Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 20
20 30. október 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Aðalheiður Jóhanns- dóttir skrifar um dómsmál Þann 15. október sl. gekk dómur hjá EB-dómstóln- um, mál C-263/08, beiðni um forúrskurð. Í málinu lagði Hæstiréttur Svíþjóð- ar fyrir dómstólinn nokkrar spurn- ingar sem vörðuðu túlkun á tilskip- un um mat á umhverfisáhrifum (85/337/EBE) með síðari breyting- um, m.a. þeim sem voru gerðar með tilskipun (2003/35/EB) sem innleið- ir í EB-rétt þriðju stoð Árósasamn- ingsins um aðgang að réttlátri máls- meðferð, þ.m.t. aðgang almennings og umhverfisverndarsamtaka að endurskoðunarleiðum í stjórnsýsl- unni og fyrir dómstólum. Málið, sem var til meðferðar fyrir Hæstarétti Svíþjóðar, varðaði kæru fámennra og staðbundinna umhverfisvernd- arsamtaka á frávísun yfirumhverf- isdómstóls en samtökin höfðu kært útgáfu leyfis fyrir matsskylda fram- kvæmd. Yfirumhverfisdómstóllinn vísaði málinu frá á þeim grundvelli að umhverfisverndarsamtökin upp- fylltu ekki lögbundin skilyrði fyrir aðild. Samkvæmt sænskum lögum gátu samtökin hins vegar komið að athugasemdum á meðan leyfisveit- ingin var undirbúin, þ.m.t. mat á umhverfisáhrifum. Í 13. gr. 16. kafla sænska umhverf-isbálksins 1998:808, með síðari breytingum, eru lögfest ákveðin skilyrði sem umhverfisverndarsam- tök verða að uppfylla svo þau geti fengið ákveðin leyfi til framkvæmda endurskoðuð af umhverfisdóm- stól, eftir atvikum yfirumhverfis- dómstól eða Hæstarétti Svíþjóðar. Skilyrðin eru að tilgangur samtakanna sé umhverf- isvernd, að þau hafi verið virk í Svíþjóð í a.m.k. þrjú ár, og að félagsmenn séu a.m.k. 2000. Hæstiréttur Svíþjóðar beindi m.a. þeirri spurningu til EB-dómstóls- ins hvort ríki gæti innleitt tilskipun 85/337/EBE með þeim hætti að fámenn, stað- bundin umhverfisverndar- samtök hefðu rétt til þess að taka þátt í undirbúningi ákvörðunar án þess að eiga rétt á að fá endanlega ákvörðun (leyfi) endurskoðað þegar þeirri málsmeðferð lyki. Í stuttu máli svaraði EB-dómstóll- inn fyrrgreindri spurningu þannig að réttur til þess að taka þátt í und- irbúningi ákvörðunar kæmi ekki í stað þess réttar að geta fengið ákvörðunina sjálfa endurskoðaða þegar hún lægi endanlega fyrir. Jafnframt sagði EB-dómstóllinn að 10. gr. a í tilskipun 85/337/EBE útilokaði ákvæði í landsrétti sem einvörðungu heimilaði umhverf- isverndarsamtökum með a.m.k. 2000 félagsmenn að áfrýja ákvörð- un (endanlegt leyfi) vegna mats- skyldrar framkvæmdar. Þótt niður- staða EB-dómstólsins sé ekki að öllu leyti skýr hefur hún a.m.k. í för með sér að breyta verður ofangreindu skilyrði um lágmarksfjölda félags- manna. Sennilega verður að lögfesta annað og matskenndara skilyrði eða fella það niður með öllu. Tilskipun 2003/35/EB er ekki hluti af Samningi um Evrópska efna- hagssvæðið (EES-samningur) og þ.a.l. hefur hún ekki verið sérstak- lega innleidd í íslenskan rétt. Samt sem áður er rétt að skoða þau skil- yrði sem umhverfisverndarsamtök verða að uppfylla hér á landi svo þau geti skotið ákveðnum ákvörðunum, þ.m.t. tilteknum leyfum fyrir mats- skyldar framkvæmdir, til æðra stjórnvalds. Skilyrðin eru að sam- tökin eigi varnarþing á Íslandi, að tilgangur samtakanna sé að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að og félagsmenn séu 30 eða fleiri. Ekki verður fjallað hér um hvort varnarþingsskilyrðið stenst EES- samninginn almennt séð eða jafn- ræðisreglu. Hins vegar er staðan sú sam- kvæmt íslenskum rétti að öllum er heimilt að taka þátt í málsmeðferð mats á umhverfisáhrifum (undir- búningur ákvörðunar) og allir geta gert athugasemdir við framlagða frummatsskýrslu. Þeir sem ekki eiga einstaklingsbundna hagsmuni samkvæmt íslenskum rétti eiga ekki möguleika á að kæra ákvörð- un (endanlegt leyfi) nema að ganga í umhverfisverndarsamtök og þá eiga samtökin hagsmuni lögum sam- kvæmt ef þau uppfylla ofangreind skilyrði. Jafnframt getur sú staða hæglega komið upp hér á landi að fámenn staðbundin umhverfis- verndarsamtök taki þátt í undirbún- ingi ákvörðunar en hafi hins vegar ekki rétt til þess að kæra endanlega ákvörðun til æðra stjórnvalds vegna þess að skilyrðið um fjölda félags- manna er ekki uppfyllt. Þótt tilskipun 2003/35/EB sé ekki hluti af EES-samningnum og strangt tiltekið beri Íslandi ekki að taka tillit til ofangreindrar nið- urstöðu EB-dómstólsins ætti samt sem áður að endurskoða skilyrðin sem umhverfisverndarsamtök hér á landi verða að uppfylla svo þau geti skotið ákveðnum ákvörðunum til æðra stjórnvalds. Jafnframt ætti án tafar að ganga frá fullgildingu Árósasamningsins. Höfundur er prófessor við laga- deild Háskóla Íslands. Athyglisverður dómur AÐALHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR UMRÆÐAN Reinhold Richter skrif- ar um áfengisvarnir Á hverju ári deyr fjöldi manns ótímabært af völdum alkóhólisma, fjöl- skyldur þjást og einstakl- ingar missa starfsþrek og samfélagslegan dug. Ung- menni tapa áttum, flosna úr skóla og tapa dýrmætum tækifærum, jafnvel lífinu sjálfu. Fíknisjúk- dómurinn er þjóðfélagsmein sem fer vaxandi um allan hin vestræna heim. Íslendingar hafa lengi stað- ið fremstir þjóða í meðhöndlun á áfengis- og vímuefnasýki en nú kann að verða breyting þar á. Fyrir liggur að þjónustusamning- ur ríkisins við SÁÁ verður skert- ur um 70 milljónir fyrir árið 2010 miðað við fast verðlag. Útilokað er að halda uppi núverandi þjónustu- stigi gangi áform heilbrigðisráð- herra eftir. Í kjölfar kreppunnar dróst sjálfs- aflafé SÁÁ verulega saman, styrk- ir fyrirtækja þurrkuðust nánast út á einni nóttu og framlag ríkisins til Sjúkrahússins Vogs var skorið niður um 3,4% fyrir yfirstandandi ár. Fyrsti skellurinn var því stór, tugir milljóna, og brást SÁÁ strax við til að verja meðferðina sjálfa og fór í umfangsmikinn sársaukafull- an niðurskurð. Öllum steinum var velt við, allar hugsanlegar leiðir voru nýtt- ar til hagræðingar og sparnaðar, starfsfólki var fækkað verulega og dregið úr nauðsynlegu viðhaldi fasteigna. Öll áhersla var lögð á að halda gæðum og umfangi með- ferðarinnar óbreyttu, starfsfólkið sem eftir er hefur því tekið á sig aukið álag og umtalsverða tekju- skerðingu. Allir hugsandi menn hafa samúð með fjárlaganefnd og þingmönnum öllum, því aldrei fyrr í sögu lýðveld- isins hefur meira mætt á skynsemi fjárlaganefndar og siðgæðisþreki þingsins. Þjóðin hefur ekki þurft að draga seglin jafn mikið saman milli ára síðan sögur hófust. Engum er alveg sama um hvar og hvernig skera skal og allir eru á móti flötum niðurskurði. Skynsamt fólk veit að á samdráttartímum þarf að forgangsraða og sumt er ekki hægt að spara því að stundargróðinn getur á augabragði umhverfst í andstæðu sína. Þannig er því varið ef hætt er að meðhöndla virka áfengis- og fíkni- efnasjúklinga. Samkvæmt tölum frá NIDA (The National Institute on Drug Abuse) sem er stofnun í bandaríska heilbrigðisráðuneyt- inu, fást tólf dollarar til baka fyrir hvern einn sem fjárfestur er í meðferð við áfengis- og fíkniefna- sjúkdómnum, vegna sparnaðar á afleiddum kostnaði þjóðfélagsins er hlýst af virkum fíknisjúkdómi. Ætla má að mjög svipað hlutfall gildi hjá okkur. 70 milljóna króna niðurskurður á meðferðinni á Vogi getur því jafngilt 840 milljóna tapi fyrir þjóðfélagið í heild þegar upp er staðið. Höfum við efni á því, mér er spurn, hvað heldur þú? Stór hluti þessa afleidda kostn- aðar er ótímabær dauðsföll, því er nauðsyn að ráðamenn svari þessari siðferðislegu spurningu: Hvert eiga dauðsjúkir einstaklinga að leita sem koma á næstunni að læstum dyrum í heilbrigðiskerfinu vegna fjárskorts? Við Íslendingar segjum allir sem einn: Nei, við viljum ekki skera niður aðgengi, þjónustu og endur- hæfingu þeirra sem þurfa á aðstoð heilbrigðiskerfisins að halda. Hjá okkur í SÁÁ hefur hagræð- ing þegar farið fram, hér er varla nokkur möguleiki á ýtarlegri til- tekt, það eina sem blasir við okkur er að skerða aðgengi og þjónustu við fólk sem er lífshættulega sjúkt, verði þjónustusamningurinn ekki virtur. Allir Íslendingar eru sammála um að það gengur ekki að neita fár- sjúku fólki um læknisaðstoð. Þess vegna þarf fjárveitingarvaldið að taka sig saman í andlitinu og hætta við að skerða nýgerðan þjónustu- samning við SÁÁ. Höfundur er félagi í SÁÁ og starf- ar sem áfengisráðgjafi. Sigur í tapleik eða tap í sigurleik REINHOLD RICHTER UMRÆÐAN Karin Erna Elmarsdótt- ir skrifar um endur- skinsmerki Nú er skammdeg-ið skollið á og þá er mikilvægt að allir veg- farendur séu með endur- skinsmerki svo að þeir séu sem öruggastir í umferðinni. Myrkrið veldur því að ökumenn sjá oft illa í kringum sig þrátt fyrir götulýsingu og yfirleitt góð ökuljós á bifreiðum. Endur- skinsmerki gera það að verkum að ökumenn taka mun fyrr eftir gangandi vegfarendum þegar dimmt er úti. Mikilvægt er að endurskinsmerkin séu vel sýni- leg og er best að hafa endurskins- merkin fremst á ermum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálm- um. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem öku- menn greina gangandi vegfar- endur, þeim mun meira er öryggi þeirra síðarnefndu í umferðinni. Það er staðreynd að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með end- urskinsmerki fimm sinnum fyrr og því getur notkun endurskins- merkja skilið milli lífs og dauða. Allir ættu að finna endurskin við hæfi en til eru margar gerð- ir og stærðir eins og endurskins- vesti, endurskinsborðar, lím- merki, barmmerki eða hangandi endurskins- merki. Á mörgum skóla- töskum eru endurskins- merki og gott er að líma endurskin á barnavagna, sleða, bakpoka og skíða- stafi. Fullorðnir eiga að sjálf- sögðu að vera fyrirmyndir barna og vera með endur- skinsmerki á sínum flík- um. Nauðsynlegt er fyrir skokk- ara að vera í endurskinsvestum eða með gott endurskin á æfinga- fatnaði þegar æft er utandyra. Endurskinsmerki er einnig hægt að líma á hunda- og kattahálsbönd og sjálfsagt er að bregða endur- skinsborðum um fætur hestsins ef farið er í reiðtúr. Líklegt er að til séu endur- skinsmerki í skúffum og skáp- um á flestum heimilum og þá er um að gera að nota þau merki, enda gera þau lítið gagn ef þau eru ekki notuð. Kaupþing hóf í vikunni endurskinsmerkjaátak í samstarfi við Umferðarstofu og er hægt að nálgast endurskins- merki í útibúum Kaupþings víða um land. Að öðrum kosti er hægt að fá endurskinsmerki í mörgum verslunum, apótekum og bensín- stöðvum. Sjáumst í umferðinni, vel sýni- leg. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu. Ódýrt og afar mikil- vægt öryggistæki KARIN ERNA ELMARSDÓTTIR Fjarðabyggð – flott í vetur FJARÐABYGGÐ StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörðurEskifjörðurNorðfjörðurMjóifjörður fjardabyggd.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F JA 4 74 40 1 0/ 09 Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Mjóifjörður Norðfjörður Kynnum skíðaparadísina í Oddsskarði og hvað er í boði fyrir ferðamenn í vetur í Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, laugardaginn 31. október kl. 11:00–16:00 og sunnudaginn 1. nóvember kl. 11:00–14:00. Verið velkomin. Fjarðabyggð – snjór, skíði, rómantík og rólegheit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.