Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 80

Fréttablaðið - 30.10.2009, Page 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexandersdóttur 9.05 13.11 17.17 8.59 12.56 16.52 Í dag er föstudagurinn 30. okt. 2009 303. dagur ársins. Vetrartilboð til Staðgreiðslukorthafa Það er hvergi hagstæðara að koma sér í vetrargírinn en hjá Olís – með Staðgreiðslukorti. Auk fastra afsláttarkjara og Vildarpunktasöfnunar fá korthafar aukaafslátt af ýmsum vetrarvörum og skyndibita í vetur hjá Olís og Quiznos. Afslátturinn er virkjaður rafrænt og reiknast sjálfkrafa við notkun Staðgreiðslukorts. Vetrarleikur – og veglegir vinningar! Að auki fer nafnið þitt sjálfkrafa í pott í hvert skipti sem þú notar kortið í vetur. Reglulega drögum við út vinninga og í lok vetrar þann stærsta, 100.000 Vildarpunkta Icelandair. Því oftar sem kortið er notað, því meiri vinningslíkur. Alltaf með Staðgreiðslukortinu: 3 kr. afsláttur af eldsneytislítranum frá dæluverði 2 kr. (1,5%) afsláttur í formi Vildarpunkta Icelandair 5% afsláttur af vörum, nema tóbaki, tímaritum, símakortum og happdrætti „Komdu þér í rétta gírinn fyrir veturinn“ Við höldum með þér! Þú getur sótt um Staðgreiðslukortið á olis.is, á næstu Olís-stöð eða í síma 515 1141. Þessi tilboð gilda til 31. des. 2009 Rúðusköfur Frostlögur Sómasamlokur og langlokur Quiznos-réttir Bílaperur Þurrkublöð Rúðuhreinsir Lásaspray og lásaolía 25% afsláttur 25% afsláttur 20% afsláttur 20% afsláttur 25% afsláttur 25% afsláttur 25% afsláttur 25% afsláttur Síðustu mánuði hef ég verið afar dugleg við að sinna ímynduðu gæludýri í tölvuleik sem finnst á Facebook og kallast „Pet Society“. Þar býr kötturinn minn Lotta og henni gef ég ímyndaðar pítsusneið- ar að borða og læt hana keppa í grindahlaupi. Hún á líka hús, hún Lotta, sem hún skreytir að innan með dóti sem hún kaupir sér fyrir gjaldmiðilinn í Pet Society. Þessa stundina er ég að hanna svefnher- bergið hennar. EINS sturlað og þetta kann að hljóma veit ég um fleiri sem detta í það að forðast að taka þátt í sam- félaginu þegar kvölda tekur. Vin- kona mín fer alltaf inn í eldhús að baka þegar fréttir byrja. Hún kveikir á kertum og sönglar lag- stúf meðan hún hnoðar brauðið. Svo þegar hún er búin að ganga frá öllu og gefa fólki nýbakað brauð er klukkan orðin svo margt. Fréttir og Kastljós búið og eins og ekkert hafi gerst. Bakstur er að hennar sögn eins og tveir sálfræðitímar og rækt. ÆTLI fólk geri sér ekki ýmislegt til dundurs meðan Róm brenn- ur og ekkert virðist hægt að gera nema bíða. Ég hef sinnt Lottu af alúð allt hrunið og gaf henni stóra sundlaug í garðinn sinn kvöldið sem Ögmundur sagði af sér. Og ég held ég hafi verið í mun betra jafn- vægi þetta kvöld en þeir sem æstu sig. Ég var ekki búin að uppgötva að það má gera annað en tryllast einn með sjálfum sér eða á blogg- síðu þegar allt fer til fjandans. EN krafan um að tryllast er þarna til staðar. Blogga, þusa og sveia. Færa í ræðu og rit líkingamál um spillingardans. Koma sér fyrir á einhverri hæð, horfa yfir rústirn- ar og setja vísifingurinn gáfulega á loft. Orðræðan flæðir og á meðan allt verður eldinum að bráð verða til fleiri myndhverfingar um brun- ann og hnyttið líkingamál um eðli eldgangsins en þeir sem leggja af stað til að slökkva eldana. ÉG veit svo sem vel að internet- hangs mitt slekkur enga elda. Þá er brauðbaksturinn frekar til ein- hverra úrbóta. Ég hef átt í vand- ræðum með að sjá hvað ég get gert þar sem brunateppið sem ég á í mínum fórum dugar einungis á illa heppnaðan smákökubakstur heima fyrir. Ég hef ætlað að taka mig taki því okkur langar örugg- lega öll til að gera eitthvað. Leggj- ast á árarnar. En verkefnin virð- umst við þurfa að finna okkur sjálf, því enginn skammtar þau. Áttavillt í eldsvoða

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.