Fréttablaðið - 30.10.2009, Side 6
6 30. október 2009 FÖSTUDAGUR
SAMFÉLAGSMÁL Fjölskylduhjálp
Íslands býst við annríki í aðdrag-
anda jólanna en árið í ár hefur
verið það annasamasta í sex ára
sögu samtakanna.
Fjölskylduhjálpin hefur óskað
liðsinnis tæplega fimm þús-
und fyrirtækja til að geta staðið
straum af öllum þeim umsóknum
um aðstoð sem víst er að berist
fyrir jól.
Í bréfi til forsvarsmanna fyrir-
tækjanna kemur fram að skjól-
stæðingar Fjölskylduhjálparinn-
ar þurfa að sýna tilskilin gögn til
að njóta aðstoðar. - bþs
Annir hjá Fjölskylduhjálpinni:
Óskað eftir að-
stoð fyrirtækja
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Rafgeymar
Japanskir
DÓMSMÁL Matsnefnd eignarnáms-
bóta hefur úrskurðað að Hafnar-
fjarðarbær eigi að greiða Skóg-
rækt ríkisins rúmar 608 milljónir
króna fyrir 160 þúsund fermetra
af landi í Kapelluhrauni.
Hafnarfjarðarbær fékk landið í
Kapelluhrauni afhent í apríl 2008
og skipulagði þar byggingarlóð-
ir. Ekki náðist samkomulag við
Skógrækt ríkisins um kaupverð
og kom því til kasta matsnefndar
eignarnámsbóta.
Skógræktin taldi að miða ætti
við úrskurð matsnefndarinnar frá
árinu 2005 í máli Kjartans Gunn-
arssonar og Reykjavíkurborgar.
Þá hafi Kjartan á núverandi verð-
lagi fengið ríflega sex þúsund
krónur á hvern fermetra af um
36 þúsund fermetra landi sínu við
Norðlingaholt. Skógræktin benti á
að fyrri hluta árs 2008 hefði verið
mikil eftir spurn
eftir bygging-
arlandi á höfuð-
borgarsvæðinu
og kvaðst telja
að greiða ætti
minnst einn
milljarð og 72
milljónir króna
fyrir landið.
Þar af væru
tæpar 69 millj-
ónir í vexti frá því í apríl 2008.
Fyrir sitt leyti krafðist Hafn-
arfjarðarbær þess að matsnefnd-
in miðaði við stöðuna á fasteigna-
markaði eins og hún væri orðin
eftir bankahrunið. Umrædd eign
væri „í raun óseljanleg á almenn-
um markaði“ og eini raunhæfi
kaupandinn að landinu væri bær-
inn sjálfur. „Það voru allar lóðirn-
ar á þessu svæði farnar og marg-
ir að bíða en þeim hefur öllum
verið skilað aftur og gatnagerð
hætt,“ segir Gísli Valdimarsson,
formaður skipulags- og bygging-
arráðs Hafnarfjarðar, við Frétta-
blaðið.
Matsnefndin segir að í þessu
máli eigi matið á landinu að miða
við fasteignaverð eins og það var
í apríl 2008 „enda hefði landið
skipt um hendur á því verði ef
samkomulag hefði náðst. Hafnar-
fjarðarbæ bæri að taka áhættuna
af þeirri verðlækkun sem orðið
hefur á landi og lóðum síðan“.
Varðandi samanburðinn við áður-
nefnt land Kjartans Gunnarsson-
ar segir matsnefndin hins vegar
að landið í Kapelluhrauni sé verr
staðsett og henti ekki eins vel til
bygginga og landið í Norðlinga-
holti.
Niðurstaðan varð því sú að
Skógræktin fær 3.800 krónur á
hvern fermetra eða alls rúmar
608 milljónir eins og fyrr sagði.
„Þetta er ekki endanlegt. Við
munum nú skoða málið og ákveða
hvort bærinn unir niðurstöðunni
eða beri hana undir dómstóla,“
segir Anna Jörgensdóttir, bæjar-
lögmaður í Hafnarfirði.
gar@frettabladid.is
Greiði Skógræktinni
608 milljónir króna
Hafnarfjarðarbær á að borga Skógrækt ríkisins 608 milljónir króna fyrir 16 hekt-
ara í Kapelluhrauni, segir matsnefnd eignarnámsbóta. Allar lóðir seldust en var
skilað eftir hrun. Bærinn leitar ef til vill til dómstóla, segir bæjarlögmaður.
Í KAPELLUHRAUNI Þegar hefur verið skilað inn lóðum sem skipulagðar voru á landi
sem Hafnarfjarðarbær tók eignarnámi af Skógrækt ríkisins í Kapelluhrauni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GÍSLI
VALDIMARSSON
PERSÓNUVERND „Enginn vafi er á því að hægt er
að nota þessar upplýsingar í vafasömum tilgangi
og engin ástæða til þess að þær séu aðgengilegar
öllum,“ segir í umsögn Þórðar Clausen Þórðarson-
ar, bæjarlögmanns í Kópavogi, vegna kvörtunar um
kortavefsjá á heimasíðu bæjarins.
