Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2009, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 30.10.2009, Qupperneq 72
44 30. október 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is > Viktor Unnar áfram hjá Val Framherjinn Viktor Unnar Illugason verður að öllum líkindum áfram í herbúðum Vals. Viktor skrifaði í fyrra undir tveggja ára samning við Val sem stendur enn. Viktor sagði við Fréttablaðið í gær að hann hefði rætt við Gunnlaug Jónsson, þjálfara Vals, sem hefur lýst yfir áhuga á að halda Viktori. Hann hefur verið orðaður við sitt uppeldisfélag, Breiða- blik, og Viktor sagði að sér þætti það nú ekkert leiðinlegt að spila aftur fyrir félagið. FÓTBOLTI Skagamaðurinn Teitur Þórðarson stýrði kanadíska liðinu Vancouver Whitecaps til úrslita- einvígis norður-amerísku USL- 1 deildarinnar annað árið í röð á dögunum. Whitecaps vann meist- aratitilinn á fyrsta ári Teits með liðið en varð nú að sætta sig við tap gegn Montreal Impact í tveggja leikja úrslitarimmu sem var spil- uð heima og að heiman, 2-3 og 3-1, og því samanlagt 6-3. Fréttablað- ið ræddi við Teit um nýafstaðið tímabil og spennandi tíma sem eru fram undan hjá Whitecaps. „Menn eru svona smátt og smátt að jafna sig á því að hafa tapað þessum úrslitaleikjum en það situr óneitanlega í mönnum að við feng- um rautt spjald í báðum leikjun- um fyrir litlar sakir og spiluðum því manni færri í samanlagt níu- tíu mínútur í leikjunum tveimur. Ef dómarnir hefðu verið réttlátir hefði ekkert verið hægt að segja við því en þetta var eins óréttlátt og hugsast getur,“ segir Teitur, sem er að öðru leyti mjög ánægður með tímabilið. Whitecaps átti erf- itt uppdráttar framan af tímabili og endaði í sjöunda sæti í deildar- keppninni en átta efstu lið deild- arinnar komast í úrslitakeppni ár hvert. Á leið sinni í úrslitaleikina þurfti Whitecaps því að komast í gegnum tveggja leikja rimmur við tvö efstu liðin í deildarkeppn- inni, Portland Timbers og Caro- lina RailHawks, sem það og gerði án þess að tapa leik. „Við lentum í smá vandræðum vegna meiðsla framan af tímabili auk þess sem miklar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum fyrir tímabilið þar sem við vorum að yngja upp. Hlutirnir fóru að smella saman hjá okkur þegar úrslitakeppnin færðist nær og hún er auðvitað það sem skiptir mestu máli. Það tekur á að spila leiki í úrslitakeppni en þetta er líka mjög skemmtilegt og það var yfirleitt vel mætt á þessa leiki. Við vorum að spila fyrir framan fimmtán þúsund manns í leikjunum á móti Timbers og Impact þannig að þetta var mjög góð reynsla fyrir okkar unga lið,“ segir Teitur. „Það hefur verið hugsunin að byggja upp lið sem er tilbúið að taka stökkið árið 2011 upp í MLS- deildina, sem Whitecaps hefur fengið inngöngu í, og ég hef fengið að móta þann leikmannahóp dálítið eftir mínu höfði. Við eigum ennþá eitt tímabil eftir í USL-1 deildinni og við þurfum að nota það vel til þess að gera allt klárt innan vallar sem utan hjá félaginu. Þá er til að mynda gert ráð fyrir því að nýr leikvangur sem tekur 65 þúsund manns í sæti verði að fullu klár sem heimavöllur Whitecaps,“ segir Teitur. Tveggja ára samningur Teits við Whitecaps sem var undirritaður í desember árið 2007 er að renna út á næstunni en áhugi er fyrir hendi hjá báðum aðilum að halda samstarfinu