Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 41

Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 41
 • 9 ég alltaf vera á leið heim þegar ég heimsæki Danmörku og mér líður nákvæmlega eins þegar ég kem aftur hingað. Ég ber mjög sterkar taugar til beggja landa.“ Hvernig fannst þér að flytja til Íslands og setjast hér að eftir svona langa fjarveru? „Þetta var svolítið eins og að hefja nýtt líf og það var auðvitað erfitt að kveðja vini sína og fjölskyldu úti. En sem betur fer eru þetta það góðir vinir að þeir eru enn til staðar þegar maður kemur í heimsókn. Ég var hrædd við að missa tengslin fyrst þegar ég flutti hingað, en sem betur fer skjátlaðist mér. Ég hef líka kynnst mörgu frábæru fólki hér á Íslandi og bekkurinn minn í Listaháskólanum er æðislegur, sem auðvitað gerir ákvörðunina um að hafa flutt auðveldari.“ Eru önnur verkefni í bígerð? „Nei, ekki eins og er. Núna ætla ég bara að einbeita mér að náminu og skólanum. Það er líka alveg nóg.“ „ÞEGAR ÉG ER Í KARAKTER REYNI ÉG AÐ SLÖKKVA Á HEILANUM, ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI AUÐ- VELDAST AÐ ÚTSKÝRA ÞAÐ ÞANNIG, ÞAÐ ER AÐ SEGJA, SLÖKKVA Á SÖRU OG KVEIKJA Á YLFU. ÞÓ ÞAÐ SÉ KANNSKI EKKI MIKIÐ TIL AÐ KVEIKJA Á Í HENNAR TILFELLI.“ karto.is A R G U S / 0 8 -0 4 4 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.