Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 42

Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 42
10 • Á ökuskírteini Emmsjé Gauta stendur Gauti Þeyr Másson. Þegar við hittumst er hann mjög stísaður. Miklu stísaðri en ég – en útskýringuna á orðinu er að finna í myndatextanum. Nýja sándið heillar Gauti er tvítugur barþjónn í Reykja- vík. Hann stefnir á plötu í byrjun næsta árs, sendi nýlega frá sér lagið Bara ég og vinnur að því að koma því í spilun. Þangað til geta æstir lesendur hlustað á lagið á Youtube. Lagið er poppað – tekur mið af því sem er að gerast í hipp hopp-senunni í Bandaríkjunum og Gauti viðurkennir það. Fáviska mín um hipp hopp er ærandi. Ég hoppa út í djúpu laugina og nefni tónlist eins manns sem gæti hugsanlega fallið undir sama hatt – eða sama sirkustjald og Emmsjé Gauti: Lil‘ Wayne. „Ég hlusta mikið á Lil‘ Wayne, þó að hann sé ekki besti textahöfund- urinn í heiminum, né besti rapparinn eða söngvarinn. Það er eitthvað við þetta nýja sánd sem nær mér.“ Eins og Kanye West? Eða er hann búinn að missa það? „Mér finnst gamla stöffið hans betra en nýja. Svo hefur eitthvað farið í hausnum á honum, eins og kastið sem hann tók á MTV-verð- laununum. Ég er að pæla í að púlla þetta á Eddunni! Hrifsa mikrófóninn af Erni Árnasyni …“ Blastaði Rottweiler með syni Jónínu Bjartmarz Við skeggræðum um popptónlist og erum sammála um að popp sé töff í dag, en fyrir nokkrum árum var það nánast eins og lítillækkandi bannorð. „Mér finnst pjúra hipp hopp, bara rapp, ekki skemmtilegt. Ég er ekki að segja að öndergránd rapp sé lélegt – Atmosphere er uppáhaldshljóm- sveitin mín. En mér finnst þurfa að ORÐ: Atli Fannar Bjarkason MYNDIR: Anton Brink Hann er einn af fáum Íslendingum sem hefur lent í opinberu kynlífshneyksli og var í kjölfarið kallaður forseti klámkynslóðarinnar af Erpi Eyvindarsyni. Svar hans við því var einfalt: „Nei, þú“ en Emmsjé Gauti á fleiri góð svör við fávísum fullyrðing- um og spurningum POPPS. Hann var að senda frá sér lag, ætlar að spila eins og brjálæðingur á næstunni og er ekki aðdáandi Ingós i Veðurguðunum – svo vægt sé til orða tekið. Emmsjé Gauti, gjörið svo vel. FORSETI KLÁM- KYNSLÓÐARINNAR KYNLÍFSHNEYKSLIÐ Þegar Gauti gaf út sína fyrstu plötu fyrir þremur árum birt- ist frétt um hana í DV undir fyrirsögninni: „Gefur út plötu í kjölfar kynlífshneykslis.“ Grófum myndir af sumarbústaðar- ferð vinahóps var lekið á Netið og Gauti var í eldlínunni. „Við vorum í sumarbústað og allir voru fullir og vitlausir og naktir,“ segir Gauti. „Það trúir mér enginn, en það sem lítur út fyrir að vera í gangi á myndinni var ekki í gangi. Þetta lítur út eins og eitthvað úr Hustler.“ Myndin fór víða um Netið, en Gauti gerði reginmistök þegar hann sendi myndirnar sjálfur til frænda síns og vinnu- félaga. „Mamma sagðist ekki geta klippt þessa grein út og hengt upp við hliðina á öðrum greinum.“ STÍSAÐUR L óforml. • í stíl, vel til hafður, flottur í tauinu. „ÉG HEF ALDREI VERIÐ JAFN NÁLÆGT ÞVÍ AÐ HENGJA MIG OG ÞEGAR ÉG FÉKK BAHAMA-LAGIÐ Á HEILANN.“ www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval TIL BO Ð! VETRARDEKK ÓD ÝR T 5.490,- jepplingur kr 6.490,- Tilboð á umfelgun Verðtilboð fyrir eldri borgara Fólksbíll kr 4.990,- Jepplingur kr 5.990,- Gerið verðsamanburð Sama verð fyrir ál- og stálfelgur Borgartúni 36, (bakvið Cabin hótel) • Sími 588 9747 • www.vdo.is Opið mán.–fös. 8–18. Lau. 10–14.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.