Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 32
4 föstudagur 30. október Verk Katrínar Ólínu Péturs- dóttur hafa sett hana í hóp fremstu hönn- uða Íslands. Í viðtali við Föstudag segir hún frá virkjun ímyndunaraflsins, kostum þess að lifa og starfa á 21. öldinni, lífinu sem íslenskt alþjóða- kvikindi og mikilvægi þess að gleyma ekki rótunum. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason A llir eiga sér sinn hugarheim, hvort sem þeir hafa nokk- urn tímann velt til- vist hans fyrir sér eða ekki. Katrín Ólína Pétursdótt- ir er þó komin mörgum skrefum dýpra ofan í sinn hugarheim en flestir aðrir. Hún hefur hrærst í honum alla ævi og haft af honum lifibrauð undanfarin tólf ár, fáein- um árum eftir að hún útskrifað- ist sem vöruhönnuður frá École du Design Industri- elle í París. Brot úr heimi Katrínar prýðir forsíðu nýrrar bókar um Ís- lenska samtímahönnun sem Crymogea gefur út. Í þeirri bók er fjallað um Katrínu og aðra íslenska hönnuði sem þykja hafa skarað fram úr. Katrín á sköpunargáfuna og náttúruáhugann ekki langt að sækja enda margt um skapandi sálir í fjölskyldunni. Dagbjört Helga Jónsdóttir, langamma Katr- ínar í móðurætt, var meistari með prjónana og Theódóra Thorodd- sen skáldkona var föðurlang- amma hennar. Afi hennar, Pálmi Hannesson, var náttúrufræðing- ur og rektor Menntaskólans í Reykjavík. Þau, auk annarra fjöl- skyldumeðlima, hafa sett sitt mark á Katrínu. „Ég á góða að og finnst ég að mörgu leyti vera að vinna í framhaldi af því sem hugsað og gert hefur verið. Ég geri það þó á minn hátt og með hjálp tækni og efna 21. aldar.“ GOÐSÖGUR OG ÆVINTÝRI Katrín lýsir veröld sinni sem heimi draumsins. Henni sé ætlað að vera nokkurs konar tenging við undirvitundina í gegnum minni og vísanir í erkitýpur goðsagna og per- sóna úr þjóðsögum og ævintýr- um. „Draumurinn og fantasían eru eldsneytið sem drífur ímynd- unaraflið áfram og ímyndunaraflið er það sem gerir okkur mennsk. Ég hef mikinn áhuga á þessu og byggi þennan náttúruheim minn lauslega á hugmyndum um gyðj- ur og goð, hetjur, fífl, meistara og skrímsli. Ég lít á verkin mín sem opinn heim, án upphafs og endis. Þessi heimur er öllum opinn sem vilja heimsækja og virkjar þannig ímyndunarafl fólks.“ STAFRÆN NÁTTÚRA Hún á sína útgáfu af valkyrjunni, sem ríður um á sauðkind í stað h e s t s . F y r i r vikið verður létt- ara yfir henni, þótt hún sé í miklum baráttu- hug. Og önnur vera leggur við hlustir með lúðra við eyrun. „Þessi trompetmeistari öðlast ofurheyrn með hjálp lúðranna og hlustar á veraldarhljóðið, kannski dálít- ið eins og Heimdallur sem heyrði grasið gróa,“ útskýrir Katrín Ólína og segir frá því hvernig heimur- inn sem fígúrurnar búa í varð til þegar hún eignaðist sína fyrstu tölvu. „Stafræna byltingin hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þegar ég eignaðist mína fyrstu tölvu sá ég hana fyrir mér sem góðan skjalaskáp og teikniborð og fór að teikna í tölvurýmið hugmynd- ir og minni. Fyrir mér var þetta eins og að ég væri að teikna sjón- ræna orðabók mína. Þetta áhuga- mál varð einfaldlega að áráttu, eina vikuna stúderaði ég kannski hunda en aðra plöntuhluta. Eftir því sem ég teiknaði meira stækk- aði þessi sjónræna orðabók og ég fór að raða myndbrotunum saman og búa til „setningar“ úr þeim. Með tímanum urðu setningarnar að tungumáli og þetta hef ég verið að vinna við að þróa æ síðan.“ Náttúran er Katrínu endalaus uppspretta hugmynda. „Að upplifa LANDKÖNNUÐUR Í EIGIN Náttúrubarn Náttúran er Katrínu endalaus uppspretta nýrra hugmynda. Hún er viss um að náttúruöflin hafi djúp áhrif á Íslendinga, hverjir þeir eru og hvernig þeir hugsa. „Draumurinn og fantasían eru elds- neytið sem drífur ímyndunaraflið áfram og ímyndunaraflið er það sem gerir okkur mennsk.“ ✽ b ak v ið tj öl di n Hvaða listamaður er í uppá- haldi hjá þér? Þeir eru of margir til að telja upp hér. Listamenn úr ýmsum grein- um frá öllum tímabilum sem sýna mér tilveruna í nýju ljósi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera í mómentinu. Hver er þín uppáhaldsborg? Tókýó, af því að hún er svo allt annar heimur … en allar borgir eru frábærar á sinn hátt. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig? Ég hlusta mikið á klassíska tón- list og raftónlist en að sjálfsögðu allt hitt líka. Hver er þín helsta fyrirmynd? Áreiðanlega foreldr- ar mínir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.