Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 43
• 11
vera einhverjar melódíur og eitthvað
sem nær manni.“
Þegar maður spjallar um íslenskt
hipp hopp kemur hljómsveitin XXX
Rottweiler ósjálfrátt upp. Hún ýtti á
að Gauti byrjaði að semja rapptónlist
á sínum tíma og hann man vel eftir
fjaðrafokinu sem skapaðist í kjöl-
far útgáfu fyrstu plötunnar. Jónína
Bjartmarz, þáverandi alþingismaður
Framsóknarflokksins, barðist gegn
plötunni með kjafti og klóm, en Gauti,
þá tólf ára, lét sér fátt um finnast og
rifjar upp góða sögu:
„Þegar Jónína var í viðtölum að
reyna að láta banna plötuna sat ég
með syni hennar að blasta Rottweiler,
með hana á mjút í sjónvarpinu.“
Abbó út í Rottweiler
Rottweilerhundarnir troðfylltu Nasa á
dögunum ásamt Ultra Mega Techno-
bandinu Stefáni. Stemningin á meðan
hundarnir spiluðu var jafnsveitt og á
skólaballi á Borg í Grímsnesi 2001,
sem er sveitt áminning um að hipp
hopp lifir góðu lífi á Íslandi.
Dreymir þá sem eru að gera hipp
hopp um að ná sama árangri og Rott-
weiler náði á sínum tíma?
„Veistu, þeir fengu mig og Dabba
T upp á svið í síðasta laginu og ég
var svo abbó. Mig langaði að rífa
mækinn af þeim. Þetta var ógeðslega
gaman. Það er ekkert skemmtilegra
en að standa upp á sviði þegar það
er góð stemning í salnum.“
Þegar talið berst að grúppíum
segist Gauti hafa séð að Rottweil-
erhundarnir hafi verið segull á þær.
Sjálfur er hann á föstu og ég var búinn
að heyra að sú heppna væri dóttir
útvarpsmannsins Óla Palla á Rás 2.
Tengdapabbar geta verið harðir í
horn að taka og Gauti vill lítið ræða
um hann, enda auðvelt að misstíga
sig þegar umræðuefnið er jafneldfimt
og maðurinn sem ber ábyrgð á tilvist
kærustunnar.
„Ef maður segir eitthvað rangt um
U2 sem dæmi, þá verður ekki aftur
snúið. (hlær) En Óli er góður gaur.“
Ingó ekki í náðinni
Lítil læti hafa verið í hipp hopp-sen-
unni á Íslandi undanfarið. Þeir sem
standa fyrir utan senuna heyra ekki
lög þar sem rapparar keppast við að
rakka niður hver annan og Prikið er
í dag friðsæll staður þar sem menn
slaka á með einn íííískaldan. Gauti
segir að vesenið virki ekki.
„Maður er í liði með einum gaur og
svo er vinur manns í liði með hinum
gaurnum. Þeir eru vinir og þetta er
ekki hægt – það er betra að vera vinir
og hata í laumi.“
En það eru ekki allir í náðinni hjá
Gauta. Hann kann til dæmis ekki að
meta það sem hinn sykursæti Ingó
er að gera með hljómsveit sinni Veð-
urguðunum.
„Ég vil skila til Ingós að mér finnst
að það ætti að banna hann í útvarpi,
sjónvarpi og úti á götu! Þetta er bara
horbjóður. Sorrí með mig, ég þekki
manninn ekki persónulega. Þessi
tónlist sem hann er að gera – Guð
minn almáttugur.“
Er þetta ekki bara það eina sem
virkar á Íslandi?
„Jú, þetta virkar. En ég hef aldrei
verið jafn nálægt því að hengja mig
og þegar ég fékk Bahama-lagið á
heilann … Bahama … eeeyja. Þetta
er rugl.“
Fram undan hjá Gauta er mikil spila-
mennska („reyna að taka sem mest
af því, það er langskemmtilegast),
meðal annars með rapparanum Didda
Felix úr Forgotten Lores, og vinna enn
frekar að plötunni. Hann er kominn
með sjö lög og ætlar að halda áfram
að bæta í sarpinn. Þá rappar hann í
lagi á plötu Erps Eyvindarsonar, sem
ætti að vera væntanleg fyrir jól.