Að því er fram kemur í umsögn Þórðar kvartaði
íbúi í Kópavogi til Persónuverndar undan kortavefsjá
á vefsetri bæjarins. Þar væri meðal annars hægt að
nálgast teikningar af einkaheimilum manna, upplýs-
ingar um fjölda íbúa í hverju húsi og aldur þeirra.
„Að þessar upplýsingar séu aðgengilegar öllum, geti
til dæmis verið gagnlegar fyrir innbrotsþjófa,“ vitn-
ar bæjarlögmaður til ábendinga íbúans.
Þórður kvað það vart standast lög um persónu-
vernd og meðferð persónupplýsinga að vera með svo
ítarlega upplýsingagjöf á vefsíðu bæjarins. Bæjar-
ráð samþykkti tillögu hans um að loka kortavef sjánni
þar til afstaða Persónuverndar lægi fyrir og hefur
það þegar verið gert. Ekki er ljóst hvenær niðurstaða
Persónuverndar fæst. - gar
Bæjarráð Kópavogs bregst við kvörtun íbúa og lokar kortavefsjá á vefsetri:
Vefsjá talin stríða gegn lögum
HEIMASÍÐA KÓPAVOGSBÆJAR Íbúi í Kópavogi taldi innbrots-
þjófa geta notfært sér upplýsingar í kortavefsjá bæjarins og
henni hefur verið lokað á meðan Persónuvernd skoðar málið.
DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur
dæmt séra Sigríði Guðmarsdótt-
ur ríflega 1,6 milljónir króna í
skaðabætur fyrir brot á jafnrétt-
islögum. Sigríður krafðist ríflega
fjórtán milljóna, en aðalkröfu
hennar var hafnað og gengið að
varakröfunni.
Sigríður sótti um embætti
sendiráðsprests í London árið
2003 líkt og karlkyns umsækj-
andi. Karlmaðurinn hlaut stöðuna
og kærði Sigríður þá niðurstöðu
til jafnréttisnefndar þjóðkirkj-
unnar. Nefndin komst að því að
stöðuveitingin hefði verið brot
gegn jafnréttisáætlun kirkjunn-
ar, enda væri enginn kvenprestur
starfandi við íslensk sendiráð.
Sigríður fór í kjölfarið í mál
við kirkjuna og krafðist að réttur
sinn til skaðabóta vegna brots á
jafnréttislögum yrði viðurkennd-
ur. Hún hafði sigur í því máli árið
2006.
Nú er skaðabótaupphæðin
orðin klár: 1.637 þúsund krónur.
Upphæðin byggist á því tekju-
tapi sem Sigríður varð fyrir við
það að verða af starfinu í sendi-
ráðinu. Þar koma bæði til hefð-
bundnar tekjur, sem eru lægri
hjá sendiráðsstarfsmönnum en
prestum, og einnig staðaruppbót
vegna búsetu erlendis. - sh
Þjóðkirkjan greiði Sigríði Guðmarsdóttur bætur fyrir brot á jafnréttislögum:
Fær 1,6 milljónir frá kirkjunni
SIGRÍÐUR GUÐMARSDÓTTIR Fór fram á
ríflega fjórtán milljónir en fékk 1,6.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
EFNAHAGSMÁL Alþjóðlega mats-
fyrirtækið Moody‘s lækkaði
lánshæfismat Portúgals í gær en
setti lánshæfismat Grikklands á
athugunarlista.
Ástæðan fyrir verra lánshæfi
Grikklands er erfið skuldastaða
þjóðarbúsins, sem nemur 12,5
prósentum af landsframleiðslu.
Horfur voru færðar úr stöðug-
um í neikvæðar. Sömu sögu er að
segja af Portúgal.
Reuters hafði eftir sérfræð-
ingum í gær að niðurstaðan
hefði ekki komið á óvart í kjölfar
stjórnarskipta í Grikklandi í síð-
ustu viku þegar vinstri stjórn tók
við valdastólum. - jab
Fitch með skurðarhníf á lofti:
Lækkar láns-
hæfismatið
WAL-MART Einkaneysla jókst verulega í
Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur jókst
um 3,5 prósent í Bandaríkjunum
á þriðja ársfjórðungi. Niðurstað-
an er nokkuð umfram væntingar.
Þetta eru fyrstu jákvæðu hagtöl-
urnar sem sést hafa í þessa átt
vestanhafs í rúmt ár.
Fréttastofa Bloomberg bendir á
að hagvöxturinn sé öðru fremur
knúinn áfram af mikilli aukningu
í einkaneyslu og betri tíð í verk-
takageiranum.
Bloomberg segir stjórnvöldum
sniðinn þröngur stakkur. Halli
á fjárlögum hefur aldrei verið
meiri og útlit er fyrir að atvinnu-
leysi muni aukast. - jab
Hagvöxtur mælist í BNA:
Bestu tölurnar
sem sjást í ár
ÁSGERÐUR JÓNA FLOSADÓTTIR
Framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar
Íslands.
Gætir þú hugsað þér að skipta
yfir í rafbíl?
Já 73,8%
Nei 26,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á ríkisstjórnin að hætta við
fyrirhugaða orku- og auðlinda-
skatta?
Segðu þína skoðun á vísir.is
KJÖRKASSINN