áfram og því raunar aðeins formsatriði að gengið verði frá málum á næstu dögum. „Forráðamenn Whitecaps hafa boðið mér að vera áfram með liðið og þó svo að við eigum eftir að hittast og ræða betur saman tel ég mjög líklegt að ég taki þessu boði. Samningurinn yrði út næsta tíma- bil því MLS-deildin er allt annað dæmi; deildin sjálf á samninga leikmanna og þjálfara félaga deild- arinnar og það yrði því bara skoð- að þegar þar að kemur. Ég er alla vega ánægður í Vancouver og eins og ég segi mun ég að öllu óbreyttu vera þar áfram,“ segir Teitur að lokum. omar@frettabladid.is Nýr samningur á borðinu Teiti Þórðarsyni stendur til boða að skrifa undir nýjan samning við Vancouver Whitecaps eftir tvö farsæl ár við stjórnvölinn. Teitur er ánægður í Vancouver. TEITUR Hefur náð frábærum árangri með Vancouver Whitecaps og skilað liðinu í úrslitarimmu USL-1 deildarinnar bæði tímabilin sem hann hefur stýrt liðinu. White- caps varð meistari í fyrra en varð að sætta sig við silfrið í ár. MYND/VANCOUVER WHITECAPS Holtagörðum • Opið virka daga frá kl. 10-18:30 Laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 13-17 Sími 512 6800 • www.dorma.is komnar aftur! SÆNGURNAR Dúnsæng 140x200 Aðeins kr. 14.900,- Tvíbreið kr. 17.900,- Dú nk od di 50 x7 0 Að ein s k r. 3 .90 0,- Fyrsta sending kláraðist á nokkrum dögum! Auðun Helgason kom mörgum knattspyrnuáhugamönnum í opna skjöldu í gær er hann skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík. Hann hefur undanfarin tvö ár verið á mála hjá Fram og hafði lýst því yfir að hann hefði áhuga á að vera áfram hjá félaginu. Auðun viðurkenndi að Fram hefði verið sinn fyrsti kostur en að viðræður um nýjan samning hefðu siglt í strand. „Við ræddum saman síðast í morgun og við skiljum sáttir,“ sagði Auðun við Fréttablaðið. „En úr því að við náðum ekki saman fannst mér það spennandi að skoða hvað Grindvíking- ar hefðu upp á að bjóða. Ég ræddi lengi við Luka [Kostic, þjálfara Grindavíkur] og hann lagði gríðarlega mikla áherslu á að fá mig, sem og stjórn félagsins. Þá þurfti ekki mikið til að freista mín.“ Hann sagði að viðræður hefðu gengið fljótt og vel. „Við höfum rætt saman í nokkra daga en þetta fór allt á fullt í gær. Ég tel að ég hafi ekki verið með ósanngjarnar kröfur og við náðum vel saman.“ Auðun segir að það hafi einnig komið mörgum á óvart þegar hann gekk í raðir Fram á sínum tíma og margt sé svipað með Frömurum þá og liði Grindavíkur nú. „Hér er mikið af ungum strákum en það hefur verið þörf fyrir að bæta varnarleikinn. Ég vona innilega að það takist jafn vel til nú og það hefur gert í Safamýrinni undanfarin tvö ár.“ Grindavík varð í níunda sæti Pepsi-deildar karla í haust og segir Auðun ljóst að stefnan sé tekin mun hærra á næsta ári. „Stefnan er að komast í Evrópukeppnina. Hér ætla menn að klífa upp stöðutöfluna ansi hratt á næstu árum, það er greinilegt á því sem bæði þjálfari og stjórnin hafa sagt mér.“ Hann á von á því að Grindavík muni styrkja sig enn frekar á næstu dögum. „Ég tel að með 1-2 leikmönnum til viðbótar verði Grindavík komin með mjög samkeppnishæft lið. Það er stefnan og vona ég að það takist á allra næstu dögum.“ AUÐUN HELGASON: SAMDI VIÐ GRINDAVÍK TIL NÆSTU TVEGGJA ÁRA Tilbúinn í nýtt ævintýri með nýju félagi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.