Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 4
4 30. október 2009 FÖSTUDAGUR
Greinasafn
Þjóðarsátt, lýðræði,stóriðja og hagstjórn
Jóhann Rúnar BjörgvinssonReykjavík, 2009
990,-
Verð aðeins
•
•
•
•
•
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
26°
16°
8°
8°
14°
15°
17°
8°
8°
25°
16°
25°
16°
30°
6°
16°
17°
6°
Á MORGUN
Fremur hæg
suðvestlæg átt.
SUNNUDAGUR
Hæglætis veður
og úrkomulítið.
10
9
8
8
9
10
4
6
6
7
8
15
10
11
10
7
5
6
5
7
10
8
8
5
7
8
8
2 0
2
6
4
BETRA VEÐUR UM
HELGINA Það
verður leiðinlegt
veður í dag sérstak-
lega vestanlands
en þar verður
heldur vindasamt.
Það bætir síðan
í vind og vætu
norðan og austantil
þegar kemur fram
á síðdegið. Mun
skaplegra veður
verður á morgun
og á sunnudag
léttir til en kólnar
heldur.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
SJÁVARÚTVEGSMÁL Finnbogi Vikar
Guðmundsson, laganemi við
Háskólann á Bifröst, fullyrðir að
honum hafi verið vísað út af aðal-
fundi LÍÚ í gær vegna gagnrýn-
inna skrifa um fiskveiðistjórn-
unarkerfið í vor. Finnbogi segist
hafa sótt fundinn til að afla sér
upplýsinga um sjávarútveg. Hann
situr í starfshópi á vegum sjávar-
útvegsráðherra sem ætlað er að
endurskoða fyrirkomulag fisk-
veiðistjórnunar, og var tilnefndur
af Borgarahreyfingunni.
„Ég tengi þetta atvik beint við
skrif okkar Þórðar Más Jóns-
sonar um kerfisbundna misnotk-
un á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Ég vissi ekki að þetta risti svona
djúpt,“ segir Finnbogi. Hann segir
að sér hafi verið vísað á dyr eftir
að upplýsingafulltrúi LÍÚ hafði
„ráðfært sig við yfirboðara sína“.
Sigurður Sveinn Sverrisson,
upplýsinga- og kynningarmála-
fulltrúi LÍÚ, segir ekki ástæðu
til að gera frávísun Finnboga tor-
tryggilega enda sé hún á engan
hátt persónuleg. Finnbogi hafi
leitað til hans til að fá upplýsing-
ar um hvort honum væri heim-
ilt að sitja fundinn þótt óboðinn
væri. Hann hafi síðan fengið stað-
fest að svo væri ekki. „Aðalfund
LÍÚ sitja bara boðsgestir, full-
trúar fjölmiðla og þeir sem eru
kjörgengir aðalfundarfulltrúar
útvegsmanna. Þannig hefur það
ávallt verið.“ - shá
Laganemi segir frávísun af aðalfundi LÍÚ vegna skrifa sinna um sjávarútveg:
Segir pólitík á bak við frávísun
FINNBOGI VIKAR GUÐMUNDSSON
Var vísað út af aðalfundi LÍÚ í gær.
BELGÍA, AP Tony Blair, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, yrði
frábær sem fyrsti forseti Evrópu-
sambandsins.
Þetta kom fram
í máli Gordons
Brown, núver-
andi forsætis-
ráðherra lands-
ins, á fundi
leiðtoga Evr-
ópu sambands-
ríkjanna í gær,
Skoðanir eru
skiptar á meðal leiðtoganna um
væntanlegan forseta. Andstaða
við Blair er þó nokkur, ekki síst
vegna þess að Bretar eru hvorki
hluti af myntbandalaginu né
Schengen-samstarfinu.
Enginn hefur enn lýst yfir
framboði í embætti forseta sam-
bandsins, og ekki hefur verið
skilgreint nákvæmlega í hverju
starfið mun felast. - þeb
Gordon Brown á fundi ESB:
Blair yrði frá-
bær forseti
DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl-
maður hefur verið dæmdur í tólf
mánaða fangelsi, þar af níu á
skilorði, fyrir sérstaklega hættu-
lega líkamsárás og fíkniefna-
akstur.
Maðurinn sló annan mann
í hálsinn með glerflösku með
þeim afleiðingum að flaskan
brotnaði og fórnarlambið hlaut
tólf sentimetra langt, opið sár
hægra megin á hálsi og tvö
önnur minni.
Árásarmaðurinn játaði sök
fyrir dómi. Með þessum brotum
rauf hann skilorð. Auk fangelsis-
dómsins var hann dæmdur til að
greiða þeim sem hann sló rúmar
400 þúsund krónur og var jafn-
framt sviptur ökurétti í fjóra
mánuði. - jss
Hætttuleg líkamsárás:
Braut flösku á
hálsi manns
TONY BLAIR
NORÐURLANDARÁÐ Helgi Hjörvar,
alþingismaður Samfylkingarinn-
ar, var kosinn
forseti Norður-
la ndaráðs á
Norðurlanda-
r á ð s þi ng i í
Stokkhólmi á
fimmtudag.
Helgi Hjörvar
tekur við forsæt-
inu um áramót
þegar Ísland
tekur við formennsku af Svíum.
Illugi Gunnarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, var jafnframt
kjörinn varaforseti Norðurlanda-
ráðs.
Norðurlandaráð:
Helgi Hjörvar
kosinn forseti
HELGI HJÖRVAR
STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun telur
að í starfi yfirlæknis Heilbrigðis-
stofnunar Austurlands (HSA) hafi
verið alvarlegar brotalamir. Í 26 til-
vikum hafi hann krafist of hárrar
þóknunar fyrir vinnu sína. Þá hafi
einnig verið brotalamir á lögboðinni
færslu í sjúkraskrá. Þrátt fyrir það
mun ríkisendurskoðun ekki aðhaf-
ast frekar í málinu.
Stofnunin hvetur hins vegar heil-
brigðisráðuneytið til að „ganga
rækilega úr skugga um hvaða
úrræðum viðeig-
andi sé að beita í
þessu máli“ líkt
og segir í bréfi
hennar til ráðu-
neytisins.
Heilbrigðis-
ráðherra, Álf-
heiður Inga-
dóttir, segir að
brugðist verði
v ið þ e s s a r i
hvatningu ríkis-
endurskoðunar. „Ráðuneytið mun
verða við þessu. Það verður kann-
að til hvaða úrræða þarf að grípa,“
segir ráðherra.
Álfheiður segir að jafnframt
hafi verið ákveðið að verða við ósk
bæjarráðs Fjarðarbyggðar um að
fenginn verði sjálfstætt starfandi
úttektaraðili til að ræða við starfs-
menn og stjórnendur um starfsum-
hverfið. „Ráðuneytið er að kanna,
í framhaldi af þessum tilmælum
ríkisendurskoðunar, hver staðan
er. Markmiðið er auðvitað að finna
lausn sem allir geta sætt sig við,“
segir Álfheiður.
Yfirlækninum, Hannesi Sigmars-
syni, var vikið tímabundið frá störf-
um í febrúar. Þá hófst rannsókn á
vinnulagi Hannesar og meintum
fjárdrætti. Ríkisendurskoðun kemst
að þeirri niðurstöðu að í 26 tilvikum
hafi Hannesi „verið eða mátt vera
ljóst að hann ofkrafði HSA um þókn-
un fyrir vinnu sína“, segir í bréfi
stofnunarinnar.
Lögreglurannsókn fór fram en 30.
september var ákveðið að kæra ekki.
Frestur til að áfrýja þeirri ákvörðun
rennur út um mánaðamótin.
Einar Rafn Haraldsson, forstjóri
HSA, sagðist ekki vilja tjá sig um
framhaldið fyrr en viðbrögð hefðu
borist frá ráðuneytinu. Eftir stæði
að læknirinn hefði fengið ofgreitt
fyrir vinnu sína.
Þess má geta að Persónuvernd
hefur nú afturkallað leyfi sem
stofnunin hafði í janúar síðastliðn-
um veitt Hannesi og öðrum lækni
á heilsugæslunni til að nota sjúkra-
skrár í rannsókn á starfsemi heilsu-
gæslunnar. Hannes hafði sjálfur
skrifað upp á heimild til notkun
sjúkraskránna fyrir hönd heilsu-
gæslunnar. Í reynd var það lækn-
ingaforstjórinn sem átti að veita
slíkt samþykki. Lækningaforstjór-
inn gerði síðar athugasemd við Per-
sónuvernd sem afturkallaði leyfið
eftir að hafa skoðað málavexti.
kolbeinn@frettabladid.is
gar@frettabladid.is
Ríkisendurskoðun telur brot
yfirlæknis HSA vera alvarleg
Ríkisendurskoðun telur að í starfi yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafa verið alvarlegar brota-
lamir. Mun þó ekkert aðhafast. Heilbrigðisráðherra mun kanna úrræði. Óháðir aðilar fara yfir málið.
STOFNUNIN Frestur til að áfrýja ákvörðun um að kæra ekki yfirlækni Heilbrigðisstofnunar Austurlands rennur út um mánaðamót.
Ríkisendurskoðun telur að alvarleg brotalöm hafi verið í starfi hans.
ÁLFHEIÐUR
INGADÓTTIR
GENGIÐ 29.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
237,2415
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,76 125,36
205,37 206,37
183,96 184,98
24,710 24,854
21,878 22,006
17,783 17,887
1,3738 1,3818
198,02 199,20
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR