Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 02.11.2009, Qupperneq 4
4 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR SKATTAR. Fluke Finance Co ehf., verðbréfafyrirtæki í eigu Banda- ríkjamanna, greiðir 528 milljónir í opinber gjöld til íslenska ríkisins á þessu ári. Félagið greiðir áttundu hæstu opinber gjöld allra lögaðila á Íslandi í ár og er þriðji hæsti gjaldandi tekjuskatta og fjár- magnstekjuskatta í Reykjavík. Stjórnarmenn og prókúruhaf- ar Fluke Finance eru Bandaríkja- menn, það hefur engan skráðan framkvæmdastjóra, er með tæp- lega 70 milljarða króna hlutafé, er ekki skráð fyrir síma og er með lögheimili en engar skrifstofur á Stórhöfða 23. Þar var ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til húsa þegar fyrirtækið, sem nú heitir Fluke Finance, var stofnað undir nafninu Rauðagil. „Eins og hjá öðrum endurskoð- unar- og lögmannsstofum tíðkaðist þar að eiga nokkur félög á lager,“ segir Björgvin Narfi Ásgeirsson, skráður stofnandi Fluke Finance. Hann starfaði hjá Deloitte á árinu 2006 og segist ekkert þekkja til þeirra aðila sem síðar keyptu félagið af Deloitte. Í desember 2006, tæpum mán- uði eftir stofnun, tóku sæti í stjórn Fluke Finance þeir Frank Tal- bot Mc Faden, stjórnarmaður og James Howard Ditkoff, varastjórn- armaður. Hvorugur þeirra hefur haft lögheimili á Íslandi, fremur en prókúruhafinn, Christopher Alan Hayes. Fluke Finance hefur ekki skil- að ársreikningum fyrir árin 2007 og 2008. Samkvæmt hlutafélaga- skrá er skráð hlutafé fyrirtækis- ins 375.414.415 evrur, eða um það bil 70 milljarðar króna. Skráður tilgangur félagsins er: „Kaup, sala og eignarhald á verð- bréfum, kaup, sala og rekstur fast- eigna og lausafjár ásamt lánastarf- semi tengd rekstrinum og annar skyldur rekstur.“ Fluke Finance er að öllu leyti í eigu bandaríska fyrirtækisins Fluke International Corporation, samkvæmt ársreikningi frá 2006, sem er sá eini sem skilað hefur verið til yfirvalda. Deloitte er skráður endurskoð- andi Fluke Finance Co ehf. í hluta- félagaskrá. Þar fengust engar upp- lýsingar um fyrirtækið og var sagt að Deloitte væri bundið trúnaði um málefni viðskiptavina sinna. Sama svar fékkst hjá Margréti Péturs- dóttur hjá Ernst&Young, en hún gerði ársreikning Fluke Finance fyrir árið 2006. Þá hafði fyrirtæk- ið engar tekjur og engar skuldir og átti ekki aðrar eignir en 500.000 króna hlutafé. peturg@frettabladid.is Fluke Finance greiðir 528 milljónir í skatt Fluke Finance er verðbréfafyrirtæki í eigu Bandaríkjamanna, skráð á Íslandi og greiðir áttundu hæstu skatta allra lögaðila á landinu í ár. HÖFUÐSTÖÐVAR Fluke Finance er skráð með lögheimili á Stórhöfða 23. Þar er það hvorki með póstkassa né skrifstofu en endurskoðunarfyrirtækið Deloitte var þar til húsa þegar starfsmaður þess stofnaði Fluke Finance. Fluke Finance er ekki eina óþekkta fyrirtækið sem leggur mikið af mörkum til sameigin- legra sjóða landsmanna þetta árið. Á lista yfir 10 hæstu greiðend- ur tekjuskatts og fjármagnstekju- skatts í Reykjavík eru eftirtalin fyrirtæki í sætum 8-10. 8. DMG Holdings á Íslandi ehf. 162 9. Hochtief Construction AG. 150 10. Ingersoll-Rand Finance Ísl. slf. 150 DMG Holdings á Íslandi ehf. er skráð til heimilis í Skógarhlíð 12, þar sem endurskoðunar- fyrirtækið PWC hefur höfuð- stöðvar. Markmið þess er að stunda fjármálastarfsemi tengda starfsemi skyldra félaga. Það er í eigu Daily Mail and General Trust, eins stærsta fjölmiðlafyrir- tækis Evrópu. Michael Richard Flint, Adrian Perry og John Peter Williams eru skráðir í stjórn en enginn framkvæmdastjóri er skráður. Hochtief Construction AG, útibú á Íslandi, var stofnað af Hochtief Construction AG, til að taka þátt í sameignarfélag- inu Fosskraft sf., sem tók þátt í framkvæmdum við Kárahnjúka, samkvæmt ársreikningi 2004. Það er með lögheimili á Stór- höfða 23, á sama stað og Fluke Finance, í húsi þar sem Deloitte var áður til húsa. Ingersoll-Rand er samkvæmt hlutafélagaskrá ekki með skráða stjórnarmenn né framkvæmda- stjóra og hlutafé þess er 0 kr. Samkvæmt ársreikningi 2007 er það í eigu Ingersoll-Rand á Barbados og með útibú í Sviss. Ársreikninginn undirrita stjórn- armennirnir Ásgeir Thoroddsen, Garðar Valdimarsson, Bernhard Petersen, Lawrence Kurland og Neil Hewlett. Það er skráð til heimilis að Stórhöfða 21. Tilgang- ur félagsins er að stunda fjár- málastarfsemi, einkum tengda Ingersoll-Rand-samsteypunni. ÓÞEKKTIR SKATTAKÓNGAR GJALDHÆSTU LÖGAÐILAR 1. Ríkissjóður Íslands 6.113 2. Exista Trading ehf. 1.524 3. Reykjavíkurborg 1.512 4. Alcan á Íslandi hf. 985 5. Vátryggingafélag Íslands hf. 747 6. Norðurál ehf. 745 7. Impregilo SpA Ísland 638 8. Fluke Finance Co ehf. 529 9. Icelandair ehf. 456 10. Exista Invest ehf. 435 Tölur eru í milljónum króna VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 10° 6° 9° 13° 13° 10° 7° 7° 25° 11° 21° 13° 29° 3° 12° 21° 7° Á MORGUN 5-13 m/s MIÐVIKUDAGUR 10-15 m/s NV-til , annars hægari. 5 3 1 2 0 3 0 3 2 6 -2 9 10 3 5 4 6 4 8 4 13 4 2 1 0 1 2 3 0 1 3 4 SVALT Í VEÐRI Næstu daga verður heldur svalt í veðri, næturfrost um allt land og hiti um frostmark norðaustan til á daginn. Í dag verða SA- og A-áttir en í nótt snýst vindur í norðaustlægar áttir og þá léttir til sunnanlands en þykknar upp norðan til. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, mun ekki styðja frumvarp um ríkis- ábyrgð vegna Icesave. Hún lýsti því yfir í Silfri Egils í gær. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún situr hjá eða greiðir atkvæði gegn málinu. Lilja segist draga í efa að Íslend- ingar geti staðið undir þeim skuld- bindingum sem á þá eru settar, til dæmis með Icesave-samningun- um. Hún sé ekki andsnúin samn- ingum um málið, en telji núverandi samninga Íslendingum ekki nógu hagstæða. Þeir hafi þó batnað til muna með þeim fyrirvörum sem Alþingi setti í sumar. Lilja gagnrýnir mjög að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hafi ekki birt skuldaþolsútreikninga sína. Sér- kennilegt sé að í nóvember í fyrra hafi sjóðurinn sagt að skulda- hlutfall yfir 240 prósent af vergri landsframleiðslu væri óbærilegt. Nú segði sjóðurinn landið standa undir 310 prósent hlutfalli, en birti ekki útreikninga þar um. Guðfríður Lilja Grétarsdótt- ir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir afstöðu Lilju ekki koma sér á óvart. Sjálf sé hún bjartsýn á farsæla lausn málsins. „Nú er komið að þeim tímapunkti að við erum búin að tefla úr mjög þröngri stöðu og eigum að ljúka málinu. Ef á að leysa málið á að gera það núna.“ - kóp Þingflokksformaður ekki hissa og býst við farsælum lyktum á Alþingi: Lilja mun ekki styðja Icesave ÓSÁTT Lilja óttast að landið standi ekki undir skuldbindingum og vill betri samninga um Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn hefur heimilað innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga og útstreymi gjaldeyris sem af því kann að leiða í framtíðinni. Með þessu er fyrsta skrefið stigið í afnámi gjaldeyrishafta, að því er segir á heimasíðu bankans. Gjaldeyrisinnstreymi verð- ur breytt í krónur undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Skrá verður nýfjárfestinguna hjá Seðlabank- anum til að heimilt verði að flytja fjármunina aftur úr landi. Þá hefur bankinn breytt gjaldeyris- reglum með það að markmiði að draga úr misræmi og loka glufum sem notaðar hafa verið til að fara í kringum höftin. - kóp Ákvörðun Seðlabankans: Fyrsta skref í afnámi hafta SEÐLABANKASTJÓRI Seðlabankinn hefur stigið fyrsta skref í afnámi gjaldeyris- hafta. Már Guðmundsson er seðla- bankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓLK Hagsmunasamtök heimil- anna efna til borgarafundar í Iðnó klukkan átta í kvöld. Yfirskrift fundarins er: Aðgerðir stjórn- valda, bjargráð eða bjarnargreiði? Framsöguerindi flytja þeir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, Marinó G. Njálsson, stjórnar- maður í samtökunum, Jóhann G. Jóhannsson og Theódór Norðkvist. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður með þátttöku þingmanna úr öllum flokkum, auk framsögumanna. Öllum ráðherr- um og þingmönnum hefur verið sérstaklega boðið á fundinn, en fundarstjóri verður Vilhjálmur Árnason. - kóp Hagsmunasamtökin: Borgarafundur í Iðnó í kvöld Sóttur af þyrlu eftir bílveltu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan ökumann sem hafði velt bíl sínum á Holtavörðuheiði. Ökumaður- inn er mikið slasaður. Hann var einn í bílnum. LÖGREGLUFRÉTTIR Tölur eru í milljónum króna GENGIÐ 30.10.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 237,0451 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,01 124,61 205,02 206,02 184,03 185,05 24,722 24,866 22,015 22,145 17,737 17,841 1,3633 1,3713 197,35 198,53 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Bílaapótek Hæðarsmára Mjódd • Álftamýri

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.