Ég var gríðarlega fordóma-
fullur í garð plötunnar Black
Gives Way to Blue með hinni
goðsagnakenndu Alice in
Chains. Ég er harður aðdá-
andi hljómsveitarinnar og var
yfirbugaður af sorg þegar
söngvarinn Layne Staley lést.
Það var því ekki auðvelt að
taka nýja söngvaranum vel.
En fordómar heita fordómar
vegna þess að maður dæmir
eitthvað fyrir fram og það á
aldrei að gera. Black Gives
Way to Blue er góð rokkplata,
full af slögurum sem gefa
fyrri verkum hljómsveitarinn-
ar lítið eftir. Nýi söngvarinn
stendur sig vel og þegar Jerry
Cantrell gítarleikari raddar
finnst manni stundum eins og
Staley sé mættur aftur. Check
My Brain, Lesson Learned og
A Looking View eru aðeins
nokkur af lögunum þeirra sem
geta talist frábær, en það
er eitt sem plötuna skortir
tilfinnanlega; texta Laynes
Stayle. Það er ósanngjarnt að
gera einhvers konar kröfu um
að eftirlifandi meðlimir feti í
hans fótspor, en þetta er engu
að síður eitt af því sem dregur
plötuna niður – enda heitir
hljómsveitin enn þá Alice in
Chains.
Black Gives Away er samt
góð plata og blessunarlega
mikil tímaskekkja. Hún hefði
getað komið út árið 1995 og
það er ánægjulegt að þeir hafi
ekki fengið Timbaland til að
pródúsera og Justin Timber-
lake sem sérstakan gest. Alice
in Chains gerir eins gott og
hægt er eftir blóðtökuna sem
dauði Layne Stayle var. - afb
POPPPLATA: BLESSUNARLEG TÍMASKEKKJA
ALICE IN
CHAINS
BLACK GIVES WAY
TO BLUE
DÁNLÓDAÐU: Check My
Brain, Lesson Learned, A
Looking in View
STALEY SAKNAÐ
Editors virðist vera óákveðin
hljómsveit. Fyrsta platan var
eins og C-útgáfa Interpol, á
þeirri annarri var búið að bæta
skvettu af U2 og Coldplay í
grautinn og á þeirri nýjustu, In
This Light and on This Evening,
virðist hljómsveitin ætla að
fara í allt aðra átt.
Editors er sem sagt orðin
synthapopphljómsveit í dag.
Vissulega óvænt útspil, þar
sem síðasta plata náði tals-
verðum vinsældum. Editors
fær sem sagt prik fyrir að stíga
út fyrir kassann og taka smá
áhættu.
Áhættan er vel þess virði
þar sem platan er nokkuð góð.
Lög eins og Bricks and Mortar
og The Big Exit eru góð, en af
einhverjum ástæðum er erfitt
að treysta hljómsveitinni. U-
beygjan er harkaleg og tilgerð
er eitt af fyrstu orðunum sem
kemur upp í hugann. En Editors
virðist vera tónlistarlegt kam-
elljón, bregður sér í ýmis gervi
- semur fína tónlist - en er þó
aldrei jafngóð og upprunalega
útgáfan. - afb
POPPPLATA: TÓNLISTARLEG KAMELLJÓN
EDITORS TEKUR
U-BEYGJU
EDITORS
IN THIS LIGHT AND
ON THIS EVENING
DÁNLÓDAÐU: Bricks and
Mortar, The Big Exit
Hverfisgötu 82, s. 551 1195
Topp 5 ástæður fyrir því að
velja Lucky Records!
1.
Yfir 20 þúsund
vínilplötur á 300 kr./st
3.
Veggspjöld/Posters
4.
Stærsta úrvalið af
sjaldgæfum jazz,
rock, soul, regga,
hiphop, 80’s etc
á vínil
5.
Frítt kaffi og
chillhorn
2.
Allir notaðir cd/dvd
á 500 kr./st
Opið frá kl.11–19 virka daga
Lau. frá kl. 11–18