22. o tó er - 18. nóvem erMatreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni frá öllumheimshornum til að útbúa bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar.Fyrir mat er gestum boðið að bragða á sérvöldum eðalvínum frá Chile og Argentínu. Góð tækifærisgjöf! VEÐRIÐ Í DAG Verstir í heimi? „Í umræðunni er ekki skilið á milli fortíðar og nútíðar og allir settir undir einn og sama hatt- inn,“ skrifar Ari Skúlason. Í DAG 18 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • OKTÓBER 2009 SARA MARÍABARNSMÓÐIR DANÍELS ÚR FANGA-VAKTINNI FÓR ÚR LÍFFRÆÐI Í LEIKLIST Ráðstefna um jarðskjálfta Í ár eru liðin hundrað ár frá því að fyrsti jarðskjálftamælirinn var settur upp á Íslandi. TÍMAMÓT 30 MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR Sker út grasker og bakar brauð úr því • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS ÓDÝRT FYRIR ALLA! Afnemum virðisaukaskatt af öllum vörum TAX FREE Loksins aftur Opnum eftir 1 dag Fer á kostum Björn Thors fær sím- töl á næturnar vegna frammistöðu sinnar sem Kenneth Máni í Fangavaktinni. FÓLK 50 SARA MARGRÉT NORDAHL Barnsmóðir Daníels úr Fangavaktinni Fór úr líffræðinni í leiklistina POPP FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Væta og vindasamt Vaxandi austanátt í dag. Yfirleitt 8-15 m/s, hvassast vestan til. Rigning sunn- an- og vestanlands í fyrstu, en fer að rigna norðan- og austanlands síðdegis. Milt í veðri, hiti 6-14 stig. VEÐUR 4 8 6 7 9 10 EFNAHAGSMÁL Það er mikið afrek að tekist hafi að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári, að mati Marks Flanagan, yfir- manns sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS) gagn- vart Íslandi. Þetta kom fram á símafundi sem Flanagan hélt síðdegis í Bandaríkjunum í gær með með- limum Íslensk-ameríska versl- unarráðsins, undir stjórn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, formanns ráðsins. Á fundinum kom einnig fram að AGS telur íslensk stjórnvöld vera komin lengra á veg við að draga úr ríkisútgjöldum en gert var ráð fyrir. Hrósaði Flanagan vinnu stjórnvalda við fjárlagagerðina og því samráði sem hefur verið haft við helstu hagsmunahópa landsins. „Það sem gerðist á Íslandi er í raun án fordæma,“ sagði Flanag- an spurður um stöðu landsins í samanburði við önnur verkefni sem hann hefur reynslu af víða um heim. Flanagan benti á að í öðrum löndum, þar sem aðstæður hafa verið svipaðar, hafi tekið 24 til 36 mánuði að koma fjármálakerf- inu á svipaðan stað og það er nú á Íslandi. Hann segir að það hafi verið óraunhæf bjartsýni að gera ráð fyrir að endurreisn bankanna gæti gengið hraðar fyrir sig en raunin hefur orðið. Ýmsum verk- efnum er þó enn ólokið. Til dæmis endurskoðun á regluverki og eftir- liti með fjármálamarkaðinum. Þá sagði Flanagan að Ísland nyti betri vaxtakjara en önnur krísu- lönd hefðu að meðaltali gert. Vaxtakjör AGS segir hann mun betri en Íslandi bjóðist ann- ars staðar. Sjóðurinn innheimtir eins prósents álag á þann kostnað sem hann ber af lánunum. Á þeim eru fljótandi vextir, en umreikn- að í fasta vexti til tólf ára nema þeir 6,57 prósentum. Flanagan segir að Ísland fengi tæplega lán á opnum markaði nema með vöxt- um í tveggja stafa tölu. Flanagan sagði á fundinum að sjóðurinn muni ekki blanda sér í umræðuna um stóriðjufram- kvæmdir á Íslandi, þær séu innan- ríkismál. Hitt liggi fyrir að inn- lend neysla muni ekki standa undir endurreisninni ein og sér. Íslendingar þurfi á beinni erlendri fjárfestingu að halda og muni væntanlega nýta sér það forskot sem landið hefur þegar kemur að orkufrekum verkefnum. Að mati Flanagans er íslenskt bankakerfi of stórt og þarf að minnka á næstu misserum. - jab, jk / sjá síðu 12 AGS segir afrek hversu hratt tókst að endurreisa bankana Yfirmaður sendinefndar AGS segir það mikið afrek að tekist hafi að endurfjármagna íslensku bankana á rúmu ári. Hann segir stjórnvöld lengra á veg komin í að draga úr ríkisútgjöldum en gert var ráð fyrir. VIÐSKIPTI „Það hefur enginn veitingastaður á Íslandi séð neitt svona. Það eru að seljast tíu þúsund hamborgarar á dag,“ segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. sem rekur McDonalds á Íslandi. Frá því að fregnir bárust af því í byrjun vik- unnar að McDonalds færi af landi brott nú um mánaðamótin hefur verið metaðsókn að stöðunum þremur. Í gærdag kláruðust BigMac-borgararnir um tíma, en að sögn Jóns Garðars var því bjargað fljótt. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds.“ Hann hefur þurft að bæta við starfsfólki á vaktir og segir alla hafa staðið sig gríðarlega vel undir óvenjulega miklu álagi. „Ég er með landslið í vinnu. Það eru bara atvinnumenn sem geta þetta.“ - þeb Starfsfólk McDonalds stendur í ströngu síðustu dagana fyrir breytingar: Metaðsókn á McDonalds VIÐSKIPTI Kaupþing á tvo fulltrúa í stjórn 1998 ehf., móðurfélags Haga. Félagið rekur meðal annars Bónusverslan- irnar. Jóhannes Jónsson situr í stjórn, ásamt Regin Frey Mog- ensen og Sigur- jóni Pálssyni, lögfræðingum í Kaupþingi. Jóhannes segir að unnið sé að endurskipulagningu félagsins. Það sé ekki nema eðlilegt og taki sinn tíma. Ekki sé komið að endapunkti með þá vinnu. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Kaupþings, sagðist ekki þekkja til málsins. Heimilisfang 1998 ehf. hefur verið flutt í höfuð- stöðvar bankans. - kóp Endurskipulagning 1998 ehf: Kaupþing inn í stjórn Haga ÖRTRÖÐ Gríðarlega mikil aðsókn hefur verið að öllum þremur veitingastöðum McDonalds síðustu daga. Um tíu þúsund ham- borgarar hafa selst daglega. Um mánaðamótin hverfur skyndibitakeðjan af landi brott og í staðinn opnar íslenski hamborgara- staðurinn Metró. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Það sem gerðist á Íslandi er í raun án fordæma MARK FLANAGAN YFIRMAÐUR SENDINEFNDAR AGS Landsliðið hafði betur Landsliðið í hand- bolta vann sigur á Pressuliðinu í æfingaleik í gær. ÍÞRÓTTIR 46 JÓHANNES JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.