Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2009, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 30.10.2009, Qupperneq 60
32 30. október 2009 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Vertu ekki að trufla mig, ég er að reyna að ná mér í smá grrrr og grrrr. Lokaðu augun- um, Maríanna. Ég er með svolítið óvænt fyrir þig! Ooo Ívar! Nú losnum við við þetta ógeðslega skegg þitt! Hún rakaði mig meira að segja undir höndunum! Og augna- brúnirnar! Rosalegt! Pabbi, það hringdi kona og óskaði eftir fundi með þér. Hvaða kona? Hvaða fund? Ég man það ekki. Hvaðan hringdi hún? Ummm. Spurðirðu ekki? Hvernig á ég að geta farið á fund án þess að vita með hverjum og hvenær? Æ, það var einmitt það. Hún sagði það mikilvægt að þú kæmir á réttum tíma. Namm- namm! Ég mana þig til að smakka kaffið hans pabba. Ég mana þig á móti. Ég man- aði þig fyrst. Ég mana þig tvöfalt!Ég mana þig fjórfalt! SOP OOOjjjjjjjjjjjj!OOOOOO Ef þér finnst þetta ógeðslegt, prófaðu þá að smakka morgun- kornið hans! Þetta hlýtur að vera ástæð- an fyrir því að sumir vilja vinna á næturvöktum. BYLGJAN ÞAKKAR HLUSTENDUM SAMFYLGDINA Á HVERJUM DEGI Bylgjan ber af og tryggir að skilaboð auglýsenda komist áleiðis til mikilvægustu markhópanna.* * Samkvæmt mælingum Capacent á hlustun í mínútum í aldurshópnum 18 – 49 ára, vika 40, 2009. Í viku 40 var hlustun á Bylgjuna, Létt Bylgjuna og Gull Bylgjuna 52%. Auglýsing á Bylgjunni birtist samtímis á Létt Bylgjunni og Gull Bylgjunni. BYLGJAN Í FYRSTA SÆTI Í augum sumra virðist brotthvarf McDon-alds jafnast á við brotthvarf bandaríska hersins á sínum tíma, og líkt og þá fagna sumir á meðan aðrir syrgja. Ég veit ekki hversu margir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem fólk harmar brotthvarf- ið, fagnar því eða er alveg sama. Allir eru hóparnir jafn pirrandi. Það er hins vegar alveg rétt að brotthvarf skyndibitarisans er merkilegt, og margir af stærri fjöl- miðlum heimsins hafa veitt því athygli af þeim sökum. Ef við leggjum allar pælingar, jákvæðar eða neikvæðar, um alþjóðavæðingu og kapítalisma til hliðar þá stendur það eftir í mínum huga að McDonalds er subbu- lega góður matur. Áður en staðurinn opnaði hér á landi var það fastur liður í utanlands- ferðum að fá að fara á McDonalds. Í minn- ingunni voru staðirnir mikið ævintýra- land, með leiktækjum og gefins blöðrum og öðru gúmmelaði, fyrir utan matinn. Þó að þetta þyki ekki merkilegt í dag var það stórbrotið á þeim tíma. Og tilhlökkunin var eftir því þegar staðurinn opnaði á Íslandi. Sjö ára gömul fékk ég að vaka lengur kvöldið sem fyrsti borgarinn var borðaður. Pabbi minn var nefnilega á meðal þeirra sem þangað var boðið, og hann hafði lofað að koma með sjeik heim handa spennt- um börnunum. Með þessum hætti tengi ég McDonalds við æsku mína, en síðan þetta gerðist fyrir sextán árum hef ég í ófá skipti farið þangað þó að minningarnar séu ekki alveg eins sterkar. Sextán árum eftir opnunina verður McDonalds aftur að mat sem aðeins borð- ast í útlöndum, og utanlandsferðirnar jafn fátíðar og sérstakar og þær voru þá. Til minningar NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.