Fréttablaðið - 02.11.2009, Page 8
8 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
BANDARÍKIN Hillary Clinton, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
hefur hvatt Ísraela og Palestínu-
menn til þess
að hefja frið-
arviðræður á
nýjan leik eins
fljótt og hægt
er.
Clinton fund-
aði með Benja-
min Netanyahu,
forsætisráð-
herra Ísraels,
og Mahmoud
Abbas, for-
seta Palestínu, hvorn í sínu lagi á
laugardag. Hún ræddi við blaða-
menn eftir fundinn með Netanya-
hu. Hann tók undir orð Clinton og
kvaðst vilja hefja viðræður sem
fyrst. Bandaríkjastjórn hefur
sett aukna áherslu á að stuðla að
friðarviðræðum og er ferð utan-
ríkisráðherrans til Mið-Austur-
landa liður í því. - þeb
1 2
3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
5. nóvember Ísafjörður Fjármál heimilisins
12. nóvember Akranes Fjármál heimilisins
19. nóvember Hamraborg Fjármál heimilisins
N
B
I
h
f.
(
L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t
.
4
7
1
0
0
8
-
2
0
8
0
.
Fimmtudagskvöld
eru fjármálakvöld
Landsbankinn mun í vetur bjóða upp á röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni
Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri
yfirsýn yfir fjármálin svo því sé unnt að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins og móta
fjárhagslega framtíð fjölskyldunnar.
FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000
Skráning fer fram á landsbankinn.is
og í síma 410 4000.
Nánari upplýsingar um námskeiðin er
að finna á landsbankinn.is.
O
kt
ó
b
e
r
N
ó
ve
m
b
e
r 1
2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30
Sun Mán Þri Mið Fim Fös La
u
2009
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
4
2
0
1. Hversu margir hafa orðið
uppvísir að því að svíkja út
atvinnuleysisbætur undanfarið?
2. Hversu háar fjárhæðir telur
Evrópusambandið að þurfi í að-
gerðir vegna loftslagsbreytinga?
3. Í hvaða lið var knattspyrnu-
maðurinn Atli Jóhannsson að
ganga?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
VIÐSKIPTI Evrópski fjárfestingar-
bankinn hefur samþykkt að lána
Orkuveitu Reykjavíkur 30 millj-
arða króna. Samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins barst samning-
ur þess efnis til fyrirtækisins á
föstudag, þar sem skilyrði bankans
fyrir lánveitingu eru tíunduð. Það
er fyrirtækisins að ákveða hvort
það samþykkir þau skilyrði og þar
með lánið. Verði það gert verður
skrifað undir í vikunni, samkvæmt
heimildum blaðsins.
Lánveitingin hefur tafist um ár
vegna efnahagshrunsins. Það á
að nota til að ljúka framkvæmd-
um við Hellisheiðarvirkjun og
15 milljarðar fara í Hverahlíð-
arvirkjun, verði hún byggð. Guð-
laugur G. Sverrisson stjórnarfor-
maður segir að þegar lánið gangi
í gegn sé búist við því að Þróunar-
banki Evrópu láni það sem vant-
ar upp á til að ljúka síðarnefndu
framkvæmdinni. Lánveiting Evr-
ópska seðlabankans sé heilbrigð-
isvottorð sem liðki fyrir annarri
lánveitingu.
Á stjórnarfundi á föstudag voru
nýjar áætlanir vegna Hverahlíð-
arvirkjunar lagðar fram, en þar
kemur fram að gert er ráð fyrir
að framkvæmdin verði dýrari en
ætlað var. Guðlaugur segir viðræð-
ur í gangi við Norðurál um kaup
á orkunni þaðan. Orka úr Hellis-
heiði fari til Norðuráls óháð álveri
í Helguvík.
„Nú erum við í viðræðum við
Norðurál um Hverahlíðarvirkjun.
Túrbínur hafa hækkað í verði og
innlendur kostnaður lækkað. Við
þurfum að hækka allar tölur að
okkar mati. Ef Norðurál tekur þátt
í kostnaði vegna seinkunar hefur
það áhrif á samningana.“
Eigið fé Orkuveitunnar hefur
minnkað mjög undanfarið; úr 109
milljörðum króna árið 2007 í tæpa
40 og er það nú á milli 15 og 16
prósent. Guðlaugur segir að geng-
isþróun hafi gríðarleg áhrif á stöð-
una. Batnaði gengi krónunnar um
10 prósent myndi eigið fé fyrirtæk-
isins aukast um 20 milljarða.
Hann hefur ekki áhyggjur af
því að fyrirtækið sé að verða of
skuldsett. Það hafi staðið í mikl-
um framkvæmdum undanfarið.
„Við höfum haldið uppi atvinnu-
stigi og framkvæmt fyrir 16 millj-
arða á árinu 2009, en nefna má
að ríkið hefur framkvæmt fyrir
17 milljarða á sama tíma. Þetta
höfum við fjármagnað að hluta til
með skammtímalánum sem þessi
lántaka hreinsar upp.“ Guðlaug-
ur segir Orkuveituna búa við gott
vaxtastig; meðaltalsvextir sem
fyrirtækið greiðir séu 1,25 pró-
sent. Það muni þó hækka eilítið
við nýju lántökuna.
Spurður hvort Icesave og endur-
skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
hafi áhrif á tímasetningu samn-
inganna segir Guðlaugur svo ekki
vera. kolbeinn@frettabladid.is
Fjármögnun virkjana
Orkuveitunnar á lokastigi
Evrópski seðlabankinn hefur samþykkt lán til Orkuveitu Reykjavíkur. Í kjölfarið fylgir lán frá Þróunar-
banka Evrópu. Þar með er búið að tryggja fjármögnun Hellisheiðar- og Hverahlíðarvirkjana að fullu.
STRÓKAR FRÁ HELLISHEIÐARVIRKJUN Fjármögnun er nú á lokastigi fyrir Hellisheið-
arvirkjun og Hverahlíðarvirkjun. Líklega verður skrifað undir samninga um lán frá
Evrópska seðlabankanum í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HILLARY CLINTON
Við
höfum
haldið uppi
atvinnustigi og
framkvæmt fyr-
ir 16 milljarða á
árinu.
GUÐLAUGUR G.
SVERRISSON
STJÓRNARFORMAÐUR ORKUVEITUNNAR
SÍBERÍA Ellefu manna áhöfn fórst
í Síberíu í gær þegar rússnesk
herflugvél brotlenti í flugtaki.
Þetta er annað slysið á skömm-
um tíma þar sem flugvél af
gerðinni Il-76 á í hlut, en vélarn-
ar hafa verið burðarás í flota
rússneska flughersins frá því
á áttunda áratug síðustu aldar.
Slysin hafa vakið spurningar í
sambandi við ástand rússneska
flotans.
Flugvélin sprakk þegar hún
brotlenti við gamla námu.
Aðstæður á svæðinu voru góðar,
það var heiðskírt, smá gola og
frost. Slysið átti sér stað um tvo
kílómetra frá flugbrautinni, en
enginn slasaðist á landi. - afb
Herflugvél brotlenti í Síberíu:
Ellefu Rússar
létust í flugslysi
VERSLUN „Þetta er örugglega létt
geggjun. En við erum rosalega
bjartsýn og vongóð,“ segir Telma
Birgisdóttir, einn eigenda Tekk
ehf., sem hefur tekið við rekstri
Habitat.
Habitat opnaði fyrst á Íslandi
árið 1983, en verslunarkeðjan er
frá Bretlandi. Versluninni var
lokað í febrúar í fyrra, en Telma
og félagar opnuðu á ný á laugardag
í Holtagörðum. „Verslunin fór rosa-
lega vel af stað. Það er greinilega
mikið til af Habitat-unnendum,“
segir Telma. „Það var brjálað að
gera alla helgina.“
Óhagstætt gengi krónunnar
hrakti hamborgaratrúðinn Ronald
McDonald og félaga úr landi í síð-
ustu viku, en Telma segir að rekstur
með innfluttum vörum sé möguleg-
ur. „Þetta er hægt með bjartsýni og
smá hjálp,“ segir hún, en stjórnend-
ur Habitat hjálpuðu til við að koma
keðjunni aftur til Íslands. Verslun-
in var á sínum tíma sú fyrsta sem
var opnuð utan Bretlands.
Annríkasti tími ársins í verslun
er að fara í hönd og Telma játar að
verslunin sé opnuð á besta tíma.
„Fólk var mikið að kaupa smávöru
og jólagjafir um helgina,“ segir
hún. „Það kom okkur líka á óvart
að það var mikil eftirspurn eftir
húsgögnunum.“
- afb
McDonald´s flýr land en húsgagnaverslunin Habitat snýr aftur:
„Við erum rosalega bjartsýn og vongóð“
NÓG AÐ GERA Kaupglaðir
Íslendingar lögðu leið sína í nýja
verslun Habitat um helgina.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/PJETU
R
Hillary Clinton:
Friðarviðræður
hefjist sem fyrst
VEISTU SVARIÐ?