Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 39

Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 39
 • 7 Tæknin æðir áfram á ógnarhraða, en til hvers að horfa til framtíðar þegar við lifum nú þegar á hátækniöld? POPP tók saman nokkr- ar slefandi flottar græjur sem gaman væri að geyma á rykföllnum hillum heimilisins. POPPGRÆJUR: DÓT FRAMTÍÐARINNAR Í DAG! SLEFANDI FLOTTAR GRÆJUR LOGITECH SQUEEZEBOX RADIO Hérna erum við komin með útvarp framtíðar- innar, hvorki meira né minna. Þessi kassi tengist þráðlaust við Netið og hefur aðgang að milljónum útvarpsstöðva um allan heim. Hvort sem þú ætlar að halda partí með Bolly- wood- eða handboltarokk- þema finnur framtíðarút- varpið réttu stöðina. Svo er að sjálfsögðu hægt að tengja MP3-spilarana við græjuna og hún hljómar einnig vel. Tískuverslunin Nakti apinn verður opnuð á nýjum stað við Klapparstíg á morgun. Eigandi verslunarinnar, hönnuðurinn Sara María Júlíudóttir, stendur í ströngu við að standsetja nýja húsnæðið fyrir opnunina. „Okkur bauðst nýtt húsnæði mjög skyndilega og við ákváðum að stökkva á þetta. Við erum búin að vera í sama húsnæðinu í fimm ár en þar sem við erum með breyttar áherslur langaði okkur að breyta ímynd búðarinnar svolítið og verða þroskaðari og fullorðnari,“ segir Sara María. Nýja verslunin verður með svipuðu fyrirkomulagi og sú eldri þar sem verslun verður á efri hæðinni og vinnustofa á þeirri neðri. „Nýja verslunin er rosalega flott og verður með svipuðu fyrirkomulagi og sú fyrri. Gamla verslunin var í rauninni allt of stór og kaotísk og mér fannst þetta orðið of mikið; þessi verð- ur aftur á móti alveg passleg.“ Opnunarteiti verður haldið á laugardaginn í tilefni af nýju versluninni og hefst gamanið klukkan 14. „Við verðum með einhverjar veitingar, tónlist og skemmtiatriði, en hvað það verður er ekki enn komið á hreint því við höfum verið of upptekin við að pakka og mála síðustu daga. En það verður stuð, því get ég lofað,“ segir Sara María að lokum. - sm NAKTI APINN FLYTUR SIG UM SET Fyrsta PlayStation-tölv- an kom á markað í desember árið 1994. Sony hætti ekki að framleiða hana fyrr en í mars árið 2006 og í dag hefur hún selst í meira en 100 milljón eintökum. PS3 Playstation 3 heitir núna PS3 og er orð- inn minni, hljóðlátari og miklu flottari. Svo er minni hávaði í henni og hún notar minni orku en áður. Þeir sem biðu með að fá sér PlayStation 3 vegna þess að hún var svo mikill hlunkur geta skellt sér á græjuna núna og falið hana bak við hátalarana sem voru keyptir fyrir hrun. XIVA MUSICM8 ENTERTAINMENT SERVER Þetta er svakalega sniðug græja. Hún geymir öll gögnin þín, tónlist, kvikmyndir, þætti og myndir á risavöxnum 1.000 gígabæta disknum. Svo get- urðu spilað allt úr græjunni í hljómflutningstækj- unum þínum og sjónvarpinu á einfaldan hátt. Þegar þú setur geisladisk í tækið tekur hún lögin á disknum og setur sjálfkrafa í geymslu. Svo talar græjan við hinar græjurnar þráðlaust og þannig geta þær notað gögnin úr geymslunni. NÓG AÐ GERA Sara María og starfsfólk hennar hafa haft í nógu að snúast síðustu daga við að undirbúa nýja verslun. F R É T T A B L A Ð IÐ /V IL H E L M Forhlustun ÚTGÁFUDAGUR3. nóv. Ragnheiður Gröndal sendir frá sér plötuna Tregagás 3. nóvember. Nú býðst þér einstakt tækifæri að hlusta á plötuna í heild sinni áður en hún kemur út þér að kostnaðarlausu. Betra verð 2.499 ,-Betra verð 249,- Betra verð 179,- Betra verð 1.799 ,- Heit tónlist á betra verði á Tónlist.is!